„Það tala allir um toppliðin þrjú og við höfum ekki verið í þeirri umræðu“ Andri Már Eggertsson skrifar 19. febrúar 2025 22:44 Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, einbeittur á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Pawel Cieslikiewicz Njarðvík vann nokkuð öruggan sigur gegn Þór Akueryri 94-80. Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar ánægður með sigurinn og að hans mati stimplaði liðið sig inn í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. „Það var orka og vilji í liðinu. Ég sagði við stelpurnar í hálfleik að leikplanið skipti engu máli þetta var bara orkan sem skipti máli. Stelpurnar voru búnar að undirbúa sig vel og við vorum búnar að tala um að þetta væri besta sóknarliðið það sem af er tímabils og við þurftum að vera tilbúnar varnarlega og þær voru það í fyrri hálfleik. Við settum gríðarlegan kraft í þennan leik og þetta var góður sigur,“ sagði Einar Árni ánægður með sigurinn. Fyrir leik voru liðin jöfn að stigum í öðru og þriðja sæti. Annað sætið var undir þar sem þetta var síðasti leikurinn áður en deildin skiptist í efri og neðri hluta. Einar hrósaði karakternum í liðinu þar sem það var mikið undir. „Það hefði verið auðvelt að koma í þennan leik og vera lítill í sér. Mér fannst þær mæta frá fyrstu sekúndu og gera hlutina af krafti. Hrós á Þór sem kom til baka enda frábært lið sem hafði unnið tíu leiki í röð áður en þær töpuðu gegn Stjörnunni síðustu helgi. Mér fannst heildarbragurinn á okkar leik virkilega góður. Ég var búinn að tala um það alla vikuna að sigur væri ekki bara annað sæti heldur þýddi það líka að við værum að fá Þór og Keflavík á heimavelli og við ætlum að láta það telja.“ Njarðvíku hefur verið á miklu flugi og unnið fimm leiki í röð. Aðspurður út í það hvort Njarðvíkingar gætu farið alla leið og orðið Íslandsmeistarar vildi Einar ekki neita því. „Ég myndi aldrei segja nei við því. Við höfum ekki verið í þeirri umræðu og það tala allir um toppliðin þrjú og við höfum ekki verið í þeirri umræðu sem er allt í lagi. Við höfum margt að sanna og við ætlum að standa okkur núna í fimm liða toppbaráttuslag og koma okkur í gott sæti í úrslitakeppninni og þá tekur við ný keppni og við ætlum ekki að fara of hátt upp. Það er veisla framundan þar sem við erum að fara að spila við efstu fjögur liðin í kringum okkur, við erum að fara í undanúrslit í bikarnum og við erum að fara í úrslitakeppnina. Vorið er komið,“ sagði Einar Árni að lokum. UMF Njarðvík Bónus-deild kvenna Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sjá meira
„Það var orka og vilji í liðinu. Ég sagði við stelpurnar í hálfleik að leikplanið skipti engu máli þetta var bara orkan sem skipti máli. Stelpurnar voru búnar að undirbúa sig vel og við vorum búnar að tala um að þetta væri besta sóknarliðið það sem af er tímabils og við þurftum að vera tilbúnar varnarlega og þær voru það í fyrri hálfleik. Við settum gríðarlegan kraft í þennan leik og þetta var góður sigur,“ sagði Einar Árni ánægður með sigurinn. Fyrir leik voru liðin jöfn að stigum í öðru og þriðja sæti. Annað sætið var undir þar sem þetta var síðasti leikurinn áður en deildin skiptist í efri og neðri hluta. Einar hrósaði karakternum í liðinu þar sem það var mikið undir. „Það hefði verið auðvelt að koma í þennan leik og vera lítill í sér. Mér fannst þær mæta frá fyrstu sekúndu og gera hlutina af krafti. Hrós á Þór sem kom til baka enda frábært lið sem hafði unnið tíu leiki í röð áður en þær töpuðu gegn Stjörnunni síðustu helgi. Mér fannst heildarbragurinn á okkar leik virkilega góður. Ég var búinn að tala um það alla vikuna að sigur væri ekki bara annað sæti heldur þýddi það líka að við værum að fá Þór og Keflavík á heimavelli og við ætlum að láta það telja.“ Njarðvíku hefur verið á miklu flugi og unnið fimm leiki í röð. Aðspurður út í það hvort Njarðvíkingar gætu farið alla leið og orðið Íslandsmeistarar vildi Einar ekki neita því. „Ég myndi aldrei segja nei við því. Við höfum ekki verið í þeirri umræðu og það tala allir um toppliðin þrjú og við höfum ekki verið í þeirri umræðu sem er allt í lagi. Við höfum margt að sanna og við ætlum að standa okkur núna í fimm liða toppbaráttuslag og koma okkur í gott sæti í úrslitakeppninni og þá tekur við ný keppni og við ætlum ekki að fara of hátt upp. Það er veisla framundan þar sem við erum að fara að spila við efstu fjögur liðin í kringum okkur, við erum að fara í undanúrslit í bikarnum og við erum að fara í úrslitakeppnina. Vorið er komið,“ sagði Einar Árni að lokum.
UMF Njarðvík Bónus-deild kvenna Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sjá meira