Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2025 10:00 Hákon Atli Bjarkason hefur áður stundað hjólastólakörfubolta hér á landi og segir þetta vera með því skemmtilegra sem hann gerir. Vísir/Ívar Fannar Tvö íþróttafélög brjóta blað í íslenskri íþróttasögu þegar þau opna fyrir æfingar í hjólastólakörfubolta um helgina. Verkefnið verður kynnt með pompi og prakt í Kringlunni í dag. Verkefnið „Allir með“ gengur út á það að virkja börn með fötlun til að stunda íþróttir en aðeins fjögur prósent barna undir sextán ára aldri með fötlun æfa skipulagða íþrótt. Í dag klukkan tvö í Kringlunni Í dag klukkan tvö fer fram í Kringlunni sérstök kynning á hjólastólakörfubolta sem ÍR og Fjölnir munu bjóða upp á fyrir börn. Búið er að fjárfesta miklu fjármunum í verkefnið, enda eiga öll börn að fá að tilheyra. Stefán Árni Pálsson kannaði málið betur fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2. „Við erum að horfa á börn sjö til fjórtán ára sem ætla að byrja með æfingar. Byrja á sunnudaginn. Við ætlum að vera á morgun [í dag] klukkan tvö upp í Kringlu þar sem við ætlum að kynna verkefnið Allir með og kynna sérstaklega hjólastólakörfuboltann,“ sagði Valdimar Smári Gunnarsson en hann er verkefnisstjóri verkefnisins Allir með, sem snýr að því að hvetja fleiri fatlaða til að æfa íþróttir. Spila körfu á Blómatorginu í Kringlunni „Við ætlum að gera það með því að spila körfu á Blómatorginu. Síðan ætlum við að leyfa gestum og gangandi að prófa íþróttastólana. Þetta eru sérstakir íþróttastólar sem við höfum keypt og flutt inn,“ sagði Valdimar. „Þetta er mjög dýr búnaður og við höfum því verið að reyna að finna leiðir til að nota þá á fleiri en einum stað. Við höfum keypt kerru sem við höfum látið útbúa með ákveðnu kerfi. Við getum verið með tólf stóla í henni og flakkað svo á milli. Við getum því verið á fleiri en einum stað og farið jafnvel út á land með stólana,“ sagði Valdimar. Hentar fyrir svo ótrúlega marga „Tvær stærstu hópíþróttir fyrir hjólastóla í heiminum eru rugby og körfubolti. Körfubolti er fremri en rugbýið. Hann hentar fyrir svo ótrúlega marga bæði fyrir þá sem eru í hjólastól, eiga erfitt með gang eða eru einfættir: Bara fullkomin grein fyrir alla sem eru hreyfihamlaðir,“ sagði körfuboltamaðurinn Hákon Atli Bjarkason, sem hefur áður stundað hjólastólakörfubolta hér á landi. „Þetta er mjög skemmtileg íþrótt og við spiluðum þetta frá 2012 til 2019. Svo dó þetta einhvern veginn út en þetta er með því skemmtilegra sem ég geri,“ sagði Hákon. „Ég lenti í slysi á sínum tíma en spilaði fótbolta sem krakki. Ég fann aftur keppnisskapið og þessa liðsíþrótt sem kemur í þessu sporti,“ sagði Hákon. Það má sjá alla fréttina hér fyrir ofan. Körfubolti Íþróttir barna Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Fleiri fréttir Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Sjá meira
Verkefnið „Allir með“ gengur út á það að virkja börn með fötlun til að stunda íþróttir en aðeins fjögur prósent barna undir sextán ára aldri með fötlun æfa skipulagða íþrótt. Í dag klukkan tvö í Kringlunni Í dag klukkan tvö fer fram í Kringlunni sérstök kynning á hjólastólakörfubolta sem ÍR og Fjölnir munu bjóða upp á fyrir börn. Búið er að fjárfesta miklu fjármunum í verkefnið, enda eiga öll börn að fá að tilheyra. Stefán Árni Pálsson kannaði málið betur fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2. „Við erum að horfa á börn sjö til fjórtán ára sem ætla að byrja með æfingar. Byrja á sunnudaginn. Við ætlum að vera á morgun [í dag] klukkan tvö upp í Kringlu þar sem við ætlum að kynna verkefnið Allir með og kynna sérstaklega hjólastólakörfuboltann,“ sagði Valdimar Smári Gunnarsson en hann er verkefnisstjóri verkefnisins Allir með, sem snýr að því að hvetja fleiri fatlaða til að æfa íþróttir. Spila körfu á Blómatorginu í Kringlunni „Við ætlum að gera það með því að spila körfu á Blómatorginu. Síðan ætlum við að leyfa gestum og gangandi að prófa íþróttastólana. Þetta eru sérstakir íþróttastólar sem við höfum keypt og flutt inn,“ sagði Valdimar. „Þetta er mjög dýr búnaður og við höfum því verið að reyna að finna leiðir til að nota þá á fleiri en einum stað. Við höfum keypt kerru sem við höfum látið útbúa með ákveðnu kerfi. Við getum verið með tólf stóla í henni og flakkað svo á milli. Við getum því verið á fleiri en einum stað og farið jafnvel út á land með stólana,“ sagði Valdimar. Hentar fyrir svo ótrúlega marga „Tvær stærstu hópíþróttir fyrir hjólastóla í heiminum eru rugby og körfubolti. Körfubolti er fremri en rugbýið. Hann hentar fyrir svo ótrúlega marga bæði fyrir þá sem eru í hjólastól, eiga erfitt með gang eða eru einfættir: Bara fullkomin grein fyrir alla sem eru hreyfihamlaðir,“ sagði körfuboltamaðurinn Hákon Atli Bjarkason, sem hefur áður stundað hjólastólakörfubolta hér á landi. „Þetta er mjög skemmtileg íþrótt og við spiluðum þetta frá 2012 til 2019. Svo dó þetta einhvern veginn út en þetta er með því skemmtilegra sem ég geri,“ sagði Hákon. „Ég lenti í slysi á sínum tíma en spilaði fótbolta sem krakki. Ég fann aftur keppnisskapið og þessa liðsíþrótt sem kemur í þessu sporti,“ sagði Hákon. Það má sjá alla fréttina hér fyrir ofan.
Körfubolti Íþróttir barna Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Fleiri fréttir Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Sjá meira