Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Aron Guðmundsson skrifar 19. febrúar 2025 15:03 Svo virðist sem að Arnór Sigurðsson sé að ganga í raðir Malmö í Svíþjóð. Getty/Gary Oakley Það bendir allt til þess að Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson verði bráðlega kynntur sem nýr leikmaður Malmö í Svíþjóð. Sænskir miðlar greina frá því í dag að hann fái því sem nemur rétt tæpum 160 milljónum íslenskra króna fyrir það eitt að skrifa undir samning við félagið. Vitað er að mörg sænsk félög hafa áhuga á því að fá Arnór í sínar raðir en samningi Skagamannsins við enska B-deildar liðið Blackburn Rovers var rift eftir að forráðamenn þess ákváðu að skrá Arnór ekki í hóp sinn fyrir seinni hluta tímabilsins eftir að félagsskiptaglugganum í Englandi var lokað. Í samtali við Vísi sagði Arnór að félagið hefði sett sig í skítastöðu en nú virðist sem svo að hann sé búinn að finna næsta viðkomustað á sínum ferli og það hjá sænsku meisturunum í Malmö. Sænski miðillinn Fotbolldirekt greinir frá því í dag að Arnór sé búinn að samþykkja þriggja ára samning við Malmö. Mánaðarlaun hans nemi um 200 þúsund sænskum krónum á mánuði, það jafngildir um 2,6 milljónum íslenskra króna. Það er hins vegar undirskriftarbónus í samningnum sem vekur athygli ytra. Samkvæmt heimildum Fotbolldirekt mun Arnór fá tólf milljónir sænskra króna í bonus fyrir það eitt að krota undir samning við Malmö. Sú upphæð jafngildir rétt undir 160 milljónum íslenskra króna. Fleiri sænskir miðlar greina frá þessu og vitna í Fotbolldirekt. Arnór hefur lítið spilað á yfirstandandi tímabili með Blackburn Rovers vegna veikinda og meiðsla en nú styttist óðum í að hann geti stigið aftur inn á völlinn. Malmö hafði mikla yfirburði í sænsku úrvalsdeildinni í fyrra og vann hana með ellefu stiga forskoti. Fyrsti leikur liðsins á komandi tímabili í sænsku úrvalsdeildinni er gegn Djurgarden þann 29.mars næstkomandi en áður en að því kemur á liðið leiki í Svenska Cupen. Arnór þekkir vel til í Svíþjóð eftir dvöl hjá Norrköping, fyrst árið 2017-2018 og svo árið 2022-2023. Alls á hann að baki 46 leiki í sænsku úrvalsdeildinni, í þeim leikjum skoraði hann 14 mörk og gaf átta stoðsendingar. Sænski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Sjá meira
Vitað er að mörg sænsk félög hafa áhuga á því að fá Arnór í sínar raðir en samningi Skagamannsins við enska B-deildar liðið Blackburn Rovers var rift eftir að forráðamenn þess ákváðu að skrá Arnór ekki í hóp sinn fyrir seinni hluta tímabilsins eftir að félagsskiptaglugganum í Englandi var lokað. Í samtali við Vísi sagði Arnór að félagið hefði sett sig í skítastöðu en nú virðist sem svo að hann sé búinn að finna næsta viðkomustað á sínum ferli og það hjá sænsku meisturunum í Malmö. Sænski miðillinn Fotbolldirekt greinir frá því í dag að Arnór sé búinn að samþykkja þriggja ára samning við Malmö. Mánaðarlaun hans nemi um 200 þúsund sænskum krónum á mánuði, það jafngildir um 2,6 milljónum íslenskra króna. Það er hins vegar undirskriftarbónus í samningnum sem vekur athygli ytra. Samkvæmt heimildum Fotbolldirekt mun Arnór fá tólf milljónir sænskra króna í bonus fyrir það eitt að krota undir samning við Malmö. Sú upphæð jafngildir rétt undir 160 milljónum íslenskra króna. Fleiri sænskir miðlar greina frá þessu og vitna í Fotbolldirekt. Arnór hefur lítið spilað á yfirstandandi tímabili með Blackburn Rovers vegna veikinda og meiðsla en nú styttist óðum í að hann geti stigið aftur inn á völlinn. Malmö hafði mikla yfirburði í sænsku úrvalsdeildinni í fyrra og vann hana með ellefu stiga forskoti. Fyrsti leikur liðsins á komandi tímabili í sænsku úrvalsdeildinni er gegn Djurgarden þann 29.mars næstkomandi en áður en að því kemur á liðið leiki í Svenska Cupen. Arnór þekkir vel til í Svíþjóð eftir dvöl hjá Norrköping, fyrst árið 2017-2018 og svo árið 2022-2023. Alls á hann að baki 46 leiki í sænsku úrvalsdeildinni, í þeim leikjum skoraði hann 14 mörk og gaf átta stoðsendingar.
Sænski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Sjá meira