Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. febrúar 2025 14:02 Ronaldo var gestur í hlaðvarpi annarrar brasilískrar goðsagnar, Romario. Angel Martinez/Getty Images Brasilíska goðsögnin Ronaldo Nazário fer ekki sérlega fögrum orðum um Danann Thomas Gravesen. Þeir léku saman hjá Real Madrid fyrir tveimur áratugum. Það kom mörgum á óvart þegar Real Madrid festi kaup á Dananum Gravesen frá Everton í janúar 2005. Stjörnum prýddur leikmannahópur spænska stórliðsins var illa samsettur á þeim tíma. Þrátt fyrir að hafa Zinedine Zidane, Luis Figo, Ronaldo, Raúl, Michael Owen, David Beckham og fleiri til innanborðs gekk liðinu illa að vinna titla. Í janúar 2005 var töluverð þörf á djúpum miðjumanni eftir brotthvarf Claude Makélélé og Esteban Cambiasso misserin á undan. Gravesen hafði að vísu ekki spilað sem djúpur miðjumaður hjá Everton, heldur hafði félagi hans á miðjunni, Lee Carsley verið dýpri af þeim tveimur. Margur grínaðist þá með að Real hefði keypt ranga sköllótta miðjumanninn frá Liverpool-borg. Sköllóttu félagarnir Carsley og Gravesen mynduðu sterkt par á miðju Everton.Chris Young - PA Images/PA Images via Getty Images Allskyns sögur fóru af skaphundinum Gravesen á ferli hans. Líkt og annars staðar gustaði um Danann í spænsku höfuðborginni. Stórstjörnunni Ronaldo leist ekki á kauða. Aðspurður hver væri sá versti sem hann spilaði með á löngum ferli lá Ronaldo ekki á svörum. „Það er einn hjá Real Madrid sem var algjör brandari, Gravesen. Hann var danskur miðjumaður. Hann var svalur náungi og ágætur gaur. Það er ekki langt síðan hann vann einhverjar 50 milljónir í pókermóti. En hvað fótboltann varðar var hann slakur og hann lamdi menn í spað,“ sagði Ronaldo í hlaðvarpi landa hans Romário en þeir unnu saman HM með Brössum árið 1994. Gravesen lék ekki með neinum aukvisum í stjörnum prýddu liði Real Madrid.Etsuo Hara/Getty Images Gravesen yfirgaf Real Madrid sumarið 2006 eftir að Ítalinn Fabio Capello hafði tekið við liðinu. Dagar Gravesen voru taldir eftir að hann tók Brassann unga Robinho hálstaki á æfingu. Þá hafði soðið upp úr eftir harkalega tæklingu Danans á Robinho. „Hann er dálítið sérstakur. Ég forðast átök við hann. Hann vinnur vel taktískt en hegðun hans er svona og ég kann ekki við það. Það þarf að gera allt eftir hans höfði,“ var haft eftir Capello eftir uppákomuna og skömmu síðar var Gravesen horfinn á braut. Daninn fór til Celtic og varð þar liðsfélagi Theodórs Elmars Bjarnasonar sem snerti stuttlega á honum í viðtali við Vísi í haust. Gravesen hætti fótboltaiðkun aðeins 32 ára, árið 2008, en hefur síðan grætt vel á fjárhættuspilum og fasteignakaupum. Bróðir hans, Peter Gravesen, lék með Fylki hér á landi í þrjú tímabil, frá 2006 til 2008. Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Sjá meira
Það kom mörgum á óvart þegar Real Madrid festi kaup á Dananum Gravesen frá Everton í janúar 2005. Stjörnum prýddur leikmannahópur spænska stórliðsins var illa samsettur á þeim tíma. Þrátt fyrir að hafa Zinedine Zidane, Luis Figo, Ronaldo, Raúl, Michael Owen, David Beckham og fleiri til innanborðs gekk liðinu illa að vinna titla. Í janúar 2005 var töluverð þörf á djúpum miðjumanni eftir brotthvarf Claude Makélélé og Esteban Cambiasso misserin á undan. Gravesen hafði að vísu ekki spilað sem djúpur miðjumaður hjá Everton, heldur hafði félagi hans á miðjunni, Lee Carsley verið dýpri af þeim tveimur. Margur grínaðist þá með að Real hefði keypt ranga sköllótta miðjumanninn frá Liverpool-borg. Sköllóttu félagarnir Carsley og Gravesen mynduðu sterkt par á miðju Everton.Chris Young - PA Images/PA Images via Getty Images Allskyns sögur fóru af skaphundinum Gravesen á ferli hans. Líkt og annars staðar gustaði um Danann í spænsku höfuðborginni. Stórstjörnunni Ronaldo leist ekki á kauða. Aðspurður hver væri sá versti sem hann spilaði með á löngum ferli lá Ronaldo ekki á svörum. „Það er einn hjá Real Madrid sem var algjör brandari, Gravesen. Hann var danskur miðjumaður. Hann var svalur náungi og ágætur gaur. Það er ekki langt síðan hann vann einhverjar 50 milljónir í pókermóti. En hvað fótboltann varðar var hann slakur og hann lamdi menn í spað,“ sagði Ronaldo í hlaðvarpi landa hans Romário en þeir unnu saman HM með Brössum árið 1994. Gravesen lék ekki með neinum aukvisum í stjörnum prýddu liði Real Madrid.Etsuo Hara/Getty Images Gravesen yfirgaf Real Madrid sumarið 2006 eftir að Ítalinn Fabio Capello hafði tekið við liðinu. Dagar Gravesen voru taldir eftir að hann tók Brassann unga Robinho hálstaki á æfingu. Þá hafði soðið upp úr eftir harkalega tæklingu Danans á Robinho. „Hann er dálítið sérstakur. Ég forðast átök við hann. Hann vinnur vel taktískt en hegðun hans er svona og ég kann ekki við það. Það þarf að gera allt eftir hans höfði,“ var haft eftir Capello eftir uppákomuna og skömmu síðar var Gravesen horfinn á braut. Daninn fór til Celtic og varð þar liðsfélagi Theodórs Elmars Bjarnasonar sem snerti stuttlega á honum í viðtali við Vísi í haust. Gravesen hætti fótboltaiðkun aðeins 32 ára, árið 2008, en hefur síðan grætt vel á fjárhættuspilum og fasteignakaupum. Bróðir hans, Peter Gravesen, lék með Fylki hér á landi í þrjú tímabil, frá 2006 til 2008.
Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Sjá meira