Elías Rafn mætti aftur í markið og Midtjylland tyllti sér á toppinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. febrúar 2025 19:00 Elías Rafn stóð vaktina með sóma. ose Manuel Alvarez Rey/Getty Images Danmerkurmeistarar Midtjylland eru komnir á topp efstu deildar karla í knattspyrnu eftir 1-0 sigur í Íslendingaslagnum gegn Lyngby. Efsta deild karla í Danmörku er farin aftur af stað eftir jólafrí og skoraði Mikael Anderson til að mynda fyrr í dag í 4-1 sigri AGF í Íslendingaslag gegn Sönderjyske. Í leik Midtjylland og Lyngby var það markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson sem hafði betur gegn Sævari Atla Magnússyni og félögum. Elías Rafn meiddist í Evrópudeildarleik gegn Porto þann 12. desember síðastliðinn. Var hann fjarri góðu gamni þegar liðið lék gegn Fenerbahçe og Ludogorets í sömu keppni í síðasta mánuði sem og þegar liðið tapaði fyrir Orra Steini Óskarssyni og félögum í Real Sociedad á dögunum. Hann var hins vegar á sínum stað í markinu þegar Lyngby kom í heimsókn í dag og þar sem Elías Rafn hélt marki sínu hreinu þá dugði mark Adam Buksa úr vítaspyrnu til að hirða stigin þrjú. Sikker fra pletten 🎯#FCMLBK pic.twitter.com/TgZrNsKrV8— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) February 16, 2025 Með sigrinum fer Midtjylland á topp deildarinnar með 36 stig en FC Kaupmannahöfn mætir Randers á morgun og getur jafnað Danmerkurmeistarana að stigum. Sævar Atli spilaði rúmlega klukkustund í liði Lyngby sem er í bullandi fallbaráttu. Liðið hefur aðeins unnið einn deildarleik á leiktíðinni og er með tíu stig að loknum 18 leikjum. Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Víkingar sáu Sverri Inga skora í sigri Samkvæmt heimildum Vísis var lið Víkings á vellinum þegar Sverrir Ingi Ingason skoraði í 2-1 sigri Panathinaikos á Hirti Hermannssyni og félögum í Volos. 16. febrúar 2025 16:59 Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Efsta deild karla í Danmörku er farin aftur af stað eftir jólafrí og skoraði Mikael Anderson til að mynda fyrr í dag í 4-1 sigri AGF í Íslendingaslag gegn Sönderjyske. Í leik Midtjylland og Lyngby var það markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson sem hafði betur gegn Sævari Atla Magnússyni og félögum. Elías Rafn meiddist í Evrópudeildarleik gegn Porto þann 12. desember síðastliðinn. Var hann fjarri góðu gamni þegar liðið lék gegn Fenerbahçe og Ludogorets í sömu keppni í síðasta mánuði sem og þegar liðið tapaði fyrir Orra Steini Óskarssyni og félögum í Real Sociedad á dögunum. Hann var hins vegar á sínum stað í markinu þegar Lyngby kom í heimsókn í dag og þar sem Elías Rafn hélt marki sínu hreinu þá dugði mark Adam Buksa úr vítaspyrnu til að hirða stigin þrjú. Sikker fra pletten 🎯#FCMLBK pic.twitter.com/TgZrNsKrV8— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) February 16, 2025 Með sigrinum fer Midtjylland á topp deildarinnar með 36 stig en FC Kaupmannahöfn mætir Randers á morgun og getur jafnað Danmerkurmeistarana að stigum. Sævar Atli spilaði rúmlega klukkustund í liði Lyngby sem er í bullandi fallbaráttu. Liðið hefur aðeins unnið einn deildarleik á leiktíðinni og er með tíu stig að loknum 18 leikjum.
Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Víkingar sáu Sverri Inga skora í sigri Samkvæmt heimildum Vísis var lið Víkings á vellinum þegar Sverrir Ingi Ingason skoraði í 2-1 sigri Panathinaikos á Hirti Hermannssyni og félögum í Volos. 16. febrúar 2025 16:59 Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Víkingar sáu Sverri Inga skora í sigri Samkvæmt heimildum Vísis var lið Víkings á vellinum þegar Sverrir Ingi Ingason skoraði í 2-1 sigri Panathinaikos á Hirti Hermannssyni og félögum í Volos. 16. febrúar 2025 16:59