Skoða hvort megi taka betur á móti tilkynningum Bjarki Sigurðsson skrifar 14. febrúar 2025 11:39 Hrönn Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar, segir það hafa verið óþægilegt að horfa á myndböndin af hrossunum. Vísir/Egill Forstjóri Matvælastofnunar segir það þurfa að skoða hvort taka megi betur á móti tilkynningum um dýraníð. Hún segir það slæma hugmynd að slíta starfsemi stofnunarinnar í tvennt. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær voru sýnd sláandi myndbönd af meintu dýraníði hrossaræktenda á suðvesturhorninu. Hann sást þrengja verulega að hálsi folalds sem hann var að setja múl á. Þá barði hann annað hross sem hann var að teyma. Framkvæmdastjóri Dýraverndarsambands Íslands gagnrýndi vinnubrögð Matvælastofnunar í málinu en þegar tilkynnandi hringdi í stofnunina skömmu eftir að hafa orðið vitni að níðinu var honum sagt að senda inn skriflega tilkynningu á vefnum. Með því að bregðast ekki við um leið hafi stofnunin brugðist skepnunum. Hrönn Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar, segir það þurfa að skoða hvort hægt hafi verið að taka betur á móti tilkynningunni. Óþægilegt hafi verið að sjá myndböndin en málið sé nú komið á borð stofnunarinnar. „Hins vegar verðum við að horfa til þess að þegar við rannsökum þessi mál verðum við að fá öll gögn. Við höfum ekki heimild til yfirheyrslu eða jafn viðamiklar rannsóknarheimildir og lögreglan hefur. Því stólum við töluvert mikið á gögn sem við fáum send inn til okkar,“ segir Hrönn. Framkvæmdastjórinn kallaði eftir því að starfsemi Matvælastofnunar yrði skipt upp. Ein stofnun myndi sjá um matvælaframleiðslu og önnur um dýravelferð. Því er Hrönn ekki sammála. „Ég tel vera gríðarlega mikilvægt að þessi mál séu undir einni stofnun til að vera ekki að flækja aðgerðir og stjórnsýsluna. Það gerir það líka að verkum að viðbrögðin verða hraðari en ef þetta væri í tveimur stofnunum,“ segir Hrönn. Dýr Dýraheilbrigði Matvælaframleiðsla Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær voru sýnd sláandi myndbönd af meintu dýraníði hrossaræktenda á suðvesturhorninu. Hann sást þrengja verulega að hálsi folalds sem hann var að setja múl á. Þá barði hann annað hross sem hann var að teyma. Framkvæmdastjóri Dýraverndarsambands Íslands gagnrýndi vinnubrögð Matvælastofnunar í málinu en þegar tilkynnandi hringdi í stofnunina skömmu eftir að hafa orðið vitni að níðinu var honum sagt að senda inn skriflega tilkynningu á vefnum. Með því að bregðast ekki við um leið hafi stofnunin brugðist skepnunum. Hrönn Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar, segir það þurfa að skoða hvort hægt hafi verið að taka betur á móti tilkynningunni. Óþægilegt hafi verið að sjá myndböndin en málið sé nú komið á borð stofnunarinnar. „Hins vegar verðum við að horfa til þess að þegar við rannsökum þessi mál verðum við að fá öll gögn. Við höfum ekki heimild til yfirheyrslu eða jafn viðamiklar rannsóknarheimildir og lögreglan hefur. Því stólum við töluvert mikið á gögn sem við fáum send inn til okkar,“ segir Hrönn. Framkvæmdastjórinn kallaði eftir því að starfsemi Matvælastofnunar yrði skipt upp. Ein stofnun myndi sjá um matvælaframleiðslu og önnur um dýravelferð. Því er Hrönn ekki sammála. „Ég tel vera gríðarlega mikilvægt að þessi mál séu undir einni stofnun til að vera ekki að flækja aðgerðir og stjórnsýsluna. Það gerir það líka að verkum að viðbrögðin verða hraðari en ef þetta væri í tveimur stofnunum,“ segir Hrönn.
Dýr Dýraheilbrigði Matvælaframleiðsla Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði