Hin víðtæku og jákvæðu áhrif þess að spila í lúðrasveit 18. febrúar 2025 08:05 Um nýliðna helgi fór fram árlegt landsmót Samband íslenskra skólalúðrasveita. Þar komu saman á Akureyri 170 hljóðfæranemendur af unglingastigi til þess að spila og njóta félagsskapar hvors annars. Undirrituð þekkir vel eftirvæntinguna fyrir lúðrasveitarlandsmótum enda uppalin trompetleikari í Tónlistarskóla Árnesinga. Þar eignast maður nýja vini og fær mikla hvatningu og innblástur fyrir áframhaldandi tónlistarnámi. Það að spila saman í lúðrasveit er eins og íþróttirnar, mjög gott forvarnar- og æskulýðsstarf. En það sem aðskilur samspilshópa eins og lúðrasveitir frá íþróttaiðkun er meðal annars að það er búið að taka keppnisþáttinn út úr menginu. Í öllu samspili hittast hljóðfæranemendur í þeim tilgangi að búa til sameiginlega afurð, tónverk sem flutt er á tónleikum. Öll hafa sama markmið um að ná sem bestu tökum á viðfangsefninu og stór hluti af því er að nota virka hlustun, finna sínum tóni farveg á meðal hinna og uppgötva samhljóminn, hvernig hann tekur á sig ólíkar myndir á ólíkum stöðum í þeim verkum sem spiluð eru hverju sinni. Hver og einn spilar mikilvægt hlutverk og öll eru jafningjar. Víða um land eru öflugar skólahljómsveitir og aðrir samspilahópar sem nemendur stunda samhliða námi í tónlistarkennslu sem fer öllu jafna fram í einkatímum. Fjölmargar rannsóknir sýna fram á jákvæð tengsl milli tónlistarnáms og árangurs á öðrum sviðum náms. Rannsóknir hafa leitt í ljós að nemendur sem stunda tónlistarnám sýna oft betri frammistöðu í stærðfræði. Þetta gæti verið vegna þess að tónlistarnám eflir hæfni í að þekkja mynstur og rökfræði, sem eru lykilatriði í stærðfræði. Tónlistarnám getur stuðlað að betri málskilningi og lestrarfærni því þjálfunin eykur næmni fyrir hljóðum, sem getur bætt hljóðgreiningu og þar með lestrargetu. Samspil í tónlist, eins og að spila í hljómsveit eða kór, getur meðal annars eflt félagsfærni, samvinnu og sjálfsaga. Þessar niðurstöður benda til þess að tónlistarnám geti haft víðtæk jákvæð áhrif á nám og þroska barna. Tónlistarskólakerfið á Íslandi er einstakt og mikilvægt að standa vörð um það, þó fullt tilefni sé til þess að skoða hvort hægt sé að þróa hljómsveitarfyrirkomulagið þannig að fleiri komist að og fái að njóta ávinningsins sem fylgir því að læra á hljóðfæri og taka þátt í samspili. Í ljósi þess að tónlistarkennsla getur haft jákvæð áhrif á ýmsa þætti náms og þroska barna ætti það að vera sameiginlegt verkefni okkar allra, ríkis og sveitarfélaga að standa vörð um tónlistarnám og tónlistarkennara og finna leiðir til að útvíkka námið og gera aðgengilegt öllum börnum. Meðfylgjandi er upptaka af tónleikum frá landsmóti skólalúðrasveita 16. febrúar 2025 þar sem allir hljóðfæraleikarar, um 170 ungmenni, sameinuðust í flutningi á Þursafóníunni í útsetningu Össurar Geirssonar. Syrpan inniheldur íslensk þjóðlög ásamt tónlist eftir Egil Ólafsson og er byggð á útsetningum Þursaflokksins á þessum lögum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Rannsóknir og greinar sem vitnað er til: https://eur03.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Fpmc.ncbi.nlm.nih.gov%2Farticles%2FPMC9326760%2F%3Futm_source%3Dchatgpt.com&data=05%7C02%7Cfrettir%40stod2.is%7C69a0e48b04f54771d87e08dd4feead3d%7C7fe09985587e46b9bd0528d14474ed2c%7C0%7C0%7C638754608855619409%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJFbXB0eU1hcGkiOnRydWUsIlYiOiIwLjAuMDAwMCIsIlAiOiJXaW4zMiIsIkFOIjoiTWFpbCIsIldUIjoyfQ%3D%3D%7C0%7C%7C%7C&sdata=FzAS7cY9Ozo0UIxmOxswGAeRFqMgRIiE6KTz%2FJFOwHE%3D&reserved=0 https://eur03.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Ftoday.usc.edu%2Fmusic-education-research%2F%3Futm_source%3Dchatgpt.com&data=05%7C02%7Cfrettir%40stod2.is%7C69a0e48b04f54771d87e08dd4feead3d%7C7fe09985587e46b9bd0528d14474ed2c%7C0%7C0%7C638754608855633190%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJFbXB0eU1hcGkiOnRydWUsIlYiOiIwLjAuMDAwMCIsIlAiOiJXaW4zMiIsIkFOIjoiTWFpbCIsIldUIjoyfQ%3D%3D%7C0%7C%7C%7C&sdata=nML4gHbXlBDymCchVjMMFkg1YD0bnz%2F1b7roS4qwyoc%3D&reserved=0 https://eur03.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Fwww.researchgate.net%2Fpublication%2F242560857_The_power_of_music_Its_impact_on_the_intellectual_social_and_personal_development_of_children_and_young_people&data=05%7C02%7Cfrettir%40stod2.is%7C69a0e48b04f54771d87e08dd4feead3d%7C7fe09985587e46b9bd0528d14474ed2c%7C0%7C0%7C638754608855785062%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJFbXB0eU1hcGkiOnRydWUsIlYiOiIwLjAuMDAwMCIsIlAiOiJXaW4zMiIsIkFOIjoiTWFpbCIsIldUIjoyfQ%3D%3D%7C0%7C%7C%7C&sdata=FTRkyd2BTF3cHHd27lYwUXWpl7nSj58T2oNYq86n0K8%3D&reserved=0 https://eur03.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Fwww.davidpublisher.com%2FPublic%2Fuploads%2FContribute%2F66f9122667f91.pdf%3Futm_source%3Dchatgpt.com&data=05%7C02%7Cfrettir%40stod2.is%7C69a0e48b04f54771d87e08dd4feead3d%7C7fe09985587e46b9bd0528d14474ed2c%7C0%7C0%7C638754608855799260%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJFbXB0eU1hcGkiOnRydWUsIlYiOiIwLjAuMDAwMCIsIlAiOiJXaW4zMiIsIkFOIjoiTWFpbCIsIldUIjoyfQ%3D%3D%7C0%7C%7C%7C&sdata=IIut3J0xhUql0HSSs%2B9XTkD1gfHqe45A5RnGDPqA7L4%3D&reserved=0 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ása Berglind Hjálmarsdóttir Menning Tónlistarnám Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Um nýliðna helgi fór fram árlegt landsmót Samband íslenskra skólalúðrasveita. Þar komu saman á Akureyri 170 hljóðfæranemendur af unglingastigi til þess að spila og njóta félagsskapar hvors annars. Undirrituð þekkir vel eftirvæntinguna fyrir lúðrasveitarlandsmótum enda uppalin trompetleikari í Tónlistarskóla Árnesinga. Þar eignast maður nýja vini og fær mikla hvatningu og innblástur fyrir áframhaldandi tónlistarnámi. Það að spila saman í lúðrasveit er eins og íþróttirnar, mjög gott forvarnar- og æskulýðsstarf. En það sem aðskilur samspilshópa eins og lúðrasveitir frá íþróttaiðkun er meðal annars að það er búið að taka keppnisþáttinn út úr menginu. Í öllu samspili hittast hljóðfæranemendur í þeim tilgangi að búa til sameiginlega afurð, tónverk sem flutt er á tónleikum. Öll hafa sama markmið um að ná sem bestu tökum á viðfangsefninu og stór hluti af því er að nota virka hlustun, finna sínum tóni farveg á meðal hinna og uppgötva samhljóminn, hvernig hann tekur á sig ólíkar myndir á ólíkum stöðum í þeim verkum sem spiluð eru hverju sinni. Hver og einn spilar mikilvægt hlutverk og öll eru jafningjar. Víða um land eru öflugar skólahljómsveitir og aðrir samspilahópar sem nemendur stunda samhliða námi í tónlistarkennslu sem fer öllu jafna fram í einkatímum. Fjölmargar rannsóknir sýna fram á jákvæð tengsl milli tónlistarnáms og árangurs á öðrum sviðum náms. Rannsóknir hafa leitt í ljós að nemendur sem stunda tónlistarnám sýna oft betri frammistöðu í stærðfræði. Þetta gæti verið vegna þess að tónlistarnám eflir hæfni í að þekkja mynstur og rökfræði, sem eru lykilatriði í stærðfræði. Tónlistarnám getur stuðlað að betri málskilningi og lestrarfærni því þjálfunin eykur næmni fyrir hljóðum, sem getur bætt hljóðgreiningu og þar með lestrargetu. Samspil í tónlist, eins og að spila í hljómsveit eða kór, getur meðal annars eflt félagsfærni, samvinnu og sjálfsaga. Þessar niðurstöður benda til þess að tónlistarnám geti haft víðtæk jákvæð áhrif á nám og þroska barna. Tónlistarskólakerfið á Íslandi er einstakt og mikilvægt að standa vörð um það, þó fullt tilefni sé til þess að skoða hvort hægt sé að þróa hljómsveitarfyrirkomulagið þannig að fleiri komist að og fái að njóta ávinningsins sem fylgir því að læra á hljóðfæri og taka þátt í samspili. Í ljósi þess að tónlistarkennsla getur haft jákvæð áhrif á ýmsa þætti náms og þroska barna ætti það að vera sameiginlegt verkefni okkar allra, ríkis og sveitarfélaga að standa vörð um tónlistarnám og tónlistarkennara og finna leiðir til að útvíkka námið og gera aðgengilegt öllum börnum. Meðfylgjandi er upptaka af tónleikum frá landsmóti skólalúðrasveita 16. febrúar 2025 þar sem allir hljóðfæraleikarar, um 170 ungmenni, sameinuðust í flutningi á Þursafóníunni í útsetningu Össurar Geirssonar. Syrpan inniheldur íslensk þjóðlög ásamt tónlist eftir Egil Ólafsson og er byggð á útsetningum Þursaflokksins á þessum lögum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Rannsóknir og greinar sem vitnað er til: https://eur03.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Fpmc.ncbi.nlm.nih.gov%2Farticles%2FPMC9326760%2F%3Futm_source%3Dchatgpt.com&data=05%7C02%7Cfrettir%40stod2.is%7C69a0e48b04f54771d87e08dd4feead3d%7C7fe09985587e46b9bd0528d14474ed2c%7C0%7C0%7C638754608855619409%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJFbXB0eU1hcGkiOnRydWUsIlYiOiIwLjAuMDAwMCIsIlAiOiJXaW4zMiIsIkFOIjoiTWFpbCIsIldUIjoyfQ%3D%3D%7C0%7C%7C%7C&sdata=FzAS7cY9Ozo0UIxmOxswGAeRFqMgRIiE6KTz%2FJFOwHE%3D&reserved=0 https://eur03.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Ftoday.usc.edu%2Fmusic-education-research%2F%3Futm_source%3Dchatgpt.com&data=05%7C02%7Cfrettir%40stod2.is%7C69a0e48b04f54771d87e08dd4feead3d%7C7fe09985587e46b9bd0528d14474ed2c%7C0%7C0%7C638754608855633190%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJFbXB0eU1hcGkiOnRydWUsIlYiOiIwLjAuMDAwMCIsIlAiOiJXaW4zMiIsIkFOIjoiTWFpbCIsIldUIjoyfQ%3D%3D%7C0%7C%7C%7C&sdata=nML4gHbXlBDymCchVjMMFkg1YD0bnz%2F1b7roS4qwyoc%3D&reserved=0 https://eur03.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Fwww.researchgate.net%2Fpublication%2F242560857_The_power_of_music_Its_impact_on_the_intellectual_social_and_personal_development_of_children_and_young_people&data=05%7C02%7Cfrettir%40stod2.is%7C69a0e48b04f54771d87e08dd4feead3d%7C7fe09985587e46b9bd0528d14474ed2c%7C0%7C0%7C638754608855785062%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJFbXB0eU1hcGkiOnRydWUsIlYiOiIwLjAuMDAwMCIsIlAiOiJXaW4zMiIsIkFOIjoiTWFpbCIsIldUIjoyfQ%3D%3D%7C0%7C%7C%7C&sdata=FTRkyd2BTF3cHHd27lYwUXWpl7nSj58T2oNYq86n0K8%3D&reserved=0 https://eur03.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Fwww.davidpublisher.com%2FPublic%2Fuploads%2FContribute%2F66f9122667f91.pdf%3Futm_source%3Dchatgpt.com&data=05%7C02%7Cfrettir%40stod2.is%7C69a0e48b04f54771d87e08dd4feead3d%7C7fe09985587e46b9bd0528d14474ed2c%7C0%7C0%7C638754608855799260%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJFbXB0eU1hcGkiOnRydWUsIlYiOiIwLjAuMDAwMCIsIlAiOiJXaW4zMiIsIkFOIjoiTWFpbCIsIldUIjoyfQ%3D%3D%7C0%7C%7C%7C&sdata=IIut3J0xhUql0HSSs%2B9XTkD1gfHqe45A5RnGDPqA7L4%3D&reserved=0
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun