Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar 26. febrúar 2025 11:02 Það má heita mikill misskilningur á 21. öld tækni og hraða að telja flugvélar til hverfandi samgöngutækja innanlands. Telja jafnvel að snjallt sé að tilvonandi farþegi á leið í flug milli landshluta aki allt að 100 km til og frá flugvelli til að fljúga sínar leiðir, væri innanlandsflug flutt á Miðnesheiði. Flest bendir til að með tækniframförum og orkuskiptum í samgöngum nái flug ekki bara að standast tímans tönn innanlands heldur vaxa að umfangi næstu áratugi og öld. Þar ræður margt: Umhverfisvænni stórar vélar, stuttbrautarvélar, stýrðir drónar og ýmis konar þyrlur. Líka kröfur um betri almenningssamgöngur, næg tækifæri til að skjótast „bæjarleiðir“, ná millilandaflugi og t.d. almennri heilbrigðisþjónustu. Einnig skipulagt hjálpar- og sjúkraflug og sértæk heilbrigðisþjónusta í hátæknisjúkrahúsum (Ak. og Rek.) Enn fremur að séð verði til þess að höfuðborgin geti sómasamlega sinnt aðsókn af landsbyggðinni í stofnanir og sérþjónustu. Íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa svo sínar væntingar og samgöngukröfur vegna vinnu og við leik. Fleira má minna á: Íbúum í þétt- og dreifbýli fjölgar hratt og því þarf að mæta. Framleiðsla vistvænnar vöru á dagmarkað eykst. Útgerð meðalbíls kostar ekki undir 100 kr. pr. km á ársgrunni. 600 km ökuferð fram og tilbaka til Reyjavíkur uttan af landi kostar vart undir 60.000 kr. Tímaeyðslan telur líka. Misjöfn færð, margbreytt náttúruvá, oft langur aksturstími og dýrt og viðhaldsfrekt vegkerfi landsins (12.000 km – bara þjóðvegirnir!) eru ekki aðstæður sem vísa til þess að fækka eigi heilsársflugvöllum. Þvert á móti ætti að fjölga þeim skynsamlega. Einnig að blasir við að loka ekki Vatnsmýrarvellinum heldur sníða hann að nútíma og framtíð. Tryggja að þar verði samþætt og grænorkuvætt almenningsamgöngukerfi landsmanna skipulagt sem aðalstöð, samhliða orkuskiptum bílaflotans. Meðal annars er unnt að endurskipuleggja og ýmist lengja eða stytta flugbrautir eftir ráðleggingum sérfræðinga með langtíma innanlands- og sjúkraflug að markmiði. Rútukerfi skal rekið samhliða. Vöruflutningar í lofti og sjúkraflutningar aukast vafalítið á næstu áratugum. Stjórnendur og stór hluti almennings í borgum heims með miðlæg og plássfrek samgöngumannvirki (t.d. eina eða fleiri járnbrautarstöðvar og fjölda teina) horfa ekki bara til landsins undir þeim sem byggingarland. Lífsgæði greiðra og hnitmiðaðra samgangna og öryggi þeim tengt eru jafn mikilvæg eða mikilvægari. Allir íbúar hvers nútíma ríkis eru jafn réttháir þegar kemur að samgöngum og opinberri þjónustu. Sjálfbærar almenningssamgöngur hafa þrjár stoðir til heildræns mats: Hagræna stoð, umhverfisvernd og mannvænt samfélag í öllum byggðum. Reykjavík er ekki sjálfstætt eyland utan Íslands, heldur burðarbyggðin í landinu. Höfundur er jarðvísindamaður og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Fréttir af flugi Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það má heita mikill misskilningur á 21. öld tækni og hraða að telja flugvélar til hverfandi samgöngutækja innanlands. Telja jafnvel að snjallt sé að tilvonandi farþegi á leið í flug milli landshluta aki allt að 100 km til og frá flugvelli til að fljúga sínar leiðir, væri innanlandsflug flutt á Miðnesheiði. Flest bendir til að með tækniframförum og orkuskiptum í samgöngum nái flug ekki bara að standast tímans tönn innanlands heldur vaxa að umfangi næstu áratugi og öld. Þar ræður margt: Umhverfisvænni stórar vélar, stuttbrautarvélar, stýrðir drónar og ýmis konar þyrlur. Líka kröfur um betri almenningssamgöngur, næg tækifæri til að skjótast „bæjarleiðir“, ná millilandaflugi og t.d. almennri heilbrigðisþjónustu. Einnig skipulagt hjálpar- og sjúkraflug og sértæk heilbrigðisþjónusta í hátæknisjúkrahúsum (Ak. og Rek.) Enn fremur að séð verði til þess að höfuðborgin geti sómasamlega sinnt aðsókn af landsbyggðinni í stofnanir og sérþjónustu. Íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa svo sínar væntingar og samgöngukröfur vegna vinnu og við leik. Fleira má minna á: Íbúum í þétt- og dreifbýli fjölgar hratt og því þarf að mæta. Framleiðsla vistvænnar vöru á dagmarkað eykst. Útgerð meðalbíls kostar ekki undir 100 kr. pr. km á ársgrunni. 600 km ökuferð fram og tilbaka til Reyjavíkur uttan af landi kostar vart undir 60.000 kr. Tímaeyðslan telur líka. Misjöfn færð, margbreytt náttúruvá, oft langur aksturstími og dýrt og viðhaldsfrekt vegkerfi landsins (12.000 km – bara þjóðvegirnir!) eru ekki aðstæður sem vísa til þess að fækka eigi heilsársflugvöllum. Þvert á móti ætti að fjölga þeim skynsamlega. Einnig að blasir við að loka ekki Vatnsmýrarvellinum heldur sníða hann að nútíma og framtíð. Tryggja að þar verði samþætt og grænorkuvætt almenningsamgöngukerfi landsmanna skipulagt sem aðalstöð, samhliða orkuskiptum bílaflotans. Meðal annars er unnt að endurskipuleggja og ýmist lengja eða stytta flugbrautir eftir ráðleggingum sérfræðinga með langtíma innanlands- og sjúkraflug að markmiði. Rútukerfi skal rekið samhliða. Vöruflutningar í lofti og sjúkraflutningar aukast vafalítið á næstu áratugum. Stjórnendur og stór hluti almennings í borgum heims með miðlæg og plássfrek samgöngumannvirki (t.d. eina eða fleiri járnbrautarstöðvar og fjölda teina) horfa ekki bara til landsins undir þeim sem byggingarland. Lífsgæði greiðra og hnitmiðaðra samgangna og öryggi þeim tengt eru jafn mikilvæg eða mikilvægari. Allir íbúar hvers nútíma ríkis eru jafn réttháir þegar kemur að samgöngum og opinberri þjónustu. Sjálfbærar almenningssamgöngur hafa þrjár stoðir til heildræns mats: Hagræna stoð, umhverfisvernd og mannvænt samfélag í öllum byggðum. Reykjavík er ekki sjálfstætt eyland utan Íslands, heldur burðarbyggðin í landinu. Höfundur er jarðvísindamaður og rithöfundur.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar