Kona Anna Kristjana Helgadóttir skrifar 17. febrúar 2025 15:03 Ég sit við tölvuna mína og skrifa. Ég er reið, ég er sár, mér er óglatt. Kvenréttindi eru ekki sjálfsagður hlutur. Það er árið 2025 og kvenréttindi eru ekki sjálfsagður hlutur. Ég skrifa um reiði kvenna, ég skrifa um ofbeldi í garð kvenna, en tölvan reynir samt að leiðrétta „Þær“ í „Þeir“. Minn líkami, en ekki mitt val. Ég má ekki hafa hátt, þá er ég á túr, en ef hann hefur hátt þá er hann fyrirmynd. Umræðan um manninn eða björninn situr fast í mér. Ég mun alltaf kjósa björninn, því hann lætur mig allavega vera þegar ég er orðin að ösku. En það skiptir ekki máli hvort ég kýs björninn eða manninn, því maðurinn fær að heyra mig öskra sama hvað og þá fær hann það sem hann vill. Ég fæ hvort sem er ekki að kjósa. En fyrir ofan Marilyn Monroe liggur maður, með andlitið niður svo hann geti horft á hana að eilífu. Hún fær aldrei frið. Enga ró. Því karlmaður keypti bilið fyrir ofan hana, því hún er ekkert nema fallegur hlutur til að horfa á. Þegar minn tími kemur, viltu brenna mig? Dreifa öskunni minni í vindinn, engan legstein og enga gröf. Því ég vil vera frjáls. Ég vil draga minn síðasta andardrátt og vera loksins frjáls og mín eigin. Þú segir ekki allir karlmenn, en það eru allar konur. Allar konur sem þú þekkir, og munt einhvern tímann kynnast, hafa verið beittar ofbeldi, rétt sloppið við ofbeldi, eða haldið í hendina á konu sem hefur verið beitt ofbeldi. Konur eru ekki skrifaðar í blindraletri, þú þarft ekki að koma við þær. Þú segir ekki allir karlmenn beita ofbeldi, en ekki allir snákar eru eitraðir og ekki allar byssur drepa. En myndi þér samt ekki finnast óþægilegt ef einhver miðaði byssu á þig? Myndiru ekki vera með lyklana á milli hnúana á meðan þú labbar heim á kvöldin, bara til öryggis? Hann segir að hann myndi aldrei skaða neinn, og að hann fordæmi ofbeldi, en sami maður hlær að vini sínum sem reynir við 16 ára stelpur. Sami maður hvetur vin sinn til að kaupa fleiri skot handa stelpunni á djamminu, því kannski breytist svarið hennar með hækkandi áfengismagni í blóði. Sami maður ver vin sinn og segir „hann var líka fullur“ og „hún var að reyna við hann líka“ og „afhverju klæddi hún sig þá svona?“. Sami maður segir „saklaus uns sekt er sönnuð“ og stendur frekar með fræga karlmanninum en konunum, sama hversu margar þær eru. Allt sem karlmenn þurfa að gera er ekki neitt, og ef allir karlmenn gera ekki neitt þá sigra þeir. Líkurnar á að vera bitin af hákarli er einn á móti 3,7 milljónum. Líkurnar á að mér verði nauðgað er einn á móti sex, en ég má vera hrædd við hákarla en ekki við karlmenn? Þú ert hræddur um að vera ranglega ásakaður, en ég er hrædd um að vera myrt á fyrsta stefnumótinu, eða á tónleikum, eða bara þegar ég labba heim á kvöldin. Karlmaður er 230 sinnum líklegri til að vera nauðgað en að vera ranglega ásakaður um nauðgun. Þú segir ekki allir karlmenn, og það er alveg satt, en allar konur. Allar konur eru hræddar. Við vitum ekki hvaða karlmenn, því þessir menn eru vinir okkar, þeir eru bræður og feður og frændur og kennarar og prestar og og og og og. Mér var aldrei kennt að deila staðsetningunni í símanum mínum með vinkonum mínum þegar ég fer út. Mér var aldrei kennt að þykjast vera í símanum þegar ég mæti mönnum. Þetta er innbyggt í okkur. Mér var hins vegar kennt að öskra ELDUR en ekki HJÁLP ef ég er áreitt því fleiri bregðast við eldsvoða en ofbeldi. Mér var kennt að segja þeim að ég eigi kærasta frekar en að ég hafi ekki áhuga, því þeir virða aðra karlmenn frekar en mitt svar. Í of mörgum löndum mega konur ekki kjósa. Þær mega ekki fara í skóla. Þær mega jafnvel ekki einu sinni tala. En ég má tala, og ég má öskra, og ég mun öskra af öllum lífs og sálarkröftum. Ég mun taka pláss, ég skal taka pláss. Ég er frek og stjórnsöm og reið. Því hversu margar Einstein hafa eytt ævinni í eldhúsinu en ekki í skóla? Hversu margar Mozart og Beethoven hafa eytt ævinni með saumavélinni en ekki hljóðfærum? Bara afþví að þær gerðu þau mistök að fæðast ekki karlmenn? Hversu margar í viðbót? Hvenær er nóg komið? Konur hafa staðið í stríði frá upphafi alda, hversu margar hafa verið myrtar í þessu stríði? Lengsta stríðið í mannkynssögunni, sem konur hafa mörgum sinnum unnið en aldrei nóg. Það er alltaf einhver þarna sem vill taka af okkur réttindin og taka af okkur lífið. Við eigum bara að vera í eldhúsinu og vera heima og þrífa og halda kjafti. Við getum ekki bara setið á okkur, við getum ekki horft upp á þetta stríð og ekki tekið þátt í því. Við megum ekki vera blinduð af okkar forréttindum, við þurfum að standa upp og sýna heiminum hvernig þetta á að vera. Konur eiga rétt á að vera til, þær eiga rétt á að taka pláss og hafa hátt. Þegar ein kona verður fyrir árás, þá verða allar konur fyrir árás. Við stöndum saman í þessu. Nú er nóg komið. Höfundur er kona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Ég sit við tölvuna mína og skrifa. Ég er reið, ég er sár, mér er óglatt. Kvenréttindi eru ekki sjálfsagður hlutur. Það er árið 2025 og kvenréttindi eru ekki sjálfsagður hlutur. Ég skrifa um reiði kvenna, ég skrifa um ofbeldi í garð kvenna, en tölvan reynir samt að leiðrétta „Þær“ í „Þeir“. Minn líkami, en ekki mitt val. Ég má ekki hafa hátt, þá er ég á túr, en ef hann hefur hátt þá er hann fyrirmynd. Umræðan um manninn eða björninn situr fast í mér. Ég mun alltaf kjósa björninn, því hann lætur mig allavega vera þegar ég er orðin að ösku. En það skiptir ekki máli hvort ég kýs björninn eða manninn, því maðurinn fær að heyra mig öskra sama hvað og þá fær hann það sem hann vill. Ég fæ hvort sem er ekki að kjósa. En fyrir ofan Marilyn Monroe liggur maður, með andlitið niður svo hann geti horft á hana að eilífu. Hún fær aldrei frið. Enga ró. Því karlmaður keypti bilið fyrir ofan hana, því hún er ekkert nema fallegur hlutur til að horfa á. Þegar minn tími kemur, viltu brenna mig? Dreifa öskunni minni í vindinn, engan legstein og enga gröf. Því ég vil vera frjáls. Ég vil draga minn síðasta andardrátt og vera loksins frjáls og mín eigin. Þú segir ekki allir karlmenn, en það eru allar konur. Allar konur sem þú þekkir, og munt einhvern tímann kynnast, hafa verið beittar ofbeldi, rétt sloppið við ofbeldi, eða haldið í hendina á konu sem hefur verið beitt ofbeldi. Konur eru ekki skrifaðar í blindraletri, þú þarft ekki að koma við þær. Þú segir ekki allir karlmenn beita ofbeldi, en ekki allir snákar eru eitraðir og ekki allar byssur drepa. En myndi þér samt ekki finnast óþægilegt ef einhver miðaði byssu á þig? Myndiru ekki vera með lyklana á milli hnúana á meðan þú labbar heim á kvöldin, bara til öryggis? Hann segir að hann myndi aldrei skaða neinn, og að hann fordæmi ofbeldi, en sami maður hlær að vini sínum sem reynir við 16 ára stelpur. Sami maður hvetur vin sinn til að kaupa fleiri skot handa stelpunni á djamminu, því kannski breytist svarið hennar með hækkandi áfengismagni í blóði. Sami maður ver vin sinn og segir „hann var líka fullur“ og „hún var að reyna við hann líka“ og „afhverju klæddi hún sig þá svona?“. Sami maður segir „saklaus uns sekt er sönnuð“ og stendur frekar með fræga karlmanninum en konunum, sama hversu margar þær eru. Allt sem karlmenn þurfa að gera er ekki neitt, og ef allir karlmenn gera ekki neitt þá sigra þeir. Líkurnar á að vera bitin af hákarli er einn á móti 3,7 milljónum. Líkurnar á að mér verði nauðgað er einn á móti sex, en ég má vera hrædd við hákarla en ekki við karlmenn? Þú ert hræddur um að vera ranglega ásakaður, en ég er hrædd um að vera myrt á fyrsta stefnumótinu, eða á tónleikum, eða bara þegar ég labba heim á kvöldin. Karlmaður er 230 sinnum líklegri til að vera nauðgað en að vera ranglega ásakaður um nauðgun. Þú segir ekki allir karlmenn, og það er alveg satt, en allar konur. Allar konur eru hræddar. Við vitum ekki hvaða karlmenn, því þessir menn eru vinir okkar, þeir eru bræður og feður og frændur og kennarar og prestar og og og og og. Mér var aldrei kennt að deila staðsetningunni í símanum mínum með vinkonum mínum þegar ég fer út. Mér var aldrei kennt að þykjast vera í símanum þegar ég mæti mönnum. Þetta er innbyggt í okkur. Mér var hins vegar kennt að öskra ELDUR en ekki HJÁLP ef ég er áreitt því fleiri bregðast við eldsvoða en ofbeldi. Mér var kennt að segja þeim að ég eigi kærasta frekar en að ég hafi ekki áhuga, því þeir virða aðra karlmenn frekar en mitt svar. Í of mörgum löndum mega konur ekki kjósa. Þær mega ekki fara í skóla. Þær mega jafnvel ekki einu sinni tala. En ég má tala, og ég má öskra, og ég mun öskra af öllum lífs og sálarkröftum. Ég mun taka pláss, ég skal taka pláss. Ég er frek og stjórnsöm og reið. Því hversu margar Einstein hafa eytt ævinni í eldhúsinu en ekki í skóla? Hversu margar Mozart og Beethoven hafa eytt ævinni með saumavélinni en ekki hljóðfærum? Bara afþví að þær gerðu þau mistök að fæðast ekki karlmenn? Hversu margar í viðbót? Hvenær er nóg komið? Konur hafa staðið í stríði frá upphafi alda, hversu margar hafa verið myrtar í þessu stríði? Lengsta stríðið í mannkynssögunni, sem konur hafa mörgum sinnum unnið en aldrei nóg. Það er alltaf einhver þarna sem vill taka af okkur réttindin og taka af okkur lífið. Við eigum bara að vera í eldhúsinu og vera heima og þrífa og halda kjafti. Við getum ekki bara setið á okkur, við getum ekki horft upp á þetta stríð og ekki tekið þátt í því. Við megum ekki vera blinduð af okkar forréttindum, við þurfum að standa upp og sýna heiminum hvernig þetta á að vera. Konur eiga rétt á að vera til, þær eiga rétt á að taka pláss og hafa hátt. Þegar ein kona verður fyrir árás, þá verða allar konur fyrir árás. Við stöndum saman í þessu. Nú er nóg komið. Höfundur er kona.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar