Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. febrúar 2025 10:29 Jay Z er kvæntur tónlistarkonunni Beyonce og var vinur Combs til margra ára. Hjónin hafa ekki tjáð sig um ásakanirnar gegn Combs. Getty/Visionhaus/Joe Prior Barnaníðsmál sem höfðað var á hendur bandaríska rapparanum Jay-Z hefur verið vísað frá eftir að kærandinn dró kæruna til baka. Tónlistar- og athafnamaðurinn Shawn Carter, betur þekktur undir listamannsnafninu Jay-Z, var kærður fyrir að nauðga þrettán ára gamalli stúlku árið 2000. Frásögn konunnar, sem nú er á fertugsaldri, var á þann veg að hún hafi verið að reyna að komast inn á verðlaunahátíðina MTV Video Music Awards þegar bílstjóri Sean Combs, betur þekktur sem P Diddy, sem hefur staðið í málaferlum síðastliðið ár vegna raðar hrottalegra kynferðisbrota, hafi þá tekið hana tali og sagt að hún væri „sú týpa“ sem tónlistarmaðurinn leitaði að. Bílstjórinn hafi þá ekið henni í heimahús þar sem hún var látin undirrita plagg sem kærandinn sagðist telja að hafi verið yfirlýsing um að hún myndi ekki greina frá því sem hún yrði vitni að. Konan segir að henni hafi verið boðinn drykkur sem innihélt efni sem gerði það að verkum að hún þurfti að leggjast niður. Þá hafi hún farið inn í herbergi til að hvíla sig en að Carter og Combs hafi báðir komið stuttu síðar eftir henni og nauðgað henni, ónefnd fræg kona hafi horft á. Konan hefur nú dregið kæru sína til baka í samráði við lögmann sinn. Hún hafði áður gengist við ósamræmi í málflutningi sínum en stóð við sögu sína. Bæði Carter og Combs neituðu sök og hafa gefið það út að þetta renni frekari stoð undir það að kæran hafi verið tilefnislaus. „Þessari tilefnislausu kæru á hendur Jay-Z, sem hefði aldrei átt að fara fyrir dóm, hefur verið vísað frá. Í því að standa í fæturnar andspænis ógeðfelldum og fölskum ásökunum hefur Jay-Z gert það sem fáið gætu, spyr kemur úr þessu hreinn af sök,“ hefur ABC eftir Alex Spiro lögmanni Carter. Kynferðisofbeldi Mál Sean „Diddy“ Combs Hollywood Bandaríkin Mest lesið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Fleiri fréttir Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Sjá meira
Tónlistar- og athafnamaðurinn Shawn Carter, betur þekktur undir listamannsnafninu Jay-Z, var kærður fyrir að nauðga þrettán ára gamalli stúlku árið 2000. Frásögn konunnar, sem nú er á fertugsaldri, var á þann veg að hún hafi verið að reyna að komast inn á verðlaunahátíðina MTV Video Music Awards þegar bílstjóri Sean Combs, betur þekktur sem P Diddy, sem hefur staðið í málaferlum síðastliðið ár vegna raðar hrottalegra kynferðisbrota, hafi þá tekið hana tali og sagt að hún væri „sú týpa“ sem tónlistarmaðurinn leitaði að. Bílstjórinn hafi þá ekið henni í heimahús þar sem hún var látin undirrita plagg sem kærandinn sagðist telja að hafi verið yfirlýsing um að hún myndi ekki greina frá því sem hún yrði vitni að. Konan segir að henni hafi verið boðinn drykkur sem innihélt efni sem gerði það að verkum að hún þurfti að leggjast niður. Þá hafi hún farið inn í herbergi til að hvíla sig en að Carter og Combs hafi báðir komið stuttu síðar eftir henni og nauðgað henni, ónefnd fræg kona hafi horft á. Konan hefur nú dregið kæru sína til baka í samráði við lögmann sinn. Hún hafði áður gengist við ósamræmi í málflutningi sínum en stóð við sögu sína. Bæði Carter og Combs neituðu sök og hafa gefið það út að þetta renni frekari stoð undir það að kæran hafi verið tilefnislaus. „Þessari tilefnislausu kæru á hendur Jay-Z, sem hefði aldrei átt að fara fyrir dóm, hefur verið vísað frá. Í því að standa í fæturnar andspænis ógeðfelldum og fölskum ásökunum hefur Jay-Z gert það sem fáið gætu, spyr kemur úr þessu hreinn af sök,“ hefur ABC eftir Alex Spiro lögmanni Carter.
Kynferðisofbeldi Mál Sean „Diddy“ Combs Hollywood Bandaríkin Mest lesið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Fleiri fréttir Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Sjá meira