Lífið

Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Roberta Flack situr fyrir í myndatöku í New York árið 2018.
Roberta Flack situr fyrir í myndatöku í New York árið 2018. AP/Matt Licari

Bandaríska söngkonan Roberta Flack er látin, 88 ára gömul. Hún er meðal annars þekkt fyrir smellinn „Killing Me Softly with His Song“.

Flack greindi frá því árið 2022 að hún þjáðist af taugahrörnunarsjúkdómnum ALS og að hún gæti því ekki lengur sungið. Að sögn Ealaine Schock, útgefanda hennar, lést Flack heima hjá sér umkringd fjölskyldu sinni.

Frægðarsól Flack skein fyrst þegar hún var komin á þrítugsaldur. Clint Eastwood notaði lagið „The First Time I Ever Saw Your Face“ sem bakgrunnstónlist fyrir ástarsenu í kvikmyndinni „Play Misty for Me,“ þar sem Eastwood lék á móti Donnu Mills.

Árið 1972 hlaut Flack Grammy-verðlaunin fyrir plötu ársins og endurtók leikinn ári síðar með laginu „Killing Me Softly“. Hún varð um leið fyrsti listamaðurinn til að vinna Grammy fyrir bestu plötuna tvö ár í röð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.