Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar 24. febrúar 2025 09:30 Nú stendur yfir rektorskjör við HÍ. Átta ágætlega frambærilegir einstaklingar gefa kost á sér til að stýra þessari stofnun sem er hreyfiafl í íslensku samfélagi. Fjármögnun háskólastigsins er undir viðmiðunarmörkum.Því þarf að breyta en fleira þarf að lagfæra innan opinbera háskólakerfisins. Þar mun verðandi rektor HÍ þurfa að beita sér. Og nú verða sagðar fréttir. Launakerfi akademísks starfsfólks er vægast sagt ófullkomið og nánast galið. Ákvörðun launa byggist fyrst og fremst á framleiðni í rannsóknarhluta starfsins! Að engu er haft hið augljósa að gæði og magn fara sjaldnast saman og að fólk í mismunandi fræðigreinum býr við mismunandi birtingarhefðir. Er löglegt að láta laun stjórnast af ómálefnalegum þáttum á þennan hátt? Líklega ekki. Er skynsamlegt að kennsla, stór hluti af starfi þeirra er starfa í háskólum, helsti snertiflötur þeirra við nemendur, hafi lítil sem engin áhrif á launahækkanir á starfsævinni? Svari hver fyrir sig! Nemendur, væntanlega neikvætt. Allir skólar standa nú frammi fyrir gríðarlegum áskorunum þegar kemur að nýjum kynslóðum nemenda og m.a. áhrifum gervigreindar og breyttri félagsfærni að því er virðist. Þriggja ára stúdentspróf virðist vera (illa undirbúin) tilraun sem mistókst. Þessar áskoranir kalla á breytta kennsluhætti í háskólum. En í opinberu háskólunum, eru nánast engir hvatar fyrir einstaklinga að verja tíma í kennslu (það gera þó margir vissulega og taka afleiðingum þess í formi lægri launa og minni lífeyrisréttinda). En, þegar kemur að launum er alltaf betra að setja tímann og orkuna í rannsóknir, frekar en í kennslu. Það er fyrst og fremst umbunað fyrir framlag til rannsókna, en nánast ekkert fyrir framlag til kennslu. Þessu kerfi þarf að breyta og verðandi rektor og ekki síður stjórnvöld, verða að skilja að kerfið vinnur gegnum gæðum háskólastarfs. Hagsmunir nemenda eru skýrir – óbreytt kerfi vinnur gegn gæðum náms þeirra. Þeir ættu að spyrja rektors kandidata út í stefnu þeirra – launasetning er samtal eða samningur milli stjórnvalda, stjórna háskólanna og stéttarfélaga. Gróf mismunun hefur viðgengist á kostnað ákveðinna greina og á kostnað gæða. Verðandi rektor þarf að stíga inn og leiða þetta mál til lykta. Það akademíska starfsfólk sem stendur vörð um kerfið er fyrst og fremst að sinna sérhagmunagæslu á kostnað heildarinnar – hvort sem hún er akademískt starfsfólk eða einfaldlega þeir sem fjármagna háskólanna – þjóðin sjálf. Megi nýr rektor HÍ átta sig á því í hvaða umboði hann situr. Höfundur er prófessor við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir rektorskjör við HÍ. Átta ágætlega frambærilegir einstaklingar gefa kost á sér til að stýra þessari stofnun sem er hreyfiafl í íslensku samfélagi. Fjármögnun háskólastigsins er undir viðmiðunarmörkum.Því þarf að breyta en fleira þarf að lagfæra innan opinbera háskólakerfisins. Þar mun verðandi rektor HÍ þurfa að beita sér. Og nú verða sagðar fréttir. Launakerfi akademísks starfsfólks er vægast sagt ófullkomið og nánast galið. Ákvörðun launa byggist fyrst og fremst á framleiðni í rannsóknarhluta starfsins! Að engu er haft hið augljósa að gæði og magn fara sjaldnast saman og að fólk í mismunandi fræðigreinum býr við mismunandi birtingarhefðir. Er löglegt að láta laun stjórnast af ómálefnalegum þáttum á þennan hátt? Líklega ekki. Er skynsamlegt að kennsla, stór hluti af starfi þeirra er starfa í háskólum, helsti snertiflötur þeirra við nemendur, hafi lítil sem engin áhrif á launahækkanir á starfsævinni? Svari hver fyrir sig! Nemendur, væntanlega neikvætt. Allir skólar standa nú frammi fyrir gríðarlegum áskorunum þegar kemur að nýjum kynslóðum nemenda og m.a. áhrifum gervigreindar og breyttri félagsfærni að því er virðist. Þriggja ára stúdentspróf virðist vera (illa undirbúin) tilraun sem mistókst. Þessar áskoranir kalla á breytta kennsluhætti í háskólum. En í opinberu háskólunum, eru nánast engir hvatar fyrir einstaklinga að verja tíma í kennslu (það gera þó margir vissulega og taka afleiðingum þess í formi lægri launa og minni lífeyrisréttinda). En, þegar kemur að launum er alltaf betra að setja tímann og orkuna í rannsóknir, frekar en í kennslu. Það er fyrst og fremst umbunað fyrir framlag til rannsókna, en nánast ekkert fyrir framlag til kennslu. Þessu kerfi þarf að breyta og verðandi rektor og ekki síður stjórnvöld, verða að skilja að kerfið vinnur gegnum gæðum háskólastarfs. Hagsmunir nemenda eru skýrir – óbreytt kerfi vinnur gegn gæðum náms þeirra. Þeir ættu að spyrja rektors kandidata út í stefnu þeirra – launasetning er samtal eða samningur milli stjórnvalda, stjórna háskólanna og stéttarfélaga. Gróf mismunun hefur viðgengist á kostnað ákveðinna greina og á kostnað gæða. Verðandi rektor þarf að stíga inn og leiða þetta mál til lykta. Það akademíska starfsfólk sem stendur vörð um kerfið er fyrst og fremst að sinna sérhagmunagæslu á kostnað heildarinnar – hvort sem hún er akademískt starfsfólk eða einfaldlega þeir sem fjármagna háskólanna – þjóðin sjálf. Megi nýr rektor HÍ átta sig á því í hvaða umboði hann situr. Höfundur er prófessor við HÍ.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun