Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir og Þórarinn Guðjónsson skrifa 21. febrúar 2025 08:29 Í mars verður nýr rektor Háskóla Íslands kjörinn af starfsfólki og nemendum skólans og ljóst er að við kjósendur í þessum kosningum erum mjög heppin með þá góðu kosti sem í boði eru. Við undirrituð teljum þó að Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild, sé vegna þekkingar sinnar og reynslu fremstur meðal jafningja. Á farsælum starfstíma við Háskóla Íslands hefur Magnús Karl verið öflugur kennari, leiðbeinandi, vísindamaður og stjórnandi, meðal annars sem forseti Læknadeildar. Samhliða þeim störfum hefur hann einnig verið talsmaður háskólans út á við, til dæmis um fjármögnun til háskólasamfélagsins og rannsókna. Hann hefur tekið virkan þátt í samfélagslegri umræðu undanfarna tvo áratugi um aukið vægi og hlutverk háskóla og rannsókna hér á landi, og barist ötullega fyrir eflingu samkeppnissjóða. Einn af helstu hornsteinum hágæða háskóla er framúrskarandi menntun. Vandaðir kennsluhættir eru Magnúsi Karli hugleiknir en hann en hefur endurtekið hlotið viðurkenningu nemenda sinna fyrir kennsluframlag sitt. Sem rektor vill hann beita sér fyrir því að auka enn frekar gæði kennslu við Háskóla Íslands með því að efla vandaða kennsluhætti, auka fjölbreytni í kennslu, umbuna fyrir fyrirmyndar kennsluframlag, líkt og þegar er gert fyrir rannsóknavirkni, og auka sveigjanleika í starfsframlagi milli rannsókna og kennslu. Þetta er hluti af mikilvægri umræðu innan háskólans, sérstaklega fyrir nemendur og þau sem sinna akademísku starfi. Háskólasamfélagið sjálft er annar mikilvægur hornsteinn góðs háskóla en það nærist á samtali og samvinnu nemenda og starfsfólks. Háskólinn verður því að geta boðið upp á góðan vettvang fyrir samveru og samskipti. Við vitum að verði Magnús Karl kjörinn rektor, mun hann leggja aukna áherslu á háskólann sem samverustað þar sem nemendur, kennarar og annað starfsfólk eiga fjölbreytta möguleika á að hittast og ræða saman. Ekkert getur komið í stað virks samtals nemenda og kennara sem auk þess stuðlar að meiri samvinnu nemenda utan hefðbundinna kennslustunda. Nú, þegar blikur eru á lofti vegna síaukins álags og streitu meðal starfsfólks Háskóla Íslands, þarf að gæta sérstaklega að velferð og vellíðan innan háskólasamfélagsins. Við treystum engum betur en Magnúsi Karli til þess að leiða slíkt umbótastarf í þágu okkar allra. Verði Magnús Karl kjörinn rektor Háskóla Íslands má ganga að því sem gefnu að hann miðli því skýrt til almennings og stjórnvalda hvernig Háskólinn getur best gegnt hlutverki sínu á sviði kennslu og rannsókna og hvernig stuðla megi að enn öflugra háskólasamfélagi. Við treystum honum því til að berjast fyrir aukinni fjármögnun til háskólastigsins og að auka sýnileika skólans í íslensku samfélagi og alþjóðlega. Við höfum þekkt og starfað með Magnúsi Karli um árabil og vitum hversu mikinn hag hann ber fyrir framtíð Háskóla Íslands og þekkjum vel hvaða mannkosti hann hefur. Hann er heiðarlegur, réttsýnn og öflugur leiðtogi sem hefur það frumkvæði sem þarf til að leiða Háskóla Íslands inn í nýja tíma. Við styðjum því Magnús Karl í komandi rektorskjöri og hvetjum allt starfsfólk og nemendur háskólans okkar til þess að gera hið sama. Arna Hauksdóttir, prófessor, forstöðumaður Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum, HÍ Þórarinn Guðjónsson, prófessor, deildarforseti Læknadeildar HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Sjá meira
Í mars verður nýr rektor Háskóla Íslands kjörinn af starfsfólki og nemendum skólans og ljóst er að við kjósendur í þessum kosningum erum mjög heppin með þá góðu kosti sem í boði eru. Við undirrituð teljum þó að Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild, sé vegna þekkingar sinnar og reynslu fremstur meðal jafningja. Á farsælum starfstíma við Háskóla Íslands hefur Magnús Karl verið öflugur kennari, leiðbeinandi, vísindamaður og stjórnandi, meðal annars sem forseti Læknadeildar. Samhliða þeim störfum hefur hann einnig verið talsmaður háskólans út á við, til dæmis um fjármögnun til háskólasamfélagsins og rannsókna. Hann hefur tekið virkan þátt í samfélagslegri umræðu undanfarna tvo áratugi um aukið vægi og hlutverk háskóla og rannsókna hér á landi, og barist ötullega fyrir eflingu samkeppnissjóða. Einn af helstu hornsteinum hágæða háskóla er framúrskarandi menntun. Vandaðir kennsluhættir eru Magnúsi Karli hugleiknir en hann en hefur endurtekið hlotið viðurkenningu nemenda sinna fyrir kennsluframlag sitt. Sem rektor vill hann beita sér fyrir því að auka enn frekar gæði kennslu við Háskóla Íslands með því að efla vandaða kennsluhætti, auka fjölbreytni í kennslu, umbuna fyrir fyrirmyndar kennsluframlag, líkt og þegar er gert fyrir rannsóknavirkni, og auka sveigjanleika í starfsframlagi milli rannsókna og kennslu. Þetta er hluti af mikilvægri umræðu innan háskólans, sérstaklega fyrir nemendur og þau sem sinna akademísku starfi. Háskólasamfélagið sjálft er annar mikilvægur hornsteinn góðs háskóla en það nærist á samtali og samvinnu nemenda og starfsfólks. Háskólinn verður því að geta boðið upp á góðan vettvang fyrir samveru og samskipti. Við vitum að verði Magnús Karl kjörinn rektor, mun hann leggja aukna áherslu á háskólann sem samverustað þar sem nemendur, kennarar og annað starfsfólk eiga fjölbreytta möguleika á að hittast og ræða saman. Ekkert getur komið í stað virks samtals nemenda og kennara sem auk þess stuðlar að meiri samvinnu nemenda utan hefðbundinna kennslustunda. Nú, þegar blikur eru á lofti vegna síaukins álags og streitu meðal starfsfólks Háskóla Íslands, þarf að gæta sérstaklega að velferð og vellíðan innan háskólasamfélagsins. Við treystum engum betur en Magnúsi Karli til þess að leiða slíkt umbótastarf í þágu okkar allra. Verði Magnús Karl kjörinn rektor Háskóla Íslands má ganga að því sem gefnu að hann miðli því skýrt til almennings og stjórnvalda hvernig Háskólinn getur best gegnt hlutverki sínu á sviði kennslu og rannsókna og hvernig stuðla megi að enn öflugra háskólasamfélagi. Við treystum honum því til að berjast fyrir aukinni fjármögnun til háskólastigsins og að auka sýnileika skólans í íslensku samfélagi og alþjóðlega. Við höfum þekkt og starfað með Magnúsi Karli um árabil og vitum hversu mikinn hag hann ber fyrir framtíð Háskóla Íslands og þekkjum vel hvaða mannkosti hann hefur. Hann er heiðarlegur, réttsýnn og öflugur leiðtogi sem hefur það frumkvæði sem þarf til að leiða Háskóla Íslands inn í nýja tíma. Við styðjum því Magnús Karl í komandi rektorskjöri og hvetjum allt starfsfólk og nemendur háskólans okkar til þess að gera hið sama. Arna Hauksdóttir, prófessor, forstöðumaður Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum, HÍ Þórarinn Guðjónsson, prófessor, deildarforseti Læknadeildar HÍ
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun