Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar 19. febrúar 2025 18:03 Nú stendur yfir rektorskjör við HÍ. Átta frábærir einstaklingar gefa kost á sér til að stýra þessari lykilstofnun sem hefur mótað og mun móta íslenskt samfélag. Bæði menntar HÍ stóran hluta háskólamenntaðs fólks, en ekki síður eru þar stundaðar fjölbreyttar rannsóknir og mikilvæg fræðastörf. Við lifum í breytilegum heimi og fátt undirbýr okkur betur fyrir framtíðina en gæðaháskóli. Okkur - bæði sem einstaklinga og sem þjóð. Til þess þarf þó fyrst og fremst eðlilega fjármögnun – til að tryggja gæði starfsins og til að þjálfa upp nýjar kynslóðir. Rektorskandídatar skilja flestir að fjármögnun HÍ og rannsókna almennt er langt undir því sem eðlilegt getur talist. Þeir hafa því margir það á stefnuskrá sinni að auka þá fjármögnun og vonandi gengur það eftir. En, fleira þarf að lagfæra innan opinbera háskólakerfisins, sem sumt kostar pólitískt þor og jafnvel samstöðu meðal akademísks starfsfólks. Frumkvæðið að því þarf að koma víða að og verðandi rektor og stjórnvöld þurfa að tryggja að sérhagsmunagæsla og tregðulögmál komi ekki í veg fyrir nauðsynlegar breytingar. Tryggja þarf gæði og efla háskólanna. Og nú verða sagðar fréttir. Akademískt starfsfólk opinberu háskólanna skiptist í fjögur stéttarfélög að mestu eftir landfræðilegri staðsetningu og/eða starfstitli. En um sama starf er að ræða og nánast samið um það sama í kjarasamningum! Munur er vissulega smávægilegur á starfskyldum lektora/dósenta og prófessora t.d. hlutfallslega í kennsluskyldu og stjórnunarskyldu en starfið er hið sama – kennsla og rannsóknir. Og lektorar verða að dósentum og dósentar oft að prófessorum með framgangi. Ástæðan fyrir því að akademískt starfsfólk er sundrað í mörgum félögum er fyrst og fremst söguleg og tími er kominn til að sameina allt akademískt starfsfólk opinberu háskólanna í eitt félag. Það verður sjálft að hafa frumkvæði að því – kannanir hafa sýnt að meirihluti þess vill sameinast. Það tryggir betri samningsstöðu og bætt kjör. Til lengri tíma tryggir það heilbrigða akademíu, grunnforsendu gæða í háskólastarfi. Það eru líka hagsmunir nemenda og annars starfsfólks skólanna (sem sumt deilir nú fleti með akademísku starfsfólki í stéttarfélögum). Rektor HÍ getur ekki sameinað stéttarfélög, en getur hvatt og stutt akademískt starfsfólk í því að sameinast í eitt félag. Það verður mikið heillaskref fyrir allt starf á háskólastigi á Íslandi. Höfundur er prófessor við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Stéttarfélög Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir rektorskjör við HÍ. Átta frábærir einstaklingar gefa kost á sér til að stýra þessari lykilstofnun sem hefur mótað og mun móta íslenskt samfélag. Bæði menntar HÍ stóran hluta háskólamenntaðs fólks, en ekki síður eru þar stundaðar fjölbreyttar rannsóknir og mikilvæg fræðastörf. Við lifum í breytilegum heimi og fátt undirbýr okkur betur fyrir framtíðina en gæðaháskóli. Okkur - bæði sem einstaklinga og sem þjóð. Til þess þarf þó fyrst og fremst eðlilega fjármögnun – til að tryggja gæði starfsins og til að þjálfa upp nýjar kynslóðir. Rektorskandídatar skilja flestir að fjármögnun HÍ og rannsókna almennt er langt undir því sem eðlilegt getur talist. Þeir hafa því margir það á stefnuskrá sinni að auka þá fjármögnun og vonandi gengur það eftir. En, fleira þarf að lagfæra innan opinbera háskólakerfisins, sem sumt kostar pólitískt þor og jafnvel samstöðu meðal akademísks starfsfólks. Frumkvæðið að því þarf að koma víða að og verðandi rektor og stjórnvöld þurfa að tryggja að sérhagsmunagæsla og tregðulögmál komi ekki í veg fyrir nauðsynlegar breytingar. Tryggja þarf gæði og efla háskólanna. Og nú verða sagðar fréttir. Akademískt starfsfólk opinberu háskólanna skiptist í fjögur stéttarfélög að mestu eftir landfræðilegri staðsetningu og/eða starfstitli. En um sama starf er að ræða og nánast samið um það sama í kjarasamningum! Munur er vissulega smávægilegur á starfskyldum lektora/dósenta og prófessora t.d. hlutfallslega í kennsluskyldu og stjórnunarskyldu en starfið er hið sama – kennsla og rannsóknir. Og lektorar verða að dósentum og dósentar oft að prófessorum með framgangi. Ástæðan fyrir því að akademískt starfsfólk er sundrað í mörgum félögum er fyrst og fremst söguleg og tími er kominn til að sameina allt akademískt starfsfólk opinberu háskólanna í eitt félag. Það verður sjálft að hafa frumkvæði að því – kannanir hafa sýnt að meirihluti þess vill sameinast. Það tryggir betri samningsstöðu og bætt kjör. Til lengri tíma tryggir það heilbrigða akademíu, grunnforsendu gæða í háskólastarfi. Það eru líka hagsmunir nemenda og annars starfsfólks skólanna (sem sumt deilir nú fleti með akademísku starfsfólki í stéttarfélögum). Rektor HÍ getur ekki sameinað stéttarfélög, en getur hvatt og stutt akademískt starfsfólk í því að sameinast í eitt félag. Það verður mikið heillaskref fyrir allt starf á háskólastigi á Íslandi. Höfundur er prófessor við HÍ.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun