Ekkert gefið eftir í elegansinum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 24. febrúar 2025 15:01 Glæsidömur á SAG Awards í gær. SAMSETT Stærstu sjónvarps-og kvikmyndastjörnur heims geisluðu á rauða dreglinum í gærkvöldi þegar SAG verðlaunin fóru fram í 31. skipti í Los Angeles. Hátíðin heiðrar það sjónvarpsefni og þær kvikmyndir sem stóðu upp úr á síðastliðnu ári og glæsileikinn var svo sannarlega í fyrirrúmi. Sjarmi og elegans réði ríkjum og einhverjir stigu trylltan dans en flest allir gestir virðast hafa lagt allt í klæðaburðinn. Selena Gomez hefur vakið mikla athygli í leiklistinni að undanförnu fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttaröðinni Only Murders in the Building og kvikmyndinni Emilia Pérez. Hún var ein sú allra glæsilegasta í gærkvöldi í dökkbláum gala kjól frá tískuhúsinu Celine. Klæðaburðurinn minnir óneitanlega á gamlan Hollywood glamúr og háa klaufin er auðvitað sígild. Hátískumerkið Celina hefur sömuleiðis vakið mikla athygli að undanförnu en buxurnar sem rapparinn Kendrick Lamar klæddist á Ofurskálinni eru þaðan. Selena Gomez stórglæsileg í Celine.Amy Sussman/Getty Images Wicked stórstjarnan og ofursöngkonan Cynthia Erivo stal senunni í gær í silfurlituðum síðkjól sem er listaverk. Kjóllinn er úr haustlínu tískuhússins Givenchy frá árinu 1997 og hönnuðurinn á bak við hann er enginn annar en goðsögnin Alexander McQueen. Vá, vá og vá. Cynthia Erivo stal senunni í silfruðum Givenchy kjól frá 1997 sem Alexander McQueen hannaði.Amy Sussman/Getty Images Wicked leikkonan Marissa Bode skein skært í glitrandi galakjól úr vor 2025 línu tískuhönnuðarins Tony Ward. Marissa Bode glæsileg í vorlínu Tony Ward.Amy Sussman/Getty Images Bridgerton bomban Nicola Couglan klæddist glæsilegum, stílhreinum og fáguðum kjól frá tímalausa tískuhúsinu Dior. Sjónvarpsstjarnan Nicola Coughlan skein skært í pastelbláum Dior kjól með svarta hanska við.Neilson Barnard/Getty Images Ofurparið Adam Brody og Leighton Meester eiga það sameiginlegt að hafa leikið í einhverjum vinsælustu unglingaþáttaseríum heims, Brody í O.C. og Meester í Gossip Girl. Þau skinu skært á dreglinum í gær en Adam Brody vakti athygli fyrir nýjasta hlutverk sitt í þáttunum Nobody Wants This. Sögur herma að Meester fari með hlutverk í seríu tvö og verður mjög gaman að sjá þau saman á skjánum. Meester sem er hvað þekktust sem Blair Waldorf í Gossip Girl klæddist hönnun Elie Saab á dreglinum en sami hönnuður er á bak við hennar þekktasta lúkk úr Gossip Girl, glæsilega brúðarkjólnum sem hún rokkaði í sjöttu seríu þáttanna. Ofurparið og unglingaþáttastjörnurnar Adam Brody og Leighton Meester nutu sín á dreglinum.Axelle/Bauer-Griffin/FilmMagic Stranger Things súperstjarnan Millie Bobby Brown valdi ljósbleik-ferskjulitaðan síðkjól með spagettí ströppum frá Louis Vuitton. Aðdáendur Stranger Things geta vart beðið eftir að sjá þessa ótrúlega hæfileikaríku leikkonu aftur á skjánum í lokaseríunni! Stranger Things stjarnan Millie Bobby Brown í flæðandi og fallegum Louis Vuitton síðkjól.Amy Sussman/Getty Images Hér má sjá fleiri glæsilegar stjörnur á dreglinum í gær: Sofia Carson bleikur draumur í Elie Saab.Neilson Barnard/Getty Images Carl Clemons-Hopkins rokkaði samfestinginn.Emma McIntyre/WireImage Kristen Bell rómans gamanmyndadrottningin og aðalleikonan í Nobody Wants This var algjör gella í Armani.Amy Sussman/Getty Images Pamela Anderson dásamleg í Dior.Gilbert Flores/Variety via Getty Images Elle Fanning í sígildum svörtum kjól frá spænska tískuhúsinu Loewe.Kevin Mazur/Getty Images Zoe Saldaña hlaut SAG verðlaun fyrir hlutverk sitt í Emilia Pérez. Hún hefur nú unnið til ferna verðlauna fyrir hlutverkið, SAG Award, Golden Globe, Critics Choice og BAFTA.Jeff Kravitz/FilmMagic Timothée Chalamet fór heim með verðlaunagrip fyrir hlutverk sitt sem Bob Dylan í A Complete Unknown. Hann rokkaði sérsniðna leðurdragt frá sjóðheita tískumerkinu Chrome Hearts og lime græna skyrtu við. Kannski hefur hann verið að hlusta á BRAT plötu Charli XCX.Kevin Mazur/Getty Images Jane Fonda hlaut heiðursverðlaun á hátíðinni í gær og hélt kraftmikla ræðu þar sem hún hvatti til samkenndar og kærleiks. Hún er alltaf stórglæsilegur ofurtöffari og skein skært í sérsaumuðum Armani síðkjól. Neilson Barnard/Getty Images Hollywood Tíska og hönnun Bíó og sjónvarp Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Sjarmi og elegans réði ríkjum og einhverjir stigu trylltan dans en flest allir gestir virðast hafa lagt allt í klæðaburðinn. Selena Gomez hefur vakið mikla athygli í leiklistinni að undanförnu fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttaröðinni Only Murders in the Building og kvikmyndinni Emilia Pérez. Hún var ein sú allra glæsilegasta í gærkvöldi í dökkbláum gala kjól frá tískuhúsinu Celine. Klæðaburðurinn minnir óneitanlega á gamlan Hollywood glamúr og háa klaufin er auðvitað sígild. Hátískumerkið Celina hefur sömuleiðis vakið mikla athygli að undanförnu en buxurnar sem rapparinn Kendrick Lamar klæddist á Ofurskálinni eru þaðan. Selena Gomez stórglæsileg í Celine.Amy Sussman/Getty Images Wicked stórstjarnan og ofursöngkonan Cynthia Erivo stal senunni í gær í silfurlituðum síðkjól sem er listaverk. Kjóllinn er úr haustlínu tískuhússins Givenchy frá árinu 1997 og hönnuðurinn á bak við hann er enginn annar en goðsögnin Alexander McQueen. Vá, vá og vá. Cynthia Erivo stal senunni í silfruðum Givenchy kjól frá 1997 sem Alexander McQueen hannaði.Amy Sussman/Getty Images Wicked leikkonan Marissa Bode skein skært í glitrandi galakjól úr vor 2025 línu tískuhönnuðarins Tony Ward. Marissa Bode glæsileg í vorlínu Tony Ward.Amy Sussman/Getty Images Bridgerton bomban Nicola Couglan klæddist glæsilegum, stílhreinum og fáguðum kjól frá tímalausa tískuhúsinu Dior. Sjónvarpsstjarnan Nicola Coughlan skein skært í pastelbláum Dior kjól með svarta hanska við.Neilson Barnard/Getty Images Ofurparið Adam Brody og Leighton Meester eiga það sameiginlegt að hafa leikið í einhverjum vinsælustu unglingaþáttaseríum heims, Brody í O.C. og Meester í Gossip Girl. Þau skinu skært á dreglinum í gær en Adam Brody vakti athygli fyrir nýjasta hlutverk sitt í þáttunum Nobody Wants This. Sögur herma að Meester fari með hlutverk í seríu tvö og verður mjög gaman að sjá þau saman á skjánum. Meester sem er hvað þekktust sem Blair Waldorf í Gossip Girl klæddist hönnun Elie Saab á dreglinum en sami hönnuður er á bak við hennar þekktasta lúkk úr Gossip Girl, glæsilega brúðarkjólnum sem hún rokkaði í sjöttu seríu þáttanna. Ofurparið og unglingaþáttastjörnurnar Adam Brody og Leighton Meester nutu sín á dreglinum.Axelle/Bauer-Griffin/FilmMagic Stranger Things súperstjarnan Millie Bobby Brown valdi ljósbleik-ferskjulitaðan síðkjól með spagettí ströppum frá Louis Vuitton. Aðdáendur Stranger Things geta vart beðið eftir að sjá þessa ótrúlega hæfileikaríku leikkonu aftur á skjánum í lokaseríunni! Stranger Things stjarnan Millie Bobby Brown í flæðandi og fallegum Louis Vuitton síðkjól.Amy Sussman/Getty Images Hér má sjá fleiri glæsilegar stjörnur á dreglinum í gær: Sofia Carson bleikur draumur í Elie Saab.Neilson Barnard/Getty Images Carl Clemons-Hopkins rokkaði samfestinginn.Emma McIntyre/WireImage Kristen Bell rómans gamanmyndadrottningin og aðalleikonan í Nobody Wants This var algjör gella í Armani.Amy Sussman/Getty Images Pamela Anderson dásamleg í Dior.Gilbert Flores/Variety via Getty Images Elle Fanning í sígildum svörtum kjól frá spænska tískuhúsinu Loewe.Kevin Mazur/Getty Images Zoe Saldaña hlaut SAG verðlaun fyrir hlutverk sitt í Emilia Pérez. Hún hefur nú unnið til ferna verðlauna fyrir hlutverkið, SAG Award, Golden Globe, Critics Choice og BAFTA.Jeff Kravitz/FilmMagic Timothée Chalamet fór heim með verðlaunagrip fyrir hlutverk sitt sem Bob Dylan í A Complete Unknown. Hann rokkaði sérsniðna leðurdragt frá sjóðheita tískumerkinu Chrome Hearts og lime græna skyrtu við. Kannski hefur hann verið að hlusta á BRAT plötu Charli XCX.Kevin Mazur/Getty Images Jane Fonda hlaut heiðursverðlaun á hátíðinni í gær og hélt kraftmikla ræðu þar sem hún hvatti til samkenndar og kærleiks. Hún er alltaf stórglæsilegur ofurtöffari og skein skært í sérsaumuðum Armani síðkjól. Neilson Barnard/Getty Images
Hollywood Tíska og hönnun Bíó og sjónvarp Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira