Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. febrúar 2025 08:59 Þrjár af tíu vélum í flota flugfélagsins Play verða í útleigu á næstu árum. Vísir/Vilhelm Þrjár af tíu flugvélum í flota flugfélagsins Play verða leigðar út til annarra félaga fram eftir árinu 2027. Forstjóri félagsins segir um arðbæra ráðstöfun að ræða sem borgi sig fyrir rekstur félagsins. Líkt og fram kom í fréttum í gær tapaði flugfélagið níu milljörðum á síðasta ári. Félagið réðst í umfangsmiklar breytingar á viðskiptalíkani sínu á árinu og segir Einar Örn Ólafsson forstjóri Play að skýr merki séu í uppgjöri fjórða ársfjórðungs um að breytingarnar séu farnar að skila árangri. Einar var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi nánar eina af þeim breytingum sem eru í farvatninu og tilkynnt var um í gær. „Staðan er bara nokkuð góð hjá okkur núna,” segir Einar. „Við erum heldur að draga úr eigin framleiðslu eins og það heitir, eigin flugum, og erum farin að leigja frá okkur vélar.“ Spurður hvort nægilega góður markaður sé fyrir útleigu véla segir Einar svo vera. „Það eru nokkur hundruð flugvélar sem gera ekkert annað heldur en þetta þannig það er markaður fyrir svona. Bæði eru flugfélög sem vilja taka inn vélar þegar það vantar, annað hvort þegar það bilar eða pantanir skila sér ekki eða menn eru að vaxa hraðar en þeir fá vélar,“ segir Einar. „Okkar vélar henta prýðilega í svona verkefni þannig það hefur verið ágætis eftirspurn eftir þessu og við vorum sem sagt í gær að tilkynna að við höfum náð samkomulagi um verkefni fyrir þrjár af okkar tíu vélum í nánast út árið 2027, þetta er langtíma verkefni.“ Leigja vélarnar áfram á hærra verði Þessi ráðstöfun muni miklu fyrir reksturinn. „Já heldur betur. Þetta er auðvitað bara annars konar rekstur heldur en þessi rekstur sem við höfum verið í sem er að selja eigin flugmiða. Þarna erum við bara að leigja öðrum vélar sem að sjá um að selja flugmiðana og þetta eru mjög fyrirsjáanlegar tekjur. Þetta er býsna arðbært fyrir okkur. Við erum auðvitað með vélarnar á leigu til okkar á mjög hagstæðum kjörum, af því við tókum þær í og upp úr covid þegar að flugbransinn var í miklum sárum,“ segir Einar. Þar sem Play hafi leigt vélarnar til sín á góðum kjörum komi reiknisdæmið vel út fyrir félagið miðað við þær forsendur sem uppi eru nú. „Okkur er í lófa lagið að leigja þær frá okkur, reyndar þannig að við rekum þær, flugmennirnir eru okkar og eitthvað af fólkinu aftur í. Við sem sagt getum gert þetta með býsna arðbærum hætti og það er mjög fyrirsjáanlegt.“ Play Fréttir af flugi Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Líkt og fram kom í fréttum í gær tapaði flugfélagið níu milljörðum á síðasta ári. Félagið réðst í umfangsmiklar breytingar á viðskiptalíkani sínu á árinu og segir Einar Örn Ólafsson forstjóri Play að skýr merki séu í uppgjöri fjórða ársfjórðungs um að breytingarnar séu farnar að skila árangri. Einar var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi nánar eina af þeim breytingum sem eru í farvatninu og tilkynnt var um í gær. „Staðan er bara nokkuð góð hjá okkur núna,” segir Einar. „Við erum heldur að draga úr eigin framleiðslu eins og það heitir, eigin flugum, og erum farin að leigja frá okkur vélar.“ Spurður hvort nægilega góður markaður sé fyrir útleigu véla segir Einar svo vera. „Það eru nokkur hundruð flugvélar sem gera ekkert annað heldur en þetta þannig það er markaður fyrir svona. Bæði eru flugfélög sem vilja taka inn vélar þegar það vantar, annað hvort þegar það bilar eða pantanir skila sér ekki eða menn eru að vaxa hraðar en þeir fá vélar,“ segir Einar. „Okkar vélar henta prýðilega í svona verkefni þannig það hefur verið ágætis eftirspurn eftir þessu og við vorum sem sagt í gær að tilkynna að við höfum náð samkomulagi um verkefni fyrir þrjár af okkar tíu vélum í nánast út árið 2027, þetta er langtíma verkefni.“ Leigja vélarnar áfram á hærra verði Þessi ráðstöfun muni miklu fyrir reksturinn. „Já heldur betur. Þetta er auðvitað bara annars konar rekstur heldur en þessi rekstur sem við höfum verið í sem er að selja eigin flugmiða. Þarna erum við bara að leigja öðrum vélar sem að sjá um að selja flugmiðana og þetta eru mjög fyrirsjáanlegar tekjur. Þetta er býsna arðbært fyrir okkur. Við erum auðvitað með vélarnar á leigu til okkar á mjög hagstæðum kjörum, af því við tókum þær í og upp úr covid þegar að flugbransinn var í miklum sárum,“ segir Einar. Þar sem Play hafi leigt vélarnar til sín á góðum kjörum komi reiknisdæmið vel út fyrir félagið miðað við þær forsendur sem uppi eru nú. „Okkur er í lófa lagið að leigja þær frá okkur, reyndar þannig að við rekum þær, flugmennirnir eru okkar og eitthvað af fólkinu aftur í. Við sem sagt getum gert þetta með býsna arðbærum hætti og það er mjög fyrirsjáanlegt.“
Play Fréttir af flugi Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira