„Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 21. febrúar 2025 15:23 Íris Svava segir líkamlegar breytingar á meðgöngu hafa haft áhrif á andlega liðan hennar. „Á sjálfsástarferðalagi mínu hafði ég lært að elska og samþykkja líkama minn en eftir meðgönguna þekkti ég mig varla þegar ég leit í spegil. Meðgangan tók sinn toll á líkamann minn,“ skrifar Íris Svava Pálmadóttir, þroskaþjálfi og talskona jákvæðrar líkamsímyndar, í einlægri færslu á Instagram-síðu sinni. Íris Svava eignaðist sitt fyrsta barn, Sóldísi Hönnu, þann 3. maí í fyrra. Í færslunni lýsir hún því hvernig líkamlegar breytingar á meðgöngunni höfðu áhrif á hana andlega. „Maginn á mér orðinn allt öðruvísi, slit búin að bætast í safnið og ég er búin að missa mikinn vöðvmassa. En núna, nákvæmlega núna þarf ég á allri sjálfsástinni að halda. Gömul hugsanamynstur hafa hægt og rólega verið að reyna að brjótast upp á yfirborðið en ég ætla ekki að leyfa því að gerast,“ skrifar Íris Svava. Hún segir að líkaminn sé enn að jafna sig og safna styrk níu mánuðum eftir fæðingu dóttur sinnar. „En ég elska hann meira en nokkru sinni fyrr—fyrir allt sem hann hefur gert fyrir mig. Það er engin fyrri útgáfa af mér sem ég þarf að „komast aftur í.“ Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu og ég ætla að kynnast þessari útgáfu af sjálfri mér enn betur, sýna mér mildi og elska mig nákvæmlega eins og ég er. Fyrir mig. Fyrir dóttur mína.“ Færsluna má sjá í heild sinni hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Íris Svava (@irissvava) Hætti að fylgja óskrifuðum reglum samfélagsins Í viðtali við Íris Svövu í Tískutali árið 2023 sagði hún frá því hvernig hún hélt lengi vel að hún þyrfti að fela líkamann sinn með klæðaburði en með aldrinum varð hún óhræddari við fara eigin leiðir og klæðast því sem hún vildi. „Ég keypti föt sem áttu að minnka mig, þá mjög víðar og dökkar flíkur. Samfélagið er með óskrifaðar reglur um hvernig ákveðnar líkamsgerðir eigi að klæða sig og ég vil sýna fram á að það þarf alls ekki að fylgja þessum óskrifuðum reglum.“ „Fyrir nokkrum árum fór mér að vera alveg sama um þessar reglur og fór að klæða mig eins og ég raunverulega vil. Ég varð óhrædd við að sýna líkama minn og fór að klæðast uppháum buxum, magabolum, þröngum og litríkum fötum. Andstæðan við það sem feitum konum er sagt að gera, ég fór að taka pláss í fyrsta skipti en ekki að fela mig á bak við fötin,“ sagði Íris. View this post on Instagram A post shared by Íris Svava (@irissvava) Barnalán Tímamót Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Sjá meira
Íris Svava eignaðist sitt fyrsta barn, Sóldísi Hönnu, þann 3. maí í fyrra. Í færslunni lýsir hún því hvernig líkamlegar breytingar á meðgöngunni höfðu áhrif á hana andlega. „Maginn á mér orðinn allt öðruvísi, slit búin að bætast í safnið og ég er búin að missa mikinn vöðvmassa. En núna, nákvæmlega núna þarf ég á allri sjálfsástinni að halda. Gömul hugsanamynstur hafa hægt og rólega verið að reyna að brjótast upp á yfirborðið en ég ætla ekki að leyfa því að gerast,“ skrifar Íris Svava. Hún segir að líkaminn sé enn að jafna sig og safna styrk níu mánuðum eftir fæðingu dóttur sinnar. „En ég elska hann meira en nokkru sinni fyrr—fyrir allt sem hann hefur gert fyrir mig. Það er engin fyrri útgáfa af mér sem ég þarf að „komast aftur í.“ Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu og ég ætla að kynnast þessari útgáfu af sjálfri mér enn betur, sýna mér mildi og elska mig nákvæmlega eins og ég er. Fyrir mig. Fyrir dóttur mína.“ Færsluna má sjá í heild sinni hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Íris Svava (@irissvava) Hætti að fylgja óskrifuðum reglum samfélagsins Í viðtali við Íris Svövu í Tískutali árið 2023 sagði hún frá því hvernig hún hélt lengi vel að hún þyrfti að fela líkamann sinn með klæðaburði en með aldrinum varð hún óhræddari við fara eigin leiðir og klæðast því sem hún vildi. „Ég keypti föt sem áttu að minnka mig, þá mjög víðar og dökkar flíkur. Samfélagið er með óskrifaðar reglur um hvernig ákveðnar líkamsgerðir eigi að klæða sig og ég vil sýna fram á að það þarf alls ekki að fylgja þessum óskrifuðum reglum.“ „Fyrir nokkrum árum fór mér að vera alveg sama um þessar reglur og fór að klæða mig eins og ég raunverulega vil. Ég varð óhrædd við að sýna líkama minn og fór að klæðast uppháum buxum, magabolum, þröngum og litríkum fötum. Andstæðan við það sem feitum konum er sagt að gera, ég fór að taka pláss í fyrsta skipti en ekki að fela mig á bak við fötin,“ sagði Íris. View this post on Instagram A post shared by Íris Svava (@irissvava)
Barnalán Tímamót Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Sjá meira