Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. febrúar 2025 14:02 Ronaldo var gestur í hlaðvarpi annarrar brasilískrar goðsagnar, Romario. Angel Martinez/Getty Images Brasilíska goðsögnin Ronaldo Nazário fer ekki sérlega fögrum orðum um Danann Thomas Gravesen. Þeir léku saman hjá Real Madrid fyrir tveimur áratugum. Það kom mörgum á óvart þegar Real Madrid festi kaup á Dananum Gravesen frá Everton í janúar 2005. Stjörnum prýddur leikmannahópur spænska stórliðsins var illa samsettur á þeim tíma. Þrátt fyrir að hafa Zinedine Zidane, Luis Figo, Ronaldo, Raúl, Michael Owen, David Beckham og fleiri til innanborðs gekk liðinu illa að vinna titla. Í janúar 2005 var töluverð þörf á djúpum miðjumanni eftir brotthvarf Claude Makélélé og Esteban Cambiasso misserin á undan. Gravesen hafði að vísu ekki spilað sem djúpur miðjumaður hjá Everton, heldur hafði félagi hans á miðjunni, Lee Carsley verið dýpri af þeim tveimur. Margur grínaðist þá með að Real hefði keypt ranga sköllótta miðjumanninn frá Liverpool-borg. Sköllóttu félagarnir Carsley og Gravesen mynduðu sterkt par á miðju Everton.Chris Young - PA Images/PA Images via Getty Images Allskyns sögur fóru af skaphundinum Gravesen á ferli hans. Líkt og annars staðar gustaði um Danann í spænsku höfuðborginni. Stórstjörnunni Ronaldo leist ekki á kauða. Aðspurður hver væri sá versti sem hann spilaði með á löngum ferli lá Ronaldo ekki á svörum. „Það er einn hjá Real Madrid sem var algjör brandari, Gravesen. Hann var danskur miðjumaður. Hann var svalur náungi og ágætur gaur. Það er ekki langt síðan hann vann einhverjar 50 milljónir í pókermóti. En hvað fótboltann varðar var hann slakur og hann lamdi menn í spað,“ sagði Ronaldo í hlaðvarpi landa hans Romário en þeir unnu saman HM með Brössum árið 1994. Gravesen lék ekki með neinum aukvisum í stjörnum prýddu liði Real Madrid.Etsuo Hara/Getty Images Gravesen yfirgaf Real Madrid sumarið 2006 eftir að Ítalinn Fabio Capello hafði tekið við liðinu. Dagar Gravesen voru taldir eftir að hann tók Brassann unga Robinho hálstaki á æfingu. Þá hafði soðið upp úr eftir harkalega tæklingu Danans á Robinho. „Hann er dálítið sérstakur. Ég forðast átök við hann. Hann vinnur vel taktískt en hegðun hans er svona og ég kann ekki við það. Það þarf að gera allt eftir hans höfði,“ var haft eftir Capello eftir uppákomuna og skömmu síðar var Gravesen horfinn á braut. Daninn fór til Celtic og varð þar liðsfélagi Theodórs Elmars Bjarnasonar sem snerti stuttlega á honum í viðtali við Vísi í haust. Gravesen hætti fótboltaiðkun aðeins 32 ára, árið 2008, en hefur síðan grætt vel á fjárhættuspilum og fasteignakaupum. Bróðir hans, Peter Gravesen, lék með Fylki hér á landi í þrjú tímabil, frá 2006 til 2008. Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Sjá meira
Það kom mörgum á óvart þegar Real Madrid festi kaup á Dananum Gravesen frá Everton í janúar 2005. Stjörnum prýddur leikmannahópur spænska stórliðsins var illa samsettur á þeim tíma. Þrátt fyrir að hafa Zinedine Zidane, Luis Figo, Ronaldo, Raúl, Michael Owen, David Beckham og fleiri til innanborðs gekk liðinu illa að vinna titla. Í janúar 2005 var töluverð þörf á djúpum miðjumanni eftir brotthvarf Claude Makélélé og Esteban Cambiasso misserin á undan. Gravesen hafði að vísu ekki spilað sem djúpur miðjumaður hjá Everton, heldur hafði félagi hans á miðjunni, Lee Carsley verið dýpri af þeim tveimur. Margur grínaðist þá með að Real hefði keypt ranga sköllótta miðjumanninn frá Liverpool-borg. Sköllóttu félagarnir Carsley og Gravesen mynduðu sterkt par á miðju Everton.Chris Young - PA Images/PA Images via Getty Images Allskyns sögur fóru af skaphundinum Gravesen á ferli hans. Líkt og annars staðar gustaði um Danann í spænsku höfuðborginni. Stórstjörnunni Ronaldo leist ekki á kauða. Aðspurður hver væri sá versti sem hann spilaði með á löngum ferli lá Ronaldo ekki á svörum. „Það er einn hjá Real Madrid sem var algjör brandari, Gravesen. Hann var danskur miðjumaður. Hann var svalur náungi og ágætur gaur. Það er ekki langt síðan hann vann einhverjar 50 milljónir í pókermóti. En hvað fótboltann varðar var hann slakur og hann lamdi menn í spað,“ sagði Ronaldo í hlaðvarpi landa hans Romário en þeir unnu saman HM með Brössum árið 1994. Gravesen lék ekki með neinum aukvisum í stjörnum prýddu liði Real Madrid.Etsuo Hara/Getty Images Gravesen yfirgaf Real Madrid sumarið 2006 eftir að Ítalinn Fabio Capello hafði tekið við liðinu. Dagar Gravesen voru taldir eftir að hann tók Brassann unga Robinho hálstaki á æfingu. Þá hafði soðið upp úr eftir harkalega tæklingu Danans á Robinho. „Hann er dálítið sérstakur. Ég forðast átök við hann. Hann vinnur vel taktískt en hegðun hans er svona og ég kann ekki við það. Það þarf að gera allt eftir hans höfði,“ var haft eftir Capello eftir uppákomuna og skömmu síðar var Gravesen horfinn á braut. Daninn fór til Celtic og varð þar liðsfélagi Theodórs Elmars Bjarnasonar sem snerti stuttlega á honum í viðtali við Vísi í haust. Gravesen hætti fótboltaiðkun aðeins 32 ára, árið 2008, en hefur síðan grætt vel á fjárhættuspilum og fasteignakaupum. Bróðir hans, Peter Gravesen, lék með Fylki hér á landi í þrjú tímabil, frá 2006 til 2008.
Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Sjá meira