Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar 22. febrúar 2025 07:01 Varasjóður VR hefur verið nokkuð til umræðu núna í kosningabaráttunni til formanns og stjórnar í félaginu. Í þeirri umræðu er gott að byrja á að átta sig á því hvernig fyrirkomulagið er í dag. Samkvæmt kjarasamningum leggja atvinnurekendur 1% af launum launamanns í sjúkrasjóð félagsins og sjá einnig um innheimtu í félagssjóð og orlofsjóð. Í VR er hluti af framlagi í orlofssjóð og sjúkrasjóð lagt í sérstakan varasjóð sem er séreign hvers félagsmanns og er inneign í sjóðnum því í hlutfalli við laun viðkomandi. Inneign í varasjóð geta félagsmenn nýtt til að greiða t.d. fyrir orlofsþjónustu, líkamsrækt – og búnað, læknisþjónustu, sálfræðiþjónustu, tannlækningar og gleraugu svo eitthvað sé nefnt. Úr varasjóðnum eru því greiddir þeir heilbrigðistengdu styrkir sem í flestum öðrum stéttarfélögum eru greiddir úr sjúkrasjóði. Auk varasjóðsins á félagsfólk svo réttindi í sjúkrasjóði sem tryggir afkomu þegar slys eða veikindi ber að höndum og veikindaréttur hjá atvinnurekenda er tæmdur. Nokkuð hefur verið rætt um það nú í aðdraganda kosninga hvort þetta tvískipta fyrirkomulag í VR sé heppilegt eða hvort taka eigi upp sambærilegar reglur og í öðrum félögum þar sem styrkjum til heilbrigðistengdra þátta er úthlutað úr sameiginlegum sjúkrasjóði byggt á ávinnslu. Það er rétt sem fram kemur í umræðunni að slíkt kerfi getur falið í sér meiri jöfnuð og hærri styrki til tiltekins hóps félagsmanna, en á sama tíma eru líkur til þess að þá þyrfti að afmarka styrki í meira mæli en nú er. Staðreyndin er eftir sem áður sú að úthlutunarreglur og skipulag sjóða breyta engu um þá heildarfjárhæð sem til skiptanna er og umræðan um varasjóðinn er því í reynd umræða um hversu víðtæk samtrygging félagsfólks á að vera og hversu langt á að ganga í að sérgreina réttindi einstaklinga til styrkja. Þetta er umræða sem fara þarf fram með félagsfólki VR. Við þurfum að tala af ábyrgð um fjármuni félagsmanna og hvernig þeim er varið án þess að setja fram innihaldslítil gylliboð. Við eigum líka að ræða hlutverk sjóðanna í stærra samhengi og hvernig ríki, sveitarfélög og atvinnurekendur eru gjörn á að koma verkefnum sem eiga að vera á samfélagslegum grunni yfir á sjóði launafólks sem í grunninn eru stofnaðir til að tryggja afkomu félagsmanna í veikindum og slysum. Stuðningur sjóðanna við að standa straum af kostnaði við sjálfsagða heilbrigðisþjónustu og hjálpartæki á borð við gleraugu og heyrnatæki, er birtingarmynd þess að víða er pottur brotinn í aðgangi að sjálfsagðri velferðarþjónustu í landinu sem verkalýðshreyfingin hefur í gegnum sjóði sína reynt að bæta úr. Ræðum málefnalega um fyrirkomulagið hjá okkur í VR en gleymum því ekki að standa saman í því að sækja á stjórnvöld um að þau sinni þeim verkefnum sem þeim ber. Fyrir því mun ég berjast sem formaður VR. Höfundur er viðskiptafræðingur og býður sig fram til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Flosi Eiríksson Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Varasjóður VR hefur verið nokkuð til umræðu núna í kosningabaráttunni til formanns og stjórnar í félaginu. Í þeirri umræðu er gott að byrja á að átta sig á því hvernig fyrirkomulagið er í dag. Samkvæmt kjarasamningum leggja atvinnurekendur 1% af launum launamanns í sjúkrasjóð félagsins og sjá einnig um innheimtu í félagssjóð og orlofsjóð. Í VR er hluti af framlagi í orlofssjóð og sjúkrasjóð lagt í sérstakan varasjóð sem er séreign hvers félagsmanns og er inneign í sjóðnum því í hlutfalli við laun viðkomandi. Inneign í varasjóð geta félagsmenn nýtt til að greiða t.d. fyrir orlofsþjónustu, líkamsrækt – og búnað, læknisþjónustu, sálfræðiþjónustu, tannlækningar og gleraugu svo eitthvað sé nefnt. Úr varasjóðnum eru því greiddir þeir heilbrigðistengdu styrkir sem í flestum öðrum stéttarfélögum eru greiddir úr sjúkrasjóði. Auk varasjóðsins á félagsfólk svo réttindi í sjúkrasjóði sem tryggir afkomu þegar slys eða veikindi ber að höndum og veikindaréttur hjá atvinnurekenda er tæmdur. Nokkuð hefur verið rætt um það nú í aðdraganda kosninga hvort þetta tvískipta fyrirkomulag í VR sé heppilegt eða hvort taka eigi upp sambærilegar reglur og í öðrum félögum þar sem styrkjum til heilbrigðistengdra þátta er úthlutað úr sameiginlegum sjúkrasjóði byggt á ávinnslu. Það er rétt sem fram kemur í umræðunni að slíkt kerfi getur falið í sér meiri jöfnuð og hærri styrki til tiltekins hóps félagsmanna, en á sama tíma eru líkur til þess að þá þyrfti að afmarka styrki í meira mæli en nú er. Staðreyndin er eftir sem áður sú að úthlutunarreglur og skipulag sjóða breyta engu um þá heildarfjárhæð sem til skiptanna er og umræðan um varasjóðinn er því í reynd umræða um hversu víðtæk samtrygging félagsfólks á að vera og hversu langt á að ganga í að sérgreina réttindi einstaklinga til styrkja. Þetta er umræða sem fara þarf fram með félagsfólki VR. Við þurfum að tala af ábyrgð um fjármuni félagsmanna og hvernig þeim er varið án þess að setja fram innihaldslítil gylliboð. Við eigum líka að ræða hlutverk sjóðanna í stærra samhengi og hvernig ríki, sveitarfélög og atvinnurekendur eru gjörn á að koma verkefnum sem eiga að vera á samfélagslegum grunni yfir á sjóði launafólks sem í grunninn eru stofnaðir til að tryggja afkomu félagsmanna í veikindum og slysum. Stuðningur sjóðanna við að standa straum af kostnaði við sjálfsagða heilbrigðisþjónustu og hjálpartæki á borð við gleraugu og heyrnatæki, er birtingarmynd þess að víða er pottur brotinn í aðgangi að sjálfsagðri velferðarþjónustu í landinu sem verkalýðshreyfingin hefur í gegnum sjóði sína reynt að bæta úr. Ræðum málefnalega um fyrirkomulagið hjá okkur í VR en gleymum því ekki að standa saman í því að sækja á stjórnvöld um að þau sinni þeim verkefnum sem þeim ber. Fyrir því mun ég berjast sem formaður VR. Höfundur er viðskiptafræðingur og býður sig fram til formanns VR.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun