Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. febrúar 2025 22:00 EPA-EFE/KIMMO BRANDT Víkingur er úr leik í Sambandsdeildinni eftir 2-0 tap í seinni leiknum gegn Panathinaikos. Víkingur var með 2-1 forystu eftir fyrri leikinn og hélt þeirri stöðu út fyrri hálfleikinn í kvöld, en gríska liðið setti tvö mörk í seinni hálfleik og tryggði sig áfram í sextán liða úrslit með 3-2 sigri í einvíginu. Tímabili Víkinga er lokið, en nýtt tímabil hefst í næstu viku. Rólegar fyrstu fimmtán Leikurinn fór hægt af stað, Víkingar virkuðu örlítið óstyrkir en hristu það fljótt af sér og færðu sig ofar eftir um fimmtán mínútur. Daníel Hafsteinsson byrjaði báða leikina á miðju Víkinga.EPA-EFE/GEORGIA PANAGOPOULOU Dómarinn rændi Víkinga Þá tók við mjög fjörugur kafli sem byrjaði á því að dómarinn stal algjöru dauðafæri af Valdimari Ingimundarsyni. Hann dæmdi brot fyrir Víkinga í stað þess að leyfa þeim að klára sókn sína. Víkingar græddu aukaspyrnu við hliðarlínuna í staðinn fyrir séns á að skora, með sóknarmann einn gegn markverði. Gjörsamlega galin ákvörðun en áfram hélt leikurinn og Víkingar fengu tvö frábær tækifæri til viðbótar skömmu síðar. Í fyrra skiptið var sendingin á Ara Sigurpálsson frekar slök, og skotið eftir því, í seinna skiptið var Ari óheppinn, eftir að hafa sólað markmanninn renndi varnarmaður sér fyrir skot Ara og bjargaði boltanum á línunni. Markalaust og baulað í hálfleik Panathinaikos skapaði ofboðslega lítið, í mesta lagi hálf færi. Helst reyndu þeir bara að láta sig detta í vítateignum og fiska ódýrt víti eins og í fyrri leiknum, en sem betur fer féll dómarinn ekki fyrir því þó það hafi gerst allavega fjórum sinnum í fyrri hálfleik. Víkingur vörðust með ellefu menn fyrir aftan boltann.EPA-EFE/GEORGIA PANAGOPOULOU Fyrirliðinn Fotis Ioannidis var mættur aftur í byrjunarlið Panathinaikos.Milos Bicanski/Getty Images Víkingar stóðu vörnina vel og tókst að fara í taugarnar á heimamönnum, sem fóru sífellt fastar og fastar í návígin, greinilega pirraðir á markalausri stöðunni. Stuðningsmenn Panathinaikos voru það líka og bauluðu á liðið þegar það gekk til búningsherbergja í hálfleik. Skoruðu stórbrotið mark um miðjan seinni hálfleik Það dró ekki aftur til tíðinda fyrr en um miðjan seinni hálfleik þegar Panathinaikos tókst að skora eiginlega upp úr engu. Varnarmenn Víkings komu sér fyrir skot en tókst ekki að hreinsa og boltinn barst út á vinstri bakvörðinn Filip Mladenovic sem skaut stórkostlegum svifbolta yfir markmann Víkinga og í hornið fjær. Sigurmarkið í uppbótartíma Eftir markið var meira líf yfir leikmönnum Panathinaikos og liðið sóttist stíft eftir sigurmarki einvígisins. Það datt inn í uppbótartíma, með hreint grátlegum hætti fyrir Víkinga. Panathinaikos skapaði sér færi með sendingu yfir vörnina, Ingvar varði vel, en boltinn barst aftur út í teiginn og Tete skaut honum í netið. 2-0 varð því niðurstaða leiksins, 3-2 sigur Panathinaikos niðurstaðan í einvíginu. Brasilíumaðurinn Tete fylgdi eftir og skoraði seinna mark Panathinaikos.EPA-EFE/GEORGIA PANAGOPOULOU Tímabilinu loks lokið en nýtt hefst núna Víkingur er nú úr leik í Sambandsdeildinni og hefur þar með lokið keppnistímabili sínu, sem hófst þann fyrsta apríl 2024. Nýtt tímabil tekur strax við, Víkingur er ekki í Lengjubikarnum en ætlar að spila æfingaleik gegn FH eftir viku. Eftir það fer liðið í æfingaferð og spilar síðan úrslitaleik í Bose-mótinu áður en Íslandsmótið hefst þann 5. apríl. Sölvi Geir svekktur eftir seinna markið.EPA-EFE/GEORGIA PANAGOPOULOU Viðtöl Helgi Guðjóns: Vörðumst vel en markið var svolítið kjaftshögg Helgi hleypur á eftir markaskoraranum Filip Mladenovic.Milos Bicanski/Getty Images „Við erum bara að reyna að ná þessu inn held ég. Menn gáfu gjörsamlega allt í þetta, hjarta og sál. Við erum bara að reyna að ná andanum,“ sagði Helgi Guðjónsson fljótlega eftir leik. Hann var sammála því að tapið væri sérlega svekkjandi því Víkingur virtist vera með Panathinaikos akkúrat þar sem þeir vildu hafa þá, alveg þar til markið kom. „Algjörlega. Mér fannst við verjast virkilega vel, þó þeir hafi auðvitað legið mikið á okkur náðum við að loka á flestar þeirra aðgerðir. En fyrsta markið er svolítið kjaftshögg, gefur þeim kraft og slær okkur niður. Magnað skot, nær einhvern veginn að dinka honum þarna í fjær, og svo setja þeir þetta þarna í lokin. Mjög svekkjandi.“ „Við ætluðum að fara áfram, það er alveg á hreinu. Nú förum við heim á morgun og fáum helgarfrí. Maður er ekkert kominn lengra en bara að ferðast heim á morgun,“ sagði Helgi að lokum. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík
Víkingur er úr leik í Sambandsdeildinni eftir 2-0 tap í seinni leiknum gegn Panathinaikos. Víkingur var með 2-1 forystu eftir fyrri leikinn og hélt þeirri stöðu út fyrri hálfleikinn í kvöld, en gríska liðið setti tvö mörk í seinni hálfleik og tryggði sig áfram í sextán liða úrslit með 3-2 sigri í einvíginu. Tímabili Víkinga er lokið, en nýtt tímabil hefst í næstu viku. Rólegar fyrstu fimmtán Leikurinn fór hægt af stað, Víkingar virkuðu örlítið óstyrkir en hristu það fljótt af sér og færðu sig ofar eftir um fimmtán mínútur. Daníel Hafsteinsson byrjaði báða leikina á miðju Víkinga.EPA-EFE/GEORGIA PANAGOPOULOU Dómarinn rændi Víkinga Þá tók við mjög fjörugur kafli sem byrjaði á því að dómarinn stal algjöru dauðafæri af Valdimari Ingimundarsyni. Hann dæmdi brot fyrir Víkinga í stað þess að leyfa þeim að klára sókn sína. Víkingar græddu aukaspyrnu við hliðarlínuna í staðinn fyrir séns á að skora, með sóknarmann einn gegn markverði. Gjörsamlega galin ákvörðun en áfram hélt leikurinn og Víkingar fengu tvö frábær tækifæri til viðbótar skömmu síðar. Í fyrra skiptið var sendingin á Ara Sigurpálsson frekar slök, og skotið eftir því, í seinna skiptið var Ari óheppinn, eftir að hafa sólað markmanninn renndi varnarmaður sér fyrir skot Ara og bjargaði boltanum á línunni. Markalaust og baulað í hálfleik Panathinaikos skapaði ofboðslega lítið, í mesta lagi hálf færi. Helst reyndu þeir bara að láta sig detta í vítateignum og fiska ódýrt víti eins og í fyrri leiknum, en sem betur fer féll dómarinn ekki fyrir því þó það hafi gerst allavega fjórum sinnum í fyrri hálfleik. Víkingur vörðust með ellefu menn fyrir aftan boltann.EPA-EFE/GEORGIA PANAGOPOULOU Fyrirliðinn Fotis Ioannidis var mættur aftur í byrjunarlið Panathinaikos.Milos Bicanski/Getty Images Víkingar stóðu vörnina vel og tókst að fara í taugarnar á heimamönnum, sem fóru sífellt fastar og fastar í návígin, greinilega pirraðir á markalausri stöðunni. Stuðningsmenn Panathinaikos voru það líka og bauluðu á liðið þegar það gekk til búningsherbergja í hálfleik. Skoruðu stórbrotið mark um miðjan seinni hálfleik Það dró ekki aftur til tíðinda fyrr en um miðjan seinni hálfleik þegar Panathinaikos tókst að skora eiginlega upp úr engu. Varnarmenn Víkings komu sér fyrir skot en tókst ekki að hreinsa og boltinn barst út á vinstri bakvörðinn Filip Mladenovic sem skaut stórkostlegum svifbolta yfir markmann Víkinga og í hornið fjær. Sigurmarkið í uppbótartíma Eftir markið var meira líf yfir leikmönnum Panathinaikos og liðið sóttist stíft eftir sigurmarki einvígisins. Það datt inn í uppbótartíma, með hreint grátlegum hætti fyrir Víkinga. Panathinaikos skapaði sér færi með sendingu yfir vörnina, Ingvar varði vel, en boltinn barst aftur út í teiginn og Tete skaut honum í netið. 2-0 varð því niðurstaða leiksins, 3-2 sigur Panathinaikos niðurstaðan í einvíginu. Brasilíumaðurinn Tete fylgdi eftir og skoraði seinna mark Panathinaikos.EPA-EFE/GEORGIA PANAGOPOULOU Tímabilinu loks lokið en nýtt hefst núna Víkingur er nú úr leik í Sambandsdeildinni og hefur þar með lokið keppnistímabili sínu, sem hófst þann fyrsta apríl 2024. Nýtt tímabil tekur strax við, Víkingur er ekki í Lengjubikarnum en ætlar að spila æfingaleik gegn FH eftir viku. Eftir það fer liðið í æfingaferð og spilar síðan úrslitaleik í Bose-mótinu áður en Íslandsmótið hefst þann 5. apríl. Sölvi Geir svekktur eftir seinna markið.EPA-EFE/GEORGIA PANAGOPOULOU Viðtöl Helgi Guðjóns: Vörðumst vel en markið var svolítið kjaftshögg Helgi hleypur á eftir markaskoraranum Filip Mladenovic.Milos Bicanski/Getty Images „Við erum bara að reyna að ná þessu inn held ég. Menn gáfu gjörsamlega allt í þetta, hjarta og sál. Við erum bara að reyna að ná andanum,“ sagði Helgi Guðjónsson fljótlega eftir leik. Hann var sammála því að tapið væri sérlega svekkjandi því Víkingur virtist vera með Panathinaikos akkúrat þar sem þeir vildu hafa þá, alveg þar til markið kom. „Algjörlega. Mér fannst við verjast virkilega vel, þó þeir hafi auðvitað legið mikið á okkur náðum við að loka á flestar þeirra aðgerðir. En fyrsta markið er svolítið kjaftshögg, gefur þeim kraft og slær okkur niður. Magnað skot, nær einhvern veginn að dinka honum þarna í fjær, og svo setja þeir þetta þarna í lokin. Mjög svekkjandi.“ „Við ætluðum að fara áfram, það er alveg á hreinu. Nú förum við heim á morgun og fáum helgarfrí. Maður er ekkert kominn lengra en bara að ferðast heim á morgun,“ sagði Helgi að lokum.