Sætti sig við þriggja mánaða bann eftir nuddið Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2025 13:01 Jannik Sinner vann opna ástralska mótið í janúar. Getty/James D. Morgan Ítalinn Jannik Sinner, efsti maður heimslistans í tennis, hefur komist að samkomulagi við WADA, alþjóða lyfjaeftirlitið, um að taka út þriggja mánaða bann vegna tveggja jákvæðra lyfjaprófa á síðasta ári. Sinner, sem vann Opna ástralska mótið í síðasta mánuði, verður því í banni frá 9. febrúar til 4. maí. Það þýðir að hann missir ekki af neinu risamóti og getur spilað á Opna franska mótinu 19. maí. WADA hafði áfrýjað til CAS, alþjóða íþróttadómstólsins, eftir að alþjóða heilindastofnun tennisíþróttarinnar, ITIA, komst að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að refsa Sinner. WADA kallaði eftir tveggja ára keppnisbanni en hefur nú tekið skýringar Sinner gildar og samþykkt að láta þriggja mánaða bann duga. Sinner féll á lyfjaprófi í tvígang í mars á síðasta ári, þegar hann tók þátt í Indian Wells-mótinu. Hann hefur sagt að efnið „clostebol“, sem er bannað, hafi fundist vegna þess að hann hafi óvart fengið það á sig í meðferð hjá sjúkraþjálfara. WADA segir ljóst að Sinner, sem unnið hefur þrjú risamót á ferlinum, hafi ekki ætlað sér að svindla, að efnið hafi ekki stuðlað að auknum árangri hans, og að þetta hafi gerst án hans vitneskju vegna gáleysis starfsmanns úr teymi hans. Sinner verði hins vegar að bera sjálfur ábyrgð á því gáleysi. Sinner kveðst í yfirlýsingu hafa viljað semja um þriggja mánaða bann til að losna loksins við mál sem hangið hafi yfir honum og hefði gert það áfram, mögulega út þetta ár. Tennis Mest lesið Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Missti af öllu tímabilinu vegna salatsáts Sport Vildu Kane en félagið var ósammála Fótbolti Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Íslenski boltinn Ancelotti svarar Guardiola: Trúir ekki sjálfur því sem hann er að segja Fótbolti Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur allra stórleikja í Madríd Sport Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Enski boltinn „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Bæjara bókstaflega tækla sig áfram og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Ancelotti svarar Guardiola: Trúir ekki sjálfur því sem hann er að segja Missti af öllu tímabilinu vegna salatsáts Dagskráin í dag: Stórleikur allra stórleikja í Madríd Vildu Kane en félagið var ósammála Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Feyenoord sló AC Milan út Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Casemiro fer ekki fet Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Mamman ræður hvenær heimsmeistarinn hættir að boxa Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu „Þetta var alveg pínu óþægilegt“ Mætti of seint og missti sæti sitt í byrjunarliði Barcelona Sjá meira
Sinner, sem vann Opna ástralska mótið í síðasta mánuði, verður því í banni frá 9. febrúar til 4. maí. Það þýðir að hann missir ekki af neinu risamóti og getur spilað á Opna franska mótinu 19. maí. WADA hafði áfrýjað til CAS, alþjóða íþróttadómstólsins, eftir að alþjóða heilindastofnun tennisíþróttarinnar, ITIA, komst að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að refsa Sinner. WADA kallaði eftir tveggja ára keppnisbanni en hefur nú tekið skýringar Sinner gildar og samþykkt að láta þriggja mánaða bann duga. Sinner féll á lyfjaprófi í tvígang í mars á síðasta ári, þegar hann tók þátt í Indian Wells-mótinu. Hann hefur sagt að efnið „clostebol“, sem er bannað, hafi fundist vegna þess að hann hafi óvart fengið það á sig í meðferð hjá sjúkraþjálfara. WADA segir ljóst að Sinner, sem unnið hefur þrjú risamót á ferlinum, hafi ekki ætlað sér að svindla, að efnið hafi ekki stuðlað að auknum árangri hans, og að þetta hafi gerst án hans vitneskju vegna gáleysis starfsmanns úr teymi hans. Sinner verði hins vegar að bera sjálfur ábyrgð á því gáleysi. Sinner kveðst í yfirlýsingu hafa viljað semja um þriggja mánaða bann til að losna loksins við mál sem hangið hafi yfir honum og hefði gert það áfram, mögulega út þetta ár.
Tennis Mest lesið Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Missti af öllu tímabilinu vegna salatsáts Sport Vildu Kane en félagið var ósammála Fótbolti Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Íslenski boltinn Ancelotti svarar Guardiola: Trúir ekki sjálfur því sem hann er að segja Fótbolti Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur allra stórleikja í Madríd Sport Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Enski boltinn „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Bæjara bókstaflega tækla sig áfram og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Ancelotti svarar Guardiola: Trúir ekki sjálfur því sem hann er að segja Missti af öllu tímabilinu vegna salatsáts Dagskráin í dag: Stórleikur allra stórleikja í Madríd Vildu Kane en félagið var ósammála Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Feyenoord sló AC Milan út Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Casemiro fer ekki fet Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Mamman ræður hvenær heimsmeistarinn hættir að boxa Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu „Þetta var alveg pínu óþægilegt“ Mætti of seint og missti sæti sitt í byrjunarliði Barcelona Sjá meira