Kona Anna Kristjana Helgadóttir skrifar 17. febrúar 2025 15:03 Ég sit við tölvuna mína og skrifa. Ég er reið, ég er sár, mér er óglatt. Kvenréttindi eru ekki sjálfsagður hlutur. Það er árið 2025 og kvenréttindi eru ekki sjálfsagður hlutur. Ég skrifa um reiði kvenna, ég skrifa um ofbeldi í garð kvenna, en tölvan reynir samt að leiðrétta „Þær“ í „Þeir“. Minn líkami, en ekki mitt val. Ég má ekki hafa hátt, þá er ég á túr, en ef hann hefur hátt þá er hann fyrirmynd. Umræðan um manninn eða björninn situr fast í mér. Ég mun alltaf kjósa björninn, því hann lætur mig allavega vera þegar ég er orðin að ösku. En það skiptir ekki máli hvort ég kýs björninn eða manninn, því maðurinn fær að heyra mig öskra sama hvað og þá fær hann það sem hann vill. Ég fæ hvort sem er ekki að kjósa. En fyrir ofan Marilyn Monroe liggur maður, með andlitið niður svo hann geti horft á hana að eilífu. Hún fær aldrei frið. Enga ró. Því karlmaður keypti bilið fyrir ofan hana, því hún er ekkert nema fallegur hlutur til að horfa á. Þegar minn tími kemur, viltu brenna mig? Dreifa öskunni minni í vindinn, engan legstein og enga gröf. Því ég vil vera frjáls. Ég vil draga minn síðasta andardrátt og vera loksins frjáls og mín eigin. Þú segir ekki allir karlmenn, en það eru allar konur. Allar konur sem þú þekkir, og munt einhvern tímann kynnast, hafa verið beittar ofbeldi, rétt sloppið við ofbeldi, eða haldið í hendina á konu sem hefur verið beitt ofbeldi. Konur eru ekki skrifaðar í blindraletri, þú þarft ekki að koma við þær. Þú segir ekki allir karlmenn beita ofbeldi, en ekki allir snákar eru eitraðir og ekki allar byssur drepa. En myndi þér samt ekki finnast óþægilegt ef einhver miðaði byssu á þig? Myndiru ekki vera með lyklana á milli hnúana á meðan þú labbar heim á kvöldin, bara til öryggis? Hann segir að hann myndi aldrei skaða neinn, og að hann fordæmi ofbeldi, en sami maður hlær að vini sínum sem reynir við 16 ára stelpur. Sami maður hvetur vin sinn til að kaupa fleiri skot handa stelpunni á djamminu, því kannski breytist svarið hennar með hækkandi áfengismagni í blóði. Sami maður ver vin sinn og segir „hann var líka fullur“ og „hún var að reyna við hann líka“ og „afhverju klæddi hún sig þá svona?“. Sami maður segir „saklaus uns sekt er sönnuð“ og stendur frekar með fræga karlmanninum en konunum, sama hversu margar þær eru. Allt sem karlmenn þurfa að gera er ekki neitt, og ef allir karlmenn gera ekki neitt þá sigra þeir. Líkurnar á að vera bitin af hákarli er einn á móti 3,7 milljónum. Líkurnar á að mér verði nauðgað er einn á móti sex, en ég má vera hrædd við hákarla en ekki við karlmenn? Þú ert hræddur um að vera ranglega ásakaður, en ég er hrædd um að vera myrt á fyrsta stefnumótinu, eða á tónleikum, eða bara þegar ég labba heim á kvöldin. Karlmaður er 230 sinnum líklegri til að vera nauðgað en að vera ranglega ásakaður um nauðgun. Þú segir ekki allir karlmenn, og það er alveg satt, en allar konur. Allar konur eru hræddar. Við vitum ekki hvaða karlmenn, því þessir menn eru vinir okkar, þeir eru bræður og feður og frændur og kennarar og prestar og og og og og. Mér var aldrei kennt að deila staðsetningunni í símanum mínum með vinkonum mínum þegar ég fer út. Mér var aldrei kennt að þykjast vera í símanum þegar ég mæti mönnum. Þetta er innbyggt í okkur. Mér var hins vegar kennt að öskra ELDUR en ekki HJÁLP ef ég er áreitt því fleiri bregðast við eldsvoða en ofbeldi. Mér var kennt að segja þeim að ég eigi kærasta frekar en að ég hafi ekki áhuga, því þeir virða aðra karlmenn frekar en mitt svar. Í of mörgum löndum mega konur ekki kjósa. Þær mega ekki fara í skóla. Þær mega jafnvel ekki einu sinni tala. En ég má tala, og ég má öskra, og ég mun öskra af öllum lífs og sálarkröftum. Ég mun taka pláss, ég skal taka pláss. Ég er frek og stjórnsöm og reið. Því hversu margar Einstein hafa eytt ævinni í eldhúsinu en ekki í skóla? Hversu margar Mozart og Beethoven hafa eytt ævinni með saumavélinni en ekki hljóðfærum? Bara afþví að þær gerðu þau mistök að fæðast ekki karlmenn? Hversu margar í viðbót? Hvenær er nóg komið? Konur hafa staðið í stríði frá upphafi alda, hversu margar hafa verið myrtar í þessu stríði? Lengsta stríðið í mannkynssögunni, sem konur hafa mörgum sinnum unnið en aldrei nóg. Það er alltaf einhver þarna sem vill taka af okkur réttindin og taka af okkur lífið. Við eigum bara að vera í eldhúsinu og vera heima og þrífa og halda kjafti. Við getum ekki bara setið á okkur, við getum ekki horft upp á þetta stríð og ekki tekið þátt í því. Við megum ekki vera blinduð af okkar forréttindum, við þurfum að standa upp og sýna heiminum hvernig þetta á að vera. Konur eiga rétt á að vera til, þær eiga rétt á að taka pláss og hafa hátt. Þegar ein kona verður fyrir árás, þá verða allar konur fyrir árás. Við stöndum saman í þessu. Nú er nóg komið. Höfundur er kona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ég sit við tölvuna mína og skrifa. Ég er reið, ég er sár, mér er óglatt. Kvenréttindi eru ekki sjálfsagður hlutur. Það er árið 2025 og kvenréttindi eru ekki sjálfsagður hlutur. Ég skrifa um reiði kvenna, ég skrifa um ofbeldi í garð kvenna, en tölvan reynir samt að leiðrétta „Þær“ í „Þeir“. Minn líkami, en ekki mitt val. Ég má ekki hafa hátt, þá er ég á túr, en ef hann hefur hátt þá er hann fyrirmynd. Umræðan um manninn eða björninn situr fast í mér. Ég mun alltaf kjósa björninn, því hann lætur mig allavega vera þegar ég er orðin að ösku. En það skiptir ekki máli hvort ég kýs björninn eða manninn, því maðurinn fær að heyra mig öskra sama hvað og þá fær hann það sem hann vill. Ég fæ hvort sem er ekki að kjósa. En fyrir ofan Marilyn Monroe liggur maður, með andlitið niður svo hann geti horft á hana að eilífu. Hún fær aldrei frið. Enga ró. Því karlmaður keypti bilið fyrir ofan hana, því hún er ekkert nema fallegur hlutur til að horfa á. Þegar minn tími kemur, viltu brenna mig? Dreifa öskunni minni í vindinn, engan legstein og enga gröf. Því ég vil vera frjáls. Ég vil draga minn síðasta andardrátt og vera loksins frjáls og mín eigin. Þú segir ekki allir karlmenn, en það eru allar konur. Allar konur sem þú þekkir, og munt einhvern tímann kynnast, hafa verið beittar ofbeldi, rétt sloppið við ofbeldi, eða haldið í hendina á konu sem hefur verið beitt ofbeldi. Konur eru ekki skrifaðar í blindraletri, þú þarft ekki að koma við þær. Þú segir ekki allir karlmenn beita ofbeldi, en ekki allir snákar eru eitraðir og ekki allar byssur drepa. En myndi þér samt ekki finnast óþægilegt ef einhver miðaði byssu á þig? Myndiru ekki vera með lyklana á milli hnúana á meðan þú labbar heim á kvöldin, bara til öryggis? Hann segir að hann myndi aldrei skaða neinn, og að hann fordæmi ofbeldi, en sami maður hlær að vini sínum sem reynir við 16 ára stelpur. Sami maður hvetur vin sinn til að kaupa fleiri skot handa stelpunni á djamminu, því kannski breytist svarið hennar með hækkandi áfengismagni í blóði. Sami maður ver vin sinn og segir „hann var líka fullur“ og „hún var að reyna við hann líka“ og „afhverju klæddi hún sig þá svona?“. Sami maður segir „saklaus uns sekt er sönnuð“ og stendur frekar með fræga karlmanninum en konunum, sama hversu margar þær eru. Allt sem karlmenn þurfa að gera er ekki neitt, og ef allir karlmenn gera ekki neitt þá sigra þeir. Líkurnar á að vera bitin af hákarli er einn á móti 3,7 milljónum. Líkurnar á að mér verði nauðgað er einn á móti sex, en ég má vera hrædd við hákarla en ekki við karlmenn? Þú ert hræddur um að vera ranglega ásakaður, en ég er hrædd um að vera myrt á fyrsta stefnumótinu, eða á tónleikum, eða bara þegar ég labba heim á kvöldin. Karlmaður er 230 sinnum líklegri til að vera nauðgað en að vera ranglega ásakaður um nauðgun. Þú segir ekki allir karlmenn, og það er alveg satt, en allar konur. Allar konur eru hræddar. Við vitum ekki hvaða karlmenn, því þessir menn eru vinir okkar, þeir eru bræður og feður og frændur og kennarar og prestar og og og og og. Mér var aldrei kennt að deila staðsetningunni í símanum mínum með vinkonum mínum þegar ég fer út. Mér var aldrei kennt að þykjast vera í símanum þegar ég mæti mönnum. Þetta er innbyggt í okkur. Mér var hins vegar kennt að öskra ELDUR en ekki HJÁLP ef ég er áreitt því fleiri bregðast við eldsvoða en ofbeldi. Mér var kennt að segja þeim að ég eigi kærasta frekar en að ég hafi ekki áhuga, því þeir virða aðra karlmenn frekar en mitt svar. Í of mörgum löndum mega konur ekki kjósa. Þær mega ekki fara í skóla. Þær mega jafnvel ekki einu sinni tala. En ég má tala, og ég má öskra, og ég mun öskra af öllum lífs og sálarkröftum. Ég mun taka pláss, ég skal taka pláss. Ég er frek og stjórnsöm og reið. Því hversu margar Einstein hafa eytt ævinni í eldhúsinu en ekki í skóla? Hversu margar Mozart og Beethoven hafa eytt ævinni með saumavélinni en ekki hljóðfærum? Bara afþví að þær gerðu þau mistök að fæðast ekki karlmenn? Hversu margar í viðbót? Hvenær er nóg komið? Konur hafa staðið í stríði frá upphafi alda, hversu margar hafa verið myrtar í þessu stríði? Lengsta stríðið í mannkynssögunni, sem konur hafa mörgum sinnum unnið en aldrei nóg. Það er alltaf einhver þarna sem vill taka af okkur réttindin og taka af okkur lífið. Við eigum bara að vera í eldhúsinu og vera heima og þrífa og halda kjafti. Við getum ekki bara setið á okkur, við getum ekki horft upp á þetta stríð og ekki tekið þátt í því. Við megum ekki vera blinduð af okkar forréttindum, við þurfum að standa upp og sýna heiminum hvernig þetta á að vera. Konur eiga rétt á að vera til, þær eiga rétt á að taka pláss og hafa hátt. Þegar ein kona verður fyrir árás, þá verða allar konur fyrir árás. Við stöndum saman í þessu. Nú er nóg komið. Höfundur er kona.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun