Sport

„Ómetan­legar“ minningar Nel­son feðga

Aron Guðmundsson skrifar
Feðgarnir á góðri stundu eftir einn af sigrum Gunnars í UFC
Feðgarnir á góðri stundu eftir einn af sigrum Gunnars í UFC Vísir/Getty

Hvar og hvenær sem Gunnar Nel­son stígur inn í bar­daga­búrið er næsta víst að faðir hans sé þar í hans horni og segir bar­daga­kappinn það ómetan­legt.

Gunnar stígur aftur inn í bar­daga­búrið á vegum UFC sam­bandsins eftir innan við mánuð þar sem að hann mætir villta Bandaríkja­manninum Kevin Holland.

Í horni Gunnars, líkt og ávallt í gegnum hans feril, verður faðir hans og um­boðs­maður Haraldur Dean Nel­son sem hefur fylgt syni sínum í gegnum at­vinnu­manna­ferilinn sem enn sér ekki fyrir endann á og vill hinn 36 ára gamli Gunnar ekki titla komandi bar­daga sinn sem kveðju­bar­daga.

Á sama tíma hefur Haraldur látið sig ýmsa hluti varða bæði innan UFC sem og varðandi lög­leiðingu MMA hér á landi.

Ykkar sam­band í gegnum þetta. Þetta hefur verið langt, þið hafið upp­lifað sæta sigra saman en einnig súr töp. Það hlýtur að vera dýr­mætt, eitt­hvað sem verður dýr­mætari þegar að ferlinum lýkur, að hafa átt þessi ár með föður þínum í þessu?

„Já ekki spurning,“ svarar Gunnar. „Hann hefur verið með mér frá því í byrjun, verið minn um­boðs­maður og hefur séð um eitt og annað. Alltaf komið með mér í búrið. Þetta verða minningar sem að skila sér ein­hvern veginn inn í fram­haldið. Það er svo margt sem að við rifjum reglu­lega upp. Þetta er ein­hvern veginn ómetan­legt.“

Og þessi veg­ferð ykkar kjarnast svo ein­hvern veginn í starfinu sem er unnið hjá Mjölni.

„Já. Við stofnum Mjölni og hann er búinn að vera með okkur í því sem fram­kvæmdar­stjóri til lengri tíma. Það er ekki bara ferillinn minn, heldur svolítið MMA á Ís­landi sem við höfum verið að stíga saman og vinna að.“

Gunnar Nel­son mætir Kevin Holland á bar­daga­kvöldi UFC í London þann 22.mars næst­komandi.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×