„Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 16. febrúar 2025 19:21 Líf Magneudóttir er oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurborg. Vísir/Sigurjón Meirihlutaviðræður vinstri flokka í Reykjavíkurborg ganga vel að sögn oddvita Vinstri grænna. Hún er ekki sammála ummælum oddvita Sjálfstæðisflokksins að um seinagang sé að ræða. Húsnæðismálin hafa verið áberandi í viðræðunum. Oddvitar Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins og Sósíalista hafa fundað síðustu daga til að mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkurborgar eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfi Framsóknar, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar. „Ég hef góða tilfinningu fyrir því að við náum að klára að mynda þennan meirihluta. En við formgerðum okkar viðræður fyrir fjórum dögum þannig ég skil vel að fólk er óþreyjufullt eftir að fá eitthvað og vita eitthvað og ég er sjálf óþreyjufull. Þannig ég skil þetta en mér finnst ekki vera hægagangur, við erum bara ekki verklausar nema síður sé og við erum búnar að standa okkur gríðarlega vel við að funda,“ segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sakaði oddvitana um seinagang í meirihlutaviðræðum í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hún sagði það vekja furðu hvað viðræðurnar taki langan tíma. Sjá hér: Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Líf tekur gagnrýni Hildar ekki alvarlega, oddvitarnir sem standa að meirihlutaviðræðum vilji vanda til verka. „Nei veistu ég held hún sé bara spennt að vita, ég held að það sé hennar gagnrýni. Ég held hún hafi notað orð eins og lamandi hægagangur og eitthvað svoleiðis en þá vil ég segja við erum heldur betur ekki verklausar og það er góður gangur í okkar samtali og samvinnu,“ segir Líf. „Ég myndi ekki segja að fjórir dagar sé ógurlegur tími þegar við höfum líka þurft að átta okkur á aðstæðum sem voru skapaðar fyrir okkur. Mér finnst þetta ekki vera hægagangur.“ Húsnæðismál á dagskrá í dag „Við erum ennþá að fara yfir alla þætti sem snúa að borgarbúum og þjónustu við þá og öll svið borgarinnar. Þannig að við höfum mestmegnis verið að ræða húsnæðismálin en líka skólamálin og svo tókum við aðeins fyrir þessa þjónustu, starfræn vegferð,“ segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurborg. Hún segir það hins vegar of snemmt að tilkynna hverjar aðgerðir meirihlutans séu í húsnæðismálum. „Það tekur sinn tíma að byggja, það tekur tíma að skipuleggja og það eru ekki til neinar barbabrellur eða töfralausnir sem hægt er að grípa strax til. En það er kannski hægt að hnikra einhverju til og breyta einhverju þannig að íbúar sjái skóflustunguna,“ segir Líf. Húsnæðismálin séu þá ekki einungis ábyrgð Reykjavíkurborgar heldur sé það samvinnuverkefni ríkis og borgar að sjá fyrir húsnæði íbúa. Þeir oddvitar sem standa í viðræðum séu þó sammála um stóru málin sem þurfi að fara í. Einungis fimmtán mánuðir eru eftir af kjörtímabilinu. „Það voru auðvitað þessar þreifingar sem áttu sér stað áður en við formgerðum okkar samtal. Stóru málin, stóru strokurnar sem að við erum allar sammála um. Þannig nú er að verkefnabinda þetta og það krefst yfirlegu vegna þess að verkefni kosta og við þurfum auðvitað að eiga fyrir þeim. Þannig að þetta er í rauninni vinnan sem við erum að liggja yfir núna,“ segir Líf. Hún neitaði að þátttaka hennar væri eins konar kosningaútspil. „Ég vona að ég nái að koma verkefnum á skrið sem að gagnast borgarbúum. Þetta snýst ekki um mig, þetta snýst ekki um Vinstri græn og þetta er síður en svo eitthvað kosningaútspil til þess að ná einhverjum atkvæðum,“ segir Líf. Reykjavík Borgarstjórn Vinstri græn Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
Oddvitar Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins og Sósíalista hafa fundað síðustu daga til að mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkurborgar eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfi Framsóknar, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar. „Ég hef góða tilfinningu fyrir því að við náum að klára að mynda þennan meirihluta. En við formgerðum okkar viðræður fyrir fjórum dögum þannig ég skil vel að fólk er óþreyjufullt eftir að fá eitthvað og vita eitthvað og ég er sjálf óþreyjufull. Þannig ég skil þetta en mér finnst ekki vera hægagangur, við erum bara ekki verklausar nema síður sé og við erum búnar að standa okkur gríðarlega vel við að funda,“ segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sakaði oddvitana um seinagang í meirihlutaviðræðum í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hún sagði það vekja furðu hvað viðræðurnar taki langan tíma. Sjá hér: Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Líf tekur gagnrýni Hildar ekki alvarlega, oddvitarnir sem standa að meirihlutaviðræðum vilji vanda til verka. „Nei veistu ég held hún sé bara spennt að vita, ég held að það sé hennar gagnrýni. Ég held hún hafi notað orð eins og lamandi hægagangur og eitthvað svoleiðis en þá vil ég segja við erum heldur betur ekki verklausar og það er góður gangur í okkar samtali og samvinnu,“ segir Líf. „Ég myndi ekki segja að fjórir dagar sé ógurlegur tími þegar við höfum líka þurft að átta okkur á aðstæðum sem voru skapaðar fyrir okkur. Mér finnst þetta ekki vera hægagangur.“ Húsnæðismál á dagskrá í dag „Við erum ennþá að fara yfir alla þætti sem snúa að borgarbúum og þjónustu við þá og öll svið borgarinnar. Þannig að við höfum mestmegnis verið að ræða húsnæðismálin en líka skólamálin og svo tókum við aðeins fyrir þessa þjónustu, starfræn vegferð,“ segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurborg. Hún segir það hins vegar of snemmt að tilkynna hverjar aðgerðir meirihlutans séu í húsnæðismálum. „Það tekur sinn tíma að byggja, það tekur tíma að skipuleggja og það eru ekki til neinar barbabrellur eða töfralausnir sem hægt er að grípa strax til. En það er kannski hægt að hnikra einhverju til og breyta einhverju þannig að íbúar sjái skóflustunguna,“ segir Líf. Húsnæðismálin séu þá ekki einungis ábyrgð Reykjavíkurborgar heldur sé það samvinnuverkefni ríkis og borgar að sjá fyrir húsnæði íbúa. Þeir oddvitar sem standa í viðræðum séu þó sammála um stóru málin sem þurfi að fara í. Einungis fimmtán mánuðir eru eftir af kjörtímabilinu. „Það voru auðvitað þessar þreifingar sem áttu sér stað áður en við formgerðum okkar samtal. Stóru málin, stóru strokurnar sem að við erum allar sammála um. Þannig nú er að verkefnabinda þetta og það krefst yfirlegu vegna þess að verkefni kosta og við þurfum auðvitað að eiga fyrir þeim. Þannig að þetta er í rauninni vinnan sem við erum að liggja yfir núna,“ segir Líf. Hún neitaði að þátttaka hennar væri eins konar kosningaútspil. „Ég vona að ég nái að koma verkefnum á skrið sem að gagnast borgarbúum. Þetta snýst ekki um mig, þetta snýst ekki um Vinstri græn og þetta er síður en svo eitthvað kosningaútspil til þess að ná einhverjum atkvæðum,“ segir Líf.
Reykjavík Borgarstjórn Vinstri græn Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent