Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. febrúar 2025 21:37 Svali hjá Tenerife ferðum hefur meira en nóg að gera með sínu fólki að taka á móti Íslendingum og fara í ferðir með þá um eyjuna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um tvö þúsund Íslendingar eru staddir á Tenerife í hverri viku nú yfir vetrartímann og njóta þess að sleikja sólina með heimamönnum. Á síðasta ári heimsóttu um fimmtíu þúsund Íslendingar eyjuna en alls voru ferðamennirnir, sem sóttu Tenerife það ár um sjö milljónir talsins. Það myndast oft langar biðraðir í Leifsstöð þegar Íslendingar bíða eftir því að komast upp í flugvél og fljúga til Tenerife í sólina. Eyjan hefur upp á fjölbreytta afþreyingu að bjóða en íbúar á Tenerife er um ein milljón en á hverju ári koma þangað um sjö milljónir ferðamanna. Það er alveg ljóst að Íslendingar elska að vera í sólinni á Tenerife einhvern tímann yfir veturinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigvaldi Kaldalóns eða Svali eins og hann er alltaf kallaður hjá Tenerife ferðum þekkir eyjuna allra manna best enda með fjölbreyttar ferðir fyrir Íslendinga. „Íslenskir ferðamenn eru náttúrulega mjög vel liðnir og það er aðallega vegna þess að við erum að skilja eftir einhverja aura hérna. Við erum dugleg að fara út að borða, í skoðunarferðir og erum ekki bara bundin við hótel garðinn,” segir Svali. En veit Svali hvað það eru margir Íslendingar á eyjunni yfir vetrartímann? „Ég myndi typpa á að í hverri viku séu hérna einhversstaðar í kringum átján hundruð til tvö þúsund manns. Það er bara eins og gott byggðafélag,” segir Svali hlæjandi. Það er mjög vinsælt hjá hjónum að láta teikna skopmynd af sér á Tenerife en allskonar listamenn taka á móti fólki og bjóða því þjónustu sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er alveg ljóst að Íslendingar elska Tenerife enda íslenska fánanum flaggað víða. „Já, það er fullmikið af Íslendingum hérna, maður getur varla verið að grínast á íslensku þá skilur það einhver,” segir Matthías Bjarnason og hlær en hann er núna ferðamaður á Tenerife. Matthías Bjarnason frá Blesastöðum í Skeiða og Gnúpverjahreppi nýtur þess að vera á Tenerife með sínu fólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er best við þennan stað? „Bara sólin og strendurnar og tær sjór. Verðlagið er líka fínt hérna og bjórinn er ódýr”, segir Lára systir Matthíasar. Lára Bjarnadóttir frá Blesastöðum í Skeiða og Gnúpverjahreppi, sem elskar eins og bróðir sinn að vera á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur líst bara mjög vel á Tenerife, hér er bara dásamlegt að vera, ótrúlega huggulegt að brjóta veturinn svona upp og koma hérna í febrúar, við mælum með því. Og hér eru Íslendingar út um allt,” segja vinkonurnar og ferðamennirnir frá Akranesi eða þær Helga Sjöfn Jónasdóttir og Vigdís Elfa Jónsdóttir. Vinkonurnar frá Akranesi, sem fóru þangað með fjölskyldum sínum til að fagna 40 ára afmælinu sínu báðar tvær. Helga Sjöfn til vinstri og Vigdís Elfa.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sólarlagið á Tenerife er engu líkt.Magnús Hlynur Hreiðarsson McDonalds er einn af vinsælustu veitingastöðunum hjá Íslendingum á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ferðalög Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Það myndast oft langar biðraðir í Leifsstöð þegar Íslendingar bíða eftir því að komast upp í flugvél og fljúga til Tenerife í sólina. Eyjan hefur upp á fjölbreytta afþreyingu að bjóða en íbúar á Tenerife er um ein milljón en á hverju ári koma þangað um sjö milljónir ferðamanna. Það er alveg ljóst að Íslendingar elska að vera í sólinni á Tenerife einhvern tímann yfir veturinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigvaldi Kaldalóns eða Svali eins og hann er alltaf kallaður hjá Tenerife ferðum þekkir eyjuna allra manna best enda með fjölbreyttar ferðir fyrir Íslendinga. „Íslenskir ferðamenn eru náttúrulega mjög vel liðnir og það er aðallega vegna þess að við erum að skilja eftir einhverja aura hérna. Við erum dugleg að fara út að borða, í skoðunarferðir og erum ekki bara bundin við hótel garðinn,” segir Svali. En veit Svali hvað það eru margir Íslendingar á eyjunni yfir vetrartímann? „Ég myndi typpa á að í hverri viku séu hérna einhversstaðar í kringum átján hundruð til tvö þúsund manns. Það er bara eins og gott byggðafélag,” segir Svali hlæjandi. Það er mjög vinsælt hjá hjónum að láta teikna skopmynd af sér á Tenerife en allskonar listamenn taka á móti fólki og bjóða því þjónustu sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er alveg ljóst að Íslendingar elska Tenerife enda íslenska fánanum flaggað víða. „Já, það er fullmikið af Íslendingum hérna, maður getur varla verið að grínast á íslensku þá skilur það einhver,” segir Matthías Bjarnason og hlær en hann er núna ferðamaður á Tenerife. Matthías Bjarnason frá Blesastöðum í Skeiða og Gnúpverjahreppi nýtur þess að vera á Tenerife með sínu fólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er best við þennan stað? „Bara sólin og strendurnar og tær sjór. Verðlagið er líka fínt hérna og bjórinn er ódýr”, segir Lára systir Matthíasar. Lára Bjarnadóttir frá Blesastöðum í Skeiða og Gnúpverjahreppi, sem elskar eins og bróðir sinn að vera á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur líst bara mjög vel á Tenerife, hér er bara dásamlegt að vera, ótrúlega huggulegt að brjóta veturinn svona upp og koma hérna í febrúar, við mælum með því. Og hér eru Íslendingar út um allt,” segja vinkonurnar og ferðamennirnir frá Akranesi eða þær Helga Sjöfn Jónasdóttir og Vigdís Elfa Jónsdóttir. Vinkonurnar frá Akranesi, sem fóru þangað með fjölskyldum sínum til að fagna 40 ára afmælinu sínu báðar tvær. Helga Sjöfn til vinstri og Vigdís Elfa.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sólarlagið á Tenerife er engu líkt.Magnús Hlynur Hreiðarsson McDonalds er einn af vinsælustu veitingastöðunum hjá Íslendingum á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ferðalög Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira