Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. febrúar 2025 14:33 Alec Baldwin hefur áður lýst því yfir að hann sé með áfallastreituröskun vegna málsins. EPA-EFE/TINO ROMANO / YU8 Bandaríski leikarinn Alec Baldwin hótaði á dögunum meintum grínista hálsbroti er sá síðarnefndi áreitti hann fyrir utan heimili hans í New York og gantaðist með slysið sem varð samstarfskonu leikarans að aldurtila á setti kvikmyndarinnar Rust. Grínistinn ber heitið Jason Scoop og var klæddur upp sem Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrir utan heimili leikarans. Hann sagði meðal annars við leikarann að hann myndi bjóða honum sakaruppgjöf fyrir að hafa „myrt þessa konu,“ gegn því að leikarinn myndi kyssa hring hans. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni. Scoop birti myndband af athæfinu á Instagram síðu sinni. Þar sést Alec Baldwin vera að koma ferðatöskum fyrir í skotti bíls fyrir utan heimili sitt. Leikarinn hélt í fyrstu ró sinni yfir áreitninni en Scoop hélt áfram að þjarma að honum og gantast með andlát samstarfskonu hans Alyssu Hutchins sem lést á setti kvikmyndarinnar Rust eftir að skot hljóp úr byssu leikarans. Sést þá í myndbandinu hvar Baldwin þrýtur þolinmæðin. Hann gerir grínistanum það ljóst að börn hans búi í húsinu. Svo segir hann honum að væri myndavélinni ekki á staðnum myndi hann hálsbrjóta grínistann fyrir athæfið. View this post on Instagram A post shared by Jason Scoop (@jasonscoop) Byssuskot Alecs Baldwin Hollywood Bandaríkin Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Grínistinn ber heitið Jason Scoop og var klæddur upp sem Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrir utan heimili leikarans. Hann sagði meðal annars við leikarann að hann myndi bjóða honum sakaruppgjöf fyrir að hafa „myrt þessa konu,“ gegn því að leikarinn myndi kyssa hring hans. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni. Scoop birti myndband af athæfinu á Instagram síðu sinni. Þar sést Alec Baldwin vera að koma ferðatöskum fyrir í skotti bíls fyrir utan heimili sitt. Leikarinn hélt í fyrstu ró sinni yfir áreitninni en Scoop hélt áfram að þjarma að honum og gantast með andlát samstarfskonu hans Alyssu Hutchins sem lést á setti kvikmyndarinnar Rust eftir að skot hljóp úr byssu leikarans. Sést þá í myndbandinu hvar Baldwin þrýtur þolinmæðin. Hann gerir grínistanum það ljóst að börn hans búi í húsinu. Svo segir hann honum að væri myndavélinni ekki á staðnum myndi hann hálsbrjóta grínistann fyrir athæfið. View this post on Instagram A post shared by Jason Scoop (@jasonscoop)
Byssuskot Alecs Baldwin Hollywood Bandaríkin Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira