Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2025 09:32 Síðustu landsleikir Alberts voru fyrir ári síðan, í umspili um sæti á EM 2024. Getty/Rafal Oleksiewicz Útlit er fyrir að Albert Guðmundsson gæti misst af fyrstu leikjum Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar, í umspilinu við Kósovó í Þjóðadeildinni í fótbolta í næsta mánuði, vegna beinbrots. Hann á ekki heldur möguleika á að mæta Víkingum í Sambandsdeildinni. Þetta má lesa úr ítölskum miðlum sem segja að Albert verði frá keppni í langan tíma, eða að minnsta kosti mánuð samkvæmt La Gazzetta dello Sport. Myndataka leiddi í ljós brotið bein á mjaðmarsvæði og samkvæmt tilkynningu Fiorentina, félags Alberts, verður staðan á honum metin betur á næstu dögum. Albert kom inn á sem varamaður í leiknum gegn Como á sunnudaginn en varð svo að fara meiddur af velli í þeim leik. Fiorentina á eftir fjóra leiki í ítölsku A-deildinni fram að landsleikjahléinu sem tekur við eftir tæpan mánuð. Albert missir af þessum leikjum hið minnsta og einnig af 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu, þar sem Víkingar gætu mögulega orðið andstæðingur Fiorentina. Tveir landsleikir síðan í júní 2023 Það á svo eftir að skýrast betur en virðist að minnsta kosti ólíklegt að Albert nái umspilsleikjunum við Kósovó sem fara fram 20. og 23. mars. Albert, sem hefur skorað 10 mörk í 37 landsleikjum, hefur aðeins spilað tvo A-landsleiki frá því í júní 2023. Hann mátti ekki spila fyrir landsliðið á meðan að beðið var niðurstöðu vegna ákæru um kynferðisbrot en er núna gjaldgengur eftir að hann var sýknaður í október síðastliðnum. Dómnum var áfrýjað en samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ er Albert gjaldgengur í landsliðið vegna niðurstöðu héraðsdóms. Albert hefði því getað spilað gegn Wales og Tyrklandi í október en þá var dómur í máli hans nýfallinn og gaf Åge Hareide, þáverandi landsliðsþjálfari, Alberti frí frá þeim leikjum. Albert meiddist svo og missti af leikjunum við Svartfjallaland og Wales í nóvember sem eru nýlegustu leikir landsliðsins. Vegna ítrekaðra meiðsla hefur Albert aðeins náð að spila fjórtán af 25 leikjum í ítölsku A-deildinni á þessari leiktíð, þar af níu í byrjunarliði, og hann hefur skorað í þeim fjögur mörk. Ítalski boltinn Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Sjá meira
Þetta má lesa úr ítölskum miðlum sem segja að Albert verði frá keppni í langan tíma, eða að minnsta kosti mánuð samkvæmt La Gazzetta dello Sport. Myndataka leiddi í ljós brotið bein á mjaðmarsvæði og samkvæmt tilkynningu Fiorentina, félags Alberts, verður staðan á honum metin betur á næstu dögum. Albert kom inn á sem varamaður í leiknum gegn Como á sunnudaginn en varð svo að fara meiddur af velli í þeim leik. Fiorentina á eftir fjóra leiki í ítölsku A-deildinni fram að landsleikjahléinu sem tekur við eftir tæpan mánuð. Albert missir af þessum leikjum hið minnsta og einnig af 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu, þar sem Víkingar gætu mögulega orðið andstæðingur Fiorentina. Tveir landsleikir síðan í júní 2023 Það á svo eftir að skýrast betur en virðist að minnsta kosti ólíklegt að Albert nái umspilsleikjunum við Kósovó sem fara fram 20. og 23. mars. Albert, sem hefur skorað 10 mörk í 37 landsleikjum, hefur aðeins spilað tvo A-landsleiki frá því í júní 2023. Hann mátti ekki spila fyrir landsliðið á meðan að beðið var niðurstöðu vegna ákæru um kynferðisbrot en er núna gjaldgengur eftir að hann var sýknaður í október síðastliðnum. Dómnum var áfrýjað en samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ er Albert gjaldgengur í landsliðið vegna niðurstöðu héraðsdóms. Albert hefði því getað spilað gegn Wales og Tyrklandi í október en þá var dómur í máli hans nýfallinn og gaf Åge Hareide, þáverandi landsliðsþjálfari, Alberti frí frá þeim leikjum. Albert meiddist svo og missti af leikjunum við Svartfjallaland og Wales í nóvember sem eru nýlegustu leikir landsliðsins. Vegna ítrekaðra meiðsla hefur Albert aðeins náð að spila fjórtán af 25 leikjum í ítölsku A-deildinni á þessari leiktíð, þar af níu í byrjunarliði, og hann hefur skorað í þeim fjögur mörk.
Ítalski boltinn Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Sjá meira