Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Jónas Sen skrifar 17. febrúar 2025 07:02 Stuðið á sviðinu var mikið. Jónas Sen Jónas Sen skrifar um tónleika Lögreglukórsins og Sniglabandsins sem héldu upp á sameiginlegt afmæli í Silfurbergi í Hörpu föstudaginn 14. febrúar. Jónas Sen skrifar um tónleika Lögreglukórsins og Sniglabandsins sem héldu upp á sameiginlegt afmæli í Silfurbergi í Hörpu föstudaginn 14. febrúar. Ef einhver hefði sagt mér fyrir ári að ég myndi sjá Lögreglukórinn og Sniglabandið saman á sviði að halda upp á afmælin sín, hefði ég líklega spurt hvort þetta væri draumur eftir of margar ostapítsur. En eftir á að hyggja bar vel í veiði. Vinkona mín var sektuð um daginn fyrir að tala í síma undir stýri. Ég bauðst til að ná fram hefndum með því að skrifa fjandsamlegan dóm um löggurnar í kórnum. Strax á fyrstu tónunum var þó alveg ljóst að hefndin myndi fara út um þúfur. Hæfileg refsing Kórinn er einfaldlega allt of skemmtilegur. Hann syngur mjög opið og náttúrulega, nánast eins og barnakór á sterum. Ég segi það ekki í niðrandi merkingu, þetta er bara staðreynd. Kórinn, undir öruggri stjórn Matthíasar Baldurssonar, söng af gríðarlegri tilfinningu og ótrúlegri gleði, feimnislaust og án þess að vera meðvitaður um sjálfan sig. Það var kostulegt að sjá virðulega lögreglumenn og -konur dansa undir söng sínum. Þetta var greinilega mjög hamingjusamur kór. Áhorfendur í sal urðu ekki sviknir.Jónas Sen Ég skrifaði einu sinni dóm um geisladisk sem Lögreglukórinn gaf út. Á baksíðunni var mynd eftir skopmyndateiknarann Sigmund. Hún var af kórnum að syngja fyrir fanga sem kvaldist hroðalega. Fyrirsögnin var „Ný refsiaðferð sem miklar vonir eru bundnar við.“ Yfirskrift geisladisksins var„Hæfileg refsing.“ Í röndóttum búningum Það voru einmitt fangar á sviðinu, í röndóttum búningum auðvitað, en ekki var að sjá að þeir þjáðust undan söng kórsins, síður en svo. Þetta var Sniglabandið, en 40 ár eru síðan hljómsveitin varð til (og 90 ár frá tilurð kórsins). Bandið er fyrst og fremst þekkt fyrir húmor og ærslafengna sviðstakta. Salurinn var stútfullur af fólki sem ekki vissi alveg hvað það var að fara að upplifa, enda ekki von. Flestir byrjuðu kvöldið með varkáru brosi, en fljótlega gafst fólk upp á því að reyna að vera yfirvegað og öskraði af gleði. Hver einasti áheyrandi var ýmist í hláturkasti eða klappaði með. Ég sá meira að segja einn lögreglumann í salnum sem reyndi fyrst að halda andlitinu en endaði á að dansa í sætinu sínu eins og hann væri á fyrsta degi í fríi eftir 30 ára vaktavinnu. Jónas Sen Kynningar á alls konar lögum voru svo fyndnar að fólk veltist um af hlátri. Og þótt söngvararnir væru kannski ekki þeir bestu í heimi – þeir áttu það auk þess til að vera ekki alltaf nægilega nálægt míkrafónunum – þá var hljóðfæraleikurinn öruggur og samspilið pottþétt. Tæknilega séð var annað upp á tíu – hljóðið var skýrt og sviðslýsingin skemmtilega litrík. Ég er auk þess 90 prósent viss um að ljósameistarinn hafi verið að prófa nýja diskóperu á okkur öll. Betri í lifandi flutningi Ég verð að viðurkenna að ég þekki ekki mikið til tónlistar Sniglabandsins, og á lögum þess á Spotify fer húmorinn fyrir ofan garð og neðan, annað en á tónleikunum nú. Lögin á tónleikunum voru þó ekki bara eftir Sniglabandið. Þar mátti heyra hið skemmtilega lag Bubba Morthens, Lög og regla, um varðstjóra sem sver af sér manndráp með fjarvistarsönnun... hann var sko að æfa Lögreglukórinn. Vikivaki eftir Valgeir Guðjónsson, Hraustir menn eftir Sigmund Romberg og margt fleira var einnig á dagskránni. Nokkrir gestir komu fram, VÆB bræður sungu á meðvitað vitlausri íslensku og Þráinn Árni Baldvinsson úr Skálmöld spilaði tryllingsleg gítarriff. Boðið var því upp á mismunandi tónlistarstíla, sem gæddi efnisskrána nauðsynlegri fjölbreytni. En í rauninni skipti ekki máli hvað það var, flutningurinn var þannig að hvert einasta atriði hitti í mark og framkallaði ærandi fagnaðarlæti. Jónas Sen Tónleikarnir voru ekki aðeins skemmtileg blanda af tónlist og húmor heldur einnig óvænt áminning um að þessi dásamlega listgrein getur sameinað ólík öfl og skapað hreina gleði. Lögreglukórinn og Sniglabandið komu, sáu og sigruðu og útkoman var ógleymanleg kvöldstund. Niðurstaða Lögreglukórinn og Sniglabandið heilluðu áheyrendur með öruggum flutningi og fyndni, svo úr varð mögnuð skemmtun. Lögreglan Tónlist Gagnrýni Jónasar Sen Harpa Tónleikar á Íslandi Mest lesið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Lífið Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Inga Lind hlaut blessun á Balí Lífið Fleiri fréttir Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Jónas Sen skrifar um tónleika Lögreglukórsins og Sniglabandsins sem héldu upp á sameiginlegt afmæli í Silfurbergi í Hörpu föstudaginn 14. febrúar. Ef einhver hefði sagt mér fyrir ári að ég myndi sjá Lögreglukórinn og Sniglabandið saman á sviði að halda upp á afmælin sín, hefði ég líklega spurt hvort þetta væri draumur eftir of margar ostapítsur. En eftir á að hyggja bar vel í veiði. Vinkona mín var sektuð um daginn fyrir að tala í síma undir stýri. Ég bauðst til að ná fram hefndum með því að skrifa fjandsamlegan dóm um löggurnar í kórnum. Strax á fyrstu tónunum var þó alveg ljóst að hefndin myndi fara út um þúfur. Hæfileg refsing Kórinn er einfaldlega allt of skemmtilegur. Hann syngur mjög opið og náttúrulega, nánast eins og barnakór á sterum. Ég segi það ekki í niðrandi merkingu, þetta er bara staðreynd. Kórinn, undir öruggri stjórn Matthíasar Baldurssonar, söng af gríðarlegri tilfinningu og ótrúlegri gleði, feimnislaust og án þess að vera meðvitaður um sjálfan sig. Það var kostulegt að sjá virðulega lögreglumenn og -konur dansa undir söng sínum. Þetta var greinilega mjög hamingjusamur kór. Áhorfendur í sal urðu ekki sviknir.Jónas Sen Ég skrifaði einu sinni dóm um geisladisk sem Lögreglukórinn gaf út. Á baksíðunni var mynd eftir skopmyndateiknarann Sigmund. Hún var af kórnum að syngja fyrir fanga sem kvaldist hroðalega. Fyrirsögnin var „Ný refsiaðferð sem miklar vonir eru bundnar við.“ Yfirskrift geisladisksins var„Hæfileg refsing.“ Í röndóttum búningum Það voru einmitt fangar á sviðinu, í röndóttum búningum auðvitað, en ekki var að sjá að þeir þjáðust undan söng kórsins, síður en svo. Þetta var Sniglabandið, en 40 ár eru síðan hljómsveitin varð til (og 90 ár frá tilurð kórsins). Bandið er fyrst og fremst þekkt fyrir húmor og ærslafengna sviðstakta. Salurinn var stútfullur af fólki sem ekki vissi alveg hvað það var að fara að upplifa, enda ekki von. Flestir byrjuðu kvöldið með varkáru brosi, en fljótlega gafst fólk upp á því að reyna að vera yfirvegað og öskraði af gleði. Hver einasti áheyrandi var ýmist í hláturkasti eða klappaði með. Ég sá meira að segja einn lögreglumann í salnum sem reyndi fyrst að halda andlitinu en endaði á að dansa í sætinu sínu eins og hann væri á fyrsta degi í fríi eftir 30 ára vaktavinnu. Jónas Sen Kynningar á alls konar lögum voru svo fyndnar að fólk veltist um af hlátri. Og þótt söngvararnir væru kannski ekki þeir bestu í heimi – þeir áttu það auk þess til að vera ekki alltaf nægilega nálægt míkrafónunum – þá var hljóðfæraleikurinn öruggur og samspilið pottþétt. Tæknilega séð var annað upp á tíu – hljóðið var skýrt og sviðslýsingin skemmtilega litrík. Ég er auk þess 90 prósent viss um að ljósameistarinn hafi verið að prófa nýja diskóperu á okkur öll. Betri í lifandi flutningi Ég verð að viðurkenna að ég þekki ekki mikið til tónlistar Sniglabandsins, og á lögum þess á Spotify fer húmorinn fyrir ofan garð og neðan, annað en á tónleikunum nú. Lögin á tónleikunum voru þó ekki bara eftir Sniglabandið. Þar mátti heyra hið skemmtilega lag Bubba Morthens, Lög og regla, um varðstjóra sem sver af sér manndráp með fjarvistarsönnun... hann var sko að æfa Lögreglukórinn. Vikivaki eftir Valgeir Guðjónsson, Hraustir menn eftir Sigmund Romberg og margt fleira var einnig á dagskránni. Nokkrir gestir komu fram, VÆB bræður sungu á meðvitað vitlausri íslensku og Þráinn Árni Baldvinsson úr Skálmöld spilaði tryllingsleg gítarriff. Boðið var því upp á mismunandi tónlistarstíla, sem gæddi efnisskrána nauðsynlegri fjölbreytni. En í rauninni skipti ekki máli hvað það var, flutningurinn var þannig að hvert einasta atriði hitti í mark og framkallaði ærandi fagnaðarlæti. Jónas Sen Tónleikarnir voru ekki aðeins skemmtileg blanda af tónlist og húmor heldur einnig óvænt áminning um að þessi dásamlega listgrein getur sameinað ólík öfl og skapað hreina gleði. Lögreglukórinn og Sniglabandið komu, sáu og sigruðu og útkoman var ógleymanleg kvöldstund. Niðurstaða Lögreglukórinn og Sniglabandið heilluðu áheyrendur með öruggum flutningi og fyndni, svo úr varð mögnuð skemmtun.
Lögreglan Tónlist Gagnrýni Jónasar Sen Harpa Tónleikar á Íslandi Mest lesið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Lífið Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Inga Lind hlaut blessun á Balí Lífið Fleiri fréttir Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira