Almenningur fær forgang og lægsta verðið Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. febrúar 2025 18:10 Almenningur fær forgang í sölu á Íslandsbanka. Vísir Fjármálaráðuneytið hefur kynnt fyrirkomulag sölu á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem fyrirhuguð er á næstu misserum. Í því felst að einstaklingar fá lægsta verðið í sölunni, allt að fimm prósenta afslátt frá markaðsvirði, og forgang við úthlutun. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að salan á þeim 42,5 prósentum sem ríkið á í Íslandsbanka fari fram með útboði. Almenningur hefur forgang, samkvæmt lögum sem samþykkt voru síðasta sumar, og eiga að tryggja að hlutlægni, hagkvæmni, jafnræði og gagnsæi verði viðhaft. Þá hafa verið lögð fram frumvarpsdrög í samráðsgátt um að bæta þriðju tilboðsbókinni við, tilboðsbók C. Sú tilboðsbók sé fyrir fagfjárfesta og tekið yrði við tilboðum fyrir að lágmarki 300 milljóna króna. Aðeins einstaklingar mega gera tilboð í tilboðsbók A fyrir að lágmarki tuttugu milljónir króna. Tilboðsbók B er fyrir lögaðila og almenning þar sem tilboðið þarf að vera að lágmarki tvær milljónir króna. Í tilkynningunni stendur að með því að bæta við þriðju tilboðsbókinni sé þátttaka allra fjárfestahópa tryggð. Stjórn Arion banka lýsti því yfir fyrr í dag að þau hefðu áhuga á að sameina bankana tvo. Bréf þess efnis var sent til stjórnarformanns og bankastjóra Íslandsbanka. Tilboðsbækurnar eru eftirfarandi: Tilboðsbók A: Aðeins einstaklingum er heimilt að gera tilboð í tilboðsbók A, fyrir allt að 20 milljónir króna Gengið í tilboðsbók A verður á föstu verði. Verð miðast við meðalverð hlutabréfa í Íslandsbanka hf. síðustu 15 daga fyrir birtingu útboðslýsingar, eða síðasta dagslokagengi, með allt að 5% afslætti. Úthlutanir í A-bók verða ekki skertar vegna hinna tilboðsbókanna, en komi til skerðingar, verður það gert hlutfallslega. Þannig verður almenningi tryggt lægsta verð og forgang við úthlutun. Tilboðsbók B: Lögaðilar og almenningur geta boðið í hluti í bankanum í tilboðsbók B. Þar er lágmarkskaupverð 2 milljónir króna. Úthlutun er á grundvelli verðs en verðmyndun fer fram með jafnvægisútboði samkvæmt aðferðafræði sem jafnan er kennd við Holland. Verðið má þó aldrei verða lægra en verð A-bókarinnar. Þar sem úthlutun verður á grundvelli verðs en verðið mun þó aldrei fara niður fyrir fast verð A-bókarinnar. Úthlutanir til tilboðsbókar B verða ekki skertar vegna tilboðsbókar C. Tilboðsbók C: Stórir eftirlitsskyldir fagfjárfestar geta gert tilboð í tilboðsbók C. Þar er tekið við tilboðum fyrir að lágmarki 300 milljónir króna, í kjölfar markaðsþreifinga fyrir útboð. Markaðsþreifingar miða að því að fá stóra eftirsóknarverða fagfjárfesta að borðinu til að tryggja sem mesta eftirspurn í útboðinu. Þessir aðilar verða að uppfylla það skilyrði að samanlögð fjárhæð eigna þeirra í stýringu sé jafnvirði 70 milljarða króna eða hærra. Verð í tilboðsbók C er hið sama og myndast í tilboðsbók B. Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að salan á þeim 42,5 prósentum sem ríkið á í Íslandsbanka fari fram með útboði. Almenningur hefur forgang, samkvæmt lögum sem samþykkt voru síðasta sumar, og eiga að tryggja að hlutlægni, hagkvæmni, jafnræði og gagnsæi verði viðhaft. Þá hafa verið lögð fram frumvarpsdrög í samráðsgátt um að bæta þriðju tilboðsbókinni við, tilboðsbók C. Sú tilboðsbók sé fyrir fagfjárfesta og tekið yrði við tilboðum fyrir að lágmarki 300 milljóna króna. Aðeins einstaklingar mega gera tilboð í tilboðsbók A fyrir að lágmarki tuttugu milljónir króna. Tilboðsbók B er fyrir lögaðila og almenning þar sem tilboðið þarf að vera að lágmarki tvær milljónir króna. Í tilkynningunni stendur að með því að bæta við þriðju tilboðsbókinni sé þátttaka allra fjárfestahópa tryggð. Stjórn Arion banka lýsti því yfir fyrr í dag að þau hefðu áhuga á að sameina bankana tvo. Bréf þess efnis var sent til stjórnarformanns og bankastjóra Íslandsbanka. Tilboðsbækurnar eru eftirfarandi: Tilboðsbók A: Aðeins einstaklingum er heimilt að gera tilboð í tilboðsbók A, fyrir allt að 20 milljónir króna Gengið í tilboðsbók A verður á föstu verði. Verð miðast við meðalverð hlutabréfa í Íslandsbanka hf. síðustu 15 daga fyrir birtingu útboðslýsingar, eða síðasta dagslokagengi, með allt að 5% afslætti. Úthlutanir í A-bók verða ekki skertar vegna hinna tilboðsbókanna, en komi til skerðingar, verður það gert hlutfallslega. Þannig verður almenningi tryggt lægsta verð og forgang við úthlutun. Tilboðsbók B: Lögaðilar og almenningur geta boðið í hluti í bankanum í tilboðsbók B. Þar er lágmarkskaupverð 2 milljónir króna. Úthlutun er á grundvelli verðs en verðmyndun fer fram með jafnvægisútboði samkvæmt aðferðafræði sem jafnan er kennd við Holland. Verðið má þó aldrei verða lægra en verð A-bókarinnar. Þar sem úthlutun verður á grundvelli verðs en verðið mun þó aldrei fara niður fyrir fast verð A-bókarinnar. Úthlutanir til tilboðsbókar B verða ekki skertar vegna tilboðsbókar C. Tilboðsbók C: Stórir eftirlitsskyldir fagfjárfestar geta gert tilboð í tilboðsbók C. Þar er tekið við tilboðum fyrir að lágmarki 300 milljónir króna, í kjölfar markaðsþreifinga fyrir útboð. Markaðsþreifingar miða að því að fá stóra eftirsóknarverða fagfjárfesta að borðinu til að tryggja sem mesta eftirspurn í útboðinu. Þessir aðilar verða að uppfylla það skilyrði að samanlögð fjárhæð eigna þeirra í stýringu sé jafnvirði 70 milljarða króna eða hærra. Verð í tilboðsbók C er hið sama og myndast í tilboðsbók B.
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira