Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lovísa Arnardóttir skrifar 24. febrúar 2025 09:35 Pan og Krummi voru báðir góðir vinir Árna Grétars. Vísir/Vilhelm Mikill fjöldi raftónlistarmanna kemur fram á morgun, þriðjudag, á minningartónleikum um Árna Grétar Jóhannesson sem lést þann 4. janúar. Árni Grétar var tónlistarmaður sem margir þekktu sem Futuregrapher. Hann var 41 árs þegar hann lést og lætur eftir sig tvo drengi. Allur ágóði af miðasölu rennur til þeirra. Árni Grétar var afar iðinn tónlistarmaður og gaf út fjölda verka eftir sjálfan sig og aðra á plötuútgáfum sínum Móatún 7 og Möller Records. Hann gaf út tvær breiðskífur: LP og Skynvera, margar smáskífur og gerði endurhljóðblandanir fyrir aðila eins og Mick Chillage, Samaris, Ghostigital og Kimono. Hann starfaði einnig í hljómsveitinni Royal ásamt Birni Kristjánssyni sem er þekktur sem Borko og með tónlistarmanninum Jóni Ólafssyni. Tónleikarnir eru skipulagðir af Pan Thorarensen og Krumma Björgvinssyni sem báðir voru góðir vinir Árna og bjuggu til tónlist með honum. Sjá einnig: Árni Grétar Futuregrapher látinn Alls koma fram á tónleikunum 21 tónlistarmaður eða hljómsveit, þar á meðal margar sem ekki hafa komið fram um langa hríð eins og Samaris og Sísí Ey. Hver tónlistarmaður eða hljómsveit fá á tónleikunum um tíu mínútur til að flytja sína tónlist og er auk þess gert ráð fyrir fimm mínútum á milli atriða fyrir þau til að koma sér fyrir. „Þetta er alvöru prógramm. Þetta verður eins og maraþon-keyrsla,“ segir Pan. Auk þess að flytja hljóðverk verði margir með visual-a og því verði þetta veisla fyrir bæði augu og eyru. „Þetta eru tvö lög eða eitt langt verk.“ Pan og Árni Grétar héldu marga tónleika saman og gerðu einnig tónlist saman. Pan ætlar á tónleikunum á morgun að heiðra minningu hans með því að spila eitthvað af þeirri tónlist.Aðsend Tónlistamennirnir hafa fengið fyrirmæli um að koma ekki með of mikið af græjum svo allt gangi snurðulaust fyrir sig. „Ég er búinn að segja þeim að koma ekki með allt stúdíóið, en þetta verður eitthvað.“ Pan segir ekki alla hafa komist að sem vildu. Hann og Krummi hafi farið yfir listann og sett saman line-up. „Þegar Bjössi Biogen vinur okkar lést, árið 2011, héldum við tónleika honum til heiðurs,“ segir Pan. Sama maraþon-snið hafi verið á tónleikunum sem haldnir voru í Tjarnarbíó og voru kallaðir Tjarnarbiogen til heiðurs Sigurbirni Þorgrímssyni, Biogen. Ég, Árni Grétar og Andri Már Arnlaugsson héldum þá tónleika og þegar Árni Grétar féll frá hugsaði maður strax hvað við gætum gert. Árna fannst þetta alltaf svo geggjað, það sem við gerðum fyrir Bjössa, þannig við ákváðum bara að gera það sama fyrir hann. Pan segir „kreisí“ að hann sé að gera þetta í annað sinn. „Þetta er auðvitað erfitt fyrir alla, strákana hans og er rosalega skrítið. Maður verður að leyfa minningunni að lifa og vera duglegur að gera eitthvað saman vinirnir,“ segir hann og að þetta verði eflaust ekki í síðasta sinn sem þeir vinirnir gera eitthvað til að minnast Árna Grétars. „Við munum örugglega minnast hans alltaf á hátíðinni minni, Exreme Chill, næstu árin.“ Hann segir marga koma fram á tónleikunum sem hafi ekki komið fram lengi. Krummi og Pan skipulögðu tónleikana. Allur ágóði af þeim rennur til sona Árna Grétars.Vísir/Vilhelm „Til dæmis Samaris, það eru mörg ár frá því að þau komu saman. Og Sísí Ey, þau vildu vera með og það er langt síðan þau spiluðu,“ segir Pan. Önnur barnsmóðir Árna Grétars er í hljómsveitinni Sísí Ey og því sterk tengsl þar líka. „Við feðgarnir og Þorkell Atlason í Stereo Hypnosis komum líka fram. Við verðum með eitthvað tengt Grænlandsverkefninu okkar Árna. Við fórum allir saman til Grænlands og tókum upp plötu þar 2017. Það var rosalega minnisstætt,“ segir Pan og að með verði heimildarmyndband um þá ferð. Tónlist sem Árni gaf út Krummi kemur einnig fram á tónleikunum undir nafninu Húsdreki. „Þetta er raftónlistarverkefni sem Árni var einmitt að gefa út á síðasta ári. Þannig það er skemmtilegt. Við vorum allir svo miklir vinir að við Krummi ákváðum að taka skipulagningu tónleikanna að okkur.“ Tónleikarnir eru í Gamla bíó á morgun, þriðjudag. Allur ágóði miðasölunnar rennur til sona Árna Grétars. Hægt að nálgast miða inn á midix eða við hurð á Gamla Bíó. Tónlistarmennirnir sem koma fram.Aðsend Tónleikar á Íslandi Tónlist Menning Reykjavík Tengdar fréttir Árni Grétar Futuregrapher látinn Árni Grétar Jóhannesson, einnig þekktur sem Futuregrapher, er látinn 41 árs að aldri eftir að bíll hans hafnaði í sjónum í Reykjavíkurhöfn á gamlársdag. Árni var raftónlistamaður og einn stofnenda plötufyrirtækisins Möller Records. 4. janúar 2025 10:50 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Árni Grétar var afar iðinn tónlistarmaður og gaf út fjölda verka eftir sjálfan sig og aðra á plötuútgáfum sínum Móatún 7 og Möller Records. Hann gaf út tvær breiðskífur: LP og Skynvera, margar smáskífur og gerði endurhljóðblandanir fyrir aðila eins og Mick Chillage, Samaris, Ghostigital og Kimono. Hann starfaði einnig í hljómsveitinni Royal ásamt Birni Kristjánssyni sem er þekktur sem Borko og með tónlistarmanninum Jóni Ólafssyni. Tónleikarnir eru skipulagðir af Pan Thorarensen og Krumma Björgvinssyni sem báðir voru góðir vinir Árna og bjuggu til tónlist með honum. Sjá einnig: Árni Grétar Futuregrapher látinn Alls koma fram á tónleikunum 21 tónlistarmaður eða hljómsveit, þar á meðal margar sem ekki hafa komið fram um langa hríð eins og Samaris og Sísí Ey. Hver tónlistarmaður eða hljómsveit fá á tónleikunum um tíu mínútur til að flytja sína tónlist og er auk þess gert ráð fyrir fimm mínútum á milli atriða fyrir þau til að koma sér fyrir. „Þetta er alvöru prógramm. Þetta verður eins og maraþon-keyrsla,“ segir Pan. Auk þess að flytja hljóðverk verði margir með visual-a og því verði þetta veisla fyrir bæði augu og eyru. „Þetta eru tvö lög eða eitt langt verk.“ Pan og Árni Grétar héldu marga tónleika saman og gerðu einnig tónlist saman. Pan ætlar á tónleikunum á morgun að heiðra minningu hans með því að spila eitthvað af þeirri tónlist.Aðsend Tónlistamennirnir hafa fengið fyrirmæli um að koma ekki með of mikið af græjum svo allt gangi snurðulaust fyrir sig. „Ég er búinn að segja þeim að koma ekki með allt stúdíóið, en þetta verður eitthvað.“ Pan segir ekki alla hafa komist að sem vildu. Hann og Krummi hafi farið yfir listann og sett saman line-up. „Þegar Bjössi Biogen vinur okkar lést, árið 2011, héldum við tónleika honum til heiðurs,“ segir Pan. Sama maraþon-snið hafi verið á tónleikunum sem haldnir voru í Tjarnarbíó og voru kallaðir Tjarnarbiogen til heiðurs Sigurbirni Þorgrímssyni, Biogen. Ég, Árni Grétar og Andri Már Arnlaugsson héldum þá tónleika og þegar Árni Grétar féll frá hugsaði maður strax hvað við gætum gert. Árna fannst þetta alltaf svo geggjað, það sem við gerðum fyrir Bjössa, þannig við ákváðum bara að gera það sama fyrir hann. Pan segir „kreisí“ að hann sé að gera þetta í annað sinn. „Þetta er auðvitað erfitt fyrir alla, strákana hans og er rosalega skrítið. Maður verður að leyfa minningunni að lifa og vera duglegur að gera eitthvað saman vinirnir,“ segir hann og að þetta verði eflaust ekki í síðasta sinn sem þeir vinirnir gera eitthvað til að minnast Árna Grétars. „Við munum örugglega minnast hans alltaf á hátíðinni minni, Exreme Chill, næstu árin.“ Hann segir marga koma fram á tónleikunum sem hafi ekki komið fram lengi. Krummi og Pan skipulögðu tónleikana. Allur ágóði af þeim rennur til sona Árna Grétars.Vísir/Vilhelm „Til dæmis Samaris, það eru mörg ár frá því að þau komu saman. Og Sísí Ey, þau vildu vera með og það er langt síðan þau spiluðu,“ segir Pan. Önnur barnsmóðir Árna Grétars er í hljómsveitinni Sísí Ey og því sterk tengsl þar líka. „Við feðgarnir og Þorkell Atlason í Stereo Hypnosis komum líka fram. Við verðum með eitthvað tengt Grænlandsverkefninu okkar Árna. Við fórum allir saman til Grænlands og tókum upp plötu þar 2017. Það var rosalega minnisstætt,“ segir Pan og að með verði heimildarmyndband um þá ferð. Tónlist sem Árni gaf út Krummi kemur einnig fram á tónleikunum undir nafninu Húsdreki. „Þetta er raftónlistarverkefni sem Árni var einmitt að gefa út á síðasta ári. Þannig það er skemmtilegt. Við vorum allir svo miklir vinir að við Krummi ákváðum að taka skipulagningu tónleikanna að okkur.“ Tónleikarnir eru í Gamla bíó á morgun, þriðjudag. Allur ágóði miðasölunnar rennur til sona Árna Grétars. Hægt að nálgast miða inn á midix eða við hurð á Gamla Bíó. Tónlistarmennirnir sem koma fram.Aðsend
Tónleikar á Íslandi Tónlist Menning Reykjavík Tengdar fréttir Árni Grétar Futuregrapher látinn Árni Grétar Jóhannesson, einnig þekktur sem Futuregrapher, er látinn 41 árs að aldri eftir að bíll hans hafnaði í sjónum í Reykjavíkurhöfn á gamlársdag. Árni var raftónlistamaður og einn stofnenda plötufyrirtækisins Möller Records. 4. janúar 2025 10:50 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Árni Grétar Futuregrapher látinn Árni Grétar Jóhannesson, einnig þekktur sem Futuregrapher, er látinn 41 árs að aldri eftir að bíll hans hafnaði í sjónum í Reykjavíkurhöfn á gamlársdag. Árni var raftónlistamaður og einn stofnenda plötufyrirtækisins Möller Records. 4. janúar 2025 10:50