Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2025 11:02 Arnór Tristan Helgason stimplaði sig inn í Bónus-deildina á síðustu leiktíð og heillar ekki bara með troðslum sínum heldur kraftmiklum varnarleik. vísir/Hulda Margrét Gríðarleg orka og ákefð í hinum 18 ára gamla Arnóri Tristan Helgasyni heillaði sérfræðinga Bónus Körfuboltakvölds upp úr skónum. Þeir hældu Grindvíkingnum í þætti gærkvöldsins, eftir frammistöðu hans gegn Álftanesi í vikunni. Arnór skoraði fimm stig á þeim tæpu fimmtán mínútum sem hann spilaði í leiknum, í naumu 94-92 tapi Grindavíkur, en það var orkan í varnarleik hans sem fékk þá Pavel Ermolinskij og Helga Má Magnússon til að hrósa þessum hávaxna, unga leikmanni. „Þetta er ástæðan fyrir því að hann er inni á vellinum. Það er varnarleikurinn hans. Það er fínt að hann sé að skora þessar körfur en ástæðan fyrir því að Jói [Jóhann Árni Ólafsson, þjálfari] gat ekki tekið hann út af, varð að setja hann aftur inn á, er þetta,“ sagði Pavel á meðan að klippur á skjánum undirstrikuðu kraftinn og fórnfýsina í Arnóri. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Orkan í Arnóri til fyrirmyndar „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna. Það eru betri körfuboltaleikmenn inni á vellinum, sem eru að fara að skora fleiri körfur, en mínúturnar ykkar eru í varnarframmistöðunni sem Arnór sýndi í þessum leik. Hann gerði helling fyrir Grindavík,“ sagði Pavel. Arnór fór með Grindavík í úrslitaeinvígið gegn Val á síðustu leiktíð og stimplaði sig rækilega inn í Bónus-deildina. „Í fyrra var fyrsta tímabilið hans. Núna er hann kominn með smáreynslu, búinn að fá smakk af lokaúrslitum, svo hann er kominn með fullt í bankann. Nú er bara að bæta við en ekki missa þetta [sem við vorum að sjá]. Svo bætirðu hægt og rólega ofan á þetta,“ sagði Helgi en brot úr þætti gærkvöldsins má sjá hér að ofan. Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum Körfubolti Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Íslenski boltinn Merino sá um að setja pressu á Liverpool Enski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Marmoush með þrennu í sigri Man City Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Handbolti Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Fótbolti Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Handbolti Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Fótbolti Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Fótbolti Fleiri fréttir Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Sjá meira
Arnór skoraði fimm stig á þeim tæpu fimmtán mínútum sem hann spilaði í leiknum, í naumu 94-92 tapi Grindavíkur, en það var orkan í varnarleik hans sem fékk þá Pavel Ermolinskij og Helga Má Magnússon til að hrósa þessum hávaxna, unga leikmanni. „Þetta er ástæðan fyrir því að hann er inni á vellinum. Það er varnarleikurinn hans. Það er fínt að hann sé að skora þessar körfur en ástæðan fyrir því að Jói [Jóhann Árni Ólafsson, þjálfari] gat ekki tekið hann út af, varð að setja hann aftur inn á, er þetta,“ sagði Pavel á meðan að klippur á skjánum undirstrikuðu kraftinn og fórnfýsina í Arnóri. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Orkan í Arnóri til fyrirmyndar „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna. Það eru betri körfuboltaleikmenn inni á vellinum, sem eru að fara að skora fleiri körfur, en mínúturnar ykkar eru í varnarframmistöðunni sem Arnór sýndi í þessum leik. Hann gerði helling fyrir Grindavík,“ sagði Pavel. Arnór fór með Grindavík í úrslitaeinvígið gegn Val á síðustu leiktíð og stimplaði sig rækilega inn í Bónus-deildina. „Í fyrra var fyrsta tímabilið hans. Núna er hann kominn með smáreynslu, búinn að fá smakk af lokaúrslitum, svo hann er kominn með fullt í bankann. Nú er bara að bæta við en ekki missa þetta [sem við vorum að sjá]. Svo bætirðu hægt og rólega ofan á þetta,“ sagði Helgi en brot úr þætti gærkvöldsins má sjá hér að ofan.
Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum Körfubolti Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Íslenski boltinn Merino sá um að setja pressu á Liverpool Enski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Marmoush með þrennu í sigri Man City Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Handbolti Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Fótbolti Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Handbolti Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Fótbolti Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Fótbolti Fleiri fréttir Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Sjá meira