Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. febrúar 2025 16:47 Jón Gnarr þingmaður Viðreisnar segist hafa fengið ávítur frá Bryndísi Haladsdóttur þingmanni SJálfstæðisflokksins vegna klæðaburðar í gær. Hún segist þó einungis hafa veitt Sigmari Guðmundssyni þingflokksformanni kurteisislegar ábendingar. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr þingmaður Viðreisnar virðist ekki hafa sagt endanlega skilið við grínið þrátt fyrir að hafa tekið sæti á Alþingi. Hann gantaðist með atvik gærdagsins í pontu í dag eftir að hafa fengið skammir í hattinn fyrir að klæðast gallabuxum á þingfundi gærdagsins. Jón tjáði sig um atburði gærdagsins í samfélagsmiðlafærslu í gær, þar sem hann sagðist hafa fengið kvartanir yfir því að hann væri í gallabuxum. Þá sagðist hann hafa reynt að tileinka sér snyrtimennsku í klæðaburði síðan hann sór drengskaparheitin en að honum leiðist afskaplega snobb og tilgerð og því hafi það reynst hægar sagt en gert. „Kannski ég mæti einn daginn í Obi Wan Kenobi búningnum mínum? Hann er mjög snyrtilegur og líka töff og er þar að auki Íslenskt handverk,“ sagði í færslunni. Sjá einnig: Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Samfélagsmiðlafærsluna lét hann sér þó ekki nægja en hann gerði atburðinn að umfjöllunarefni í ræðu sinni á þingfundi í dag. Þar segir hann að í gær hafi hann mætt til vinnu í gallabuxum en verið tjáð að hann mætti ekki fara inn í þingsal svoleiðis klæddur. Fleiri í gallabuxum „Þingfundur var að hefjast, og ég velti fyrir mér, á ég að hlaupa heim og skipta um buxur eða á ég að fara úr þeim? Ég afréð að ganga rösklega til sætis og setjast og hafa mig ekkert frammi á fundinum. En svo fór ég að taka eftir að það var fleira fólk í gallabuxum á fundinum og þá slaknaði á mér.“ Þá segist hann hafa reynt að spyrjast fyrir út í klæðaburðareglur, og hverjar þær eru. „Og þær eru engar, ekki nokkrar einustu nema bara eitthvað sem fólki finnst, nema það að körlum er skylt að vera í jökkum. Annað fellur undir almenna snyrtimennsku og smekk,“ segir Jón. Hann segist hafa fengið ávítur á fundinum frá Bryndísi Haraldsdóttur þingmanni Sjálfstæðisflokksins vegna klæðaburðarins. Þrátt fyrir það hafi enginn nokkurn tíma sagt honum hvernig hann ætti að klæða sig í starfinu. „Þannig að ég spyr: Hvernig er hægt að ávíta einhvern og refsa einhverjum með því að reyna að setja ofan í við viðkomandi og jafnvel reyna aðeins að taka viðkomandi niður? Fólk hefur verið niðurlægt fyrir klæðaburð og kannski er skemmst að minnast þess þegar Elín Hirst var gerð burtræk úr þingsal 1996 og látin skipta um föt,“ segir Jón. Bryndís hafi ekki ávítað Jón Þá segist hann málefnið mikilvægt og hann hlakki til að halda umræðum um það áfram. Hann hafi nóg af hugmyndum sem gætu komið að gagni. Að ræðu Jóns lokinni tók Bryndís, sem var forseti Alþingis í dag, til máls. „Forseti þakkar fyrir þessa áhugaverðu umræðu en minnir háttvirtan þingmann á að fylgja tímamörkum. Og svo að rétt sé haft eftir þá ávítti forseti ekki háttvirtan þingmann heldur kom með kurteisislegar ábendingar til þingflokksformanns. Forseti notaði jafnframt tækifærið og hrósaði honum fyrir klæðaburðinn í dag,“ segir Bryndís. Fréttin var uppfærð með andsvari Bryndísar að ræðu Jóns lokinni. Alþingi Viðreisn Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Fleiri fréttir Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu Sjá meira
Jón tjáði sig um atburði gærdagsins í samfélagsmiðlafærslu í gær, þar sem hann sagðist hafa fengið kvartanir yfir því að hann væri í gallabuxum. Þá sagðist hann hafa reynt að tileinka sér snyrtimennsku í klæðaburði síðan hann sór drengskaparheitin en að honum leiðist afskaplega snobb og tilgerð og því hafi það reynst hægar sagt en gert. „Kannski ég mæti einn daginn í Obi Wan Kenobi búningnum mínum? Hann er mjög snyrtilegur og líka töff og er þar að auki Íslenskt handverk,“ sagði í færslunni. Sjá einnig: Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Samfélagsmiðlafærsluna lét hann sér þó ekki nægja en hann gerði atburðinn að umfjöllunarefni í ræðu sinni á þingfundi í dag. Þar segir hann að í gær hafi hann mætt til vinnu í gallabuxum en verið tjáð að hann mætti ekki fara inn í þingsal svoleiðis klæddur. Fleiri í gallabuxum „Þingfundur var að hefjast, og ég velti fyrir mér, á ég að hlaupa heim og skipta um buxur eða á ég að fara úr þeim? Ég afréð að ganga rösklega til sætis og setjast og hafa mig ekkert frammi á fundinum. En svo fór ég að taka eftir að það var fleira fólk í gallabuxum á fundinum og þá slaknaði á mér.“ Þá segist hann hafa reynt að spyrjast fyrir út í klæðaburðareglur, og hverjar þær eru. „Og þær eru engar, ekki nokkrar einustu nema bara eitthvað sem fólki finnst, nema það að körlum er skylt að vera í jökkum. Annað fellur undir almenna snyrtimennsku og smekk,“ segir Jón. Hann segist hafa fengið ávítur á fundinum frá Bryndísi Haraldsdóttur þingmanni Sjálfstæðisflokksins vegna klæðaburðarins. Þrátt fyrir það hafi enginn nokkurn tíma sagt honum hvernig hann ætti að klæða sig í starfinu. „Þannig að ég spyr: Hvernig er hægt að ávíta einhvern og refsa einhverjum með því að reyna að setja ofan í við viðkomandi og jafnvel reyna aðeins að taka viðkomandi niður? Fólk hefur verið niðurlægt fyrir klæðaburð og kannski er skemmst að minnast þess þegar Elín Hirst var gerð burtræk úr þingsal 1996 og látin skipta um föt,“ segir Jón. Bryndís hafi ekki ávítað Jón Þá segist hann málefnið mikilvægt og hann hlakki til að halda umræðum um það áfram. Hann hafi nóg af hugmyndum sem gætu komið að gagni. Að ræðu Jóns lokinni tók Bryndís, sem var forseti Alþingis í dag, til máls. „Forseti þakkar fyrir þessa áhugaverðu umræðu en minnir háttvirtan þingmann á að fylgja tímamörkum. Og svo að rétt sé haft eftir þá ávítti forseti ekki háttvirtan þingmann heldur kom með kurteisislegar ábendingar til þingflokksformanns. Forseti notaði jafnframt tækifærið og hrósaði honum fyrir klæðaburðinn í dag,“ segir Bryndís. Fréttin var uppfærð með andsvari Bryndísar að ræðu Jóns lokinni.
Alþingi Viðreisn Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Fleiri fréttir Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu Sjá meira