Fá að heyra það eftir tap gegn Víkingum: „Óásættanlegt og óafsakanlegt“ Aron Guðmundsson skrifar 14. febrúar 2025 10:02 Víkingar stóðu sig frábærlega gegn Panathinaikos í gær og unnu sögulegan sigur Vísir/Samsett mynd Víkingur Reykjavík vann sögulegan 2-1 sigur á Panathinaikos í fyrri leik liðanna í umspilum um laust sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í Helsinki í gær. Sögulegur sigur Víkinga sem fer ekki vel í Grikkina, leikmenn Panathinaikos fá að heyra það heima fyrir. Grískir miðlar fara ekki mjúkum höndum um lið Panathinaikos í kjölfar tapsins. Nikos Athanasiou, blaðamaður Gazettunnar í Grikklandi segir frammistöðu liðsins og tapið óásættanlegt og óafsakanlegt með öllu. „Leikmenn Panathinaikos voru vonlausir gegn leikmönnum Víkings sem spiluðu þennan leik eins og hann væri þeirra síðasti, þeir sýndu dug og hjarta, hugrekki og höfðu skýrt plan. Þeir gerðu lítið úr hátt launuðum kollegum sínum.“ Hann vill að þeir 150 stuðningsmenn Panathinaikos sem gerðu sér ferð til Helsinki fái miðann sinn endurgreiddan. „Þeir eyddu miklum fjárhæðum til að geta komist til Helsinki, studdu við bakið á liðinu í heimskautskulda og snúa nú aftur sorgmæddir til Aþenu. Þeir horfðu á þessa hörmungar frammistöðu á með eigin augum á staðnum. Mér finnst það lágmarks krafa að Panathinaikos sýni þeim þá virðingu að endurgreiða þeim miðann sinn og bjóða þeim frítt á næsta leik.“ Það var Davíð Örn Atlason sem kom Víkingum yfir í gær með sínu fyrsta Evrópumarki. Matthías Vilhjálmsson tvöfaldaði svo forystu Víkinga á 56.mínútu áður en gestirnir minnkuðu muninn af vítapunktinum undir blálokin. Leftera Bakolias, blaðamaður SDNA tekur í svipaðan streng og kollegi sinn hjá Gazettunni. Úrslitin í gær séu niðurlægjandi fyrir Panathinaikos. „Þetta tap er skammarlegt. Kvöld niðurlægingar í sögu Panathinaikos. Hver sá sem klæðist treyju félagsins hefur engan rétt á því að smána félagið svona.“ Panathinaikos sé núna aðhlátursefni. Seinni leikur Panathinaikos og Víkings Reykjavíkur, sem verður sýndur í beinni á Vodafone Sport, fer fram í Aþenu eftir tæpa viku. Víkingur leiðir einvígið 2-1 en samanlögð úrslit úr leikjunum tveimur skera úr um það hvort liðið kemst í 16-liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu. Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Tengdar fréttir Dómarinn sem dæmdi víti á Víkinga fór í rangan skjá Víkingar fengu á sig umdeilt víti í kvöld í 2-1 sigri á Panathinaikos í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. 13. febrúar 2025 23:05 Sölvi sáttur en svekktur með vítadóminn: „Hefði verið betra en eins marks forskot“ Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum til 2-1 sigurs gegn Panathinaikos í sínum fyrsta alvöru leik sem aðalþjálfari liðsins. Hann var ánægður með, nánast, fullkomna byrjun í starfi en ósáttur við vítaspyrnudóminn. Upplegg hans skilaði sér inn á völlinn, leikmenn sýndu ákefð á öllum sviðum leiksins og Sölvi er bjartsýnn á góð úrslit í seinni leiknum. 13. febrúar 2025 20:41 „Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna“ Davíð Örn Atlason skoraði fyrra mark Víkinga í kvöld í frábærum 2-1 sigri á gríska félaginu Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu. Leikurinn fór fram í Helsinki í Finnlandi en var heimaaleikur Víkinga. 13. febrúar 2025 20:39 Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - FH | Toppslagur í Laugardalnum „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Sjá meira
Grískir miðlar fara ekki mjúkum höndum um lið Panathinaikos í kjölfar tapsins. Nikos Athanasiou, blaðamaður Gazettunnar í Grikklandi segir frammistöðu liðsins og tapið óásættanlegt og óafsakanlegt með öllu. „Leikmenn Panathinaikos voru vonlausir gegn leikmönnum Víkings sem spiluðu þennan leik eins og hann væri þeirra síðasti, þeir sýndu dug og hjarta, hugrekki og höfðu skýrt plan. Þeir gerðu lítið úr hátt launuðum kollegum sínum.“ Hann vill að þeir 150 stuðningsmenn Panathinaikos sem gerðu sér ferð til Helsinki fái miðann sinn endurgreiddan. „Þeir eyddu miklum fjárhæðum til að geta komist til Helsinki, studdu við bakið á liðinu í heimskautskulda og snúa nú aftur sorgmæddir til Aþenu. Þeir horfðu á þessa hörmungar frammistöðu á með eigin augum á staðnum. Mér finnst það lágmarks krafa að Panathinaikos sýni þeim þá virðingu að endurgreiða þeim miðann sinn og bjóða þeim frítt á næsta leik.“ Það var Davíð Örn Atlason sem kom Víkingum yfir í gær með sínu fyrsta Evrópumarki. Matthías Vilhjálmsson tvöfaldaði svo forystu Víkinga á 56.mínútu áður en gestirnir minnkuðu muninn af vítapunktinum undir blálokin. Leftera Bakolias, blaðamaður SDNA tekur í svipaðan streng og kollegi sinn hjá Gazettunni. Úrslitin í gær séu niðurlægjandi fyrir Panathinaikos. „Þetta tap er skammarlegt. Kvöld niðurlægingar í sögu Panathinaikos. Hver sá sem klæðist treyju félagsins hefur engan rétt á því að smána félagið svona.“ Panathinaikos sé núna aðhlátursefni. Seinni leikur Panathinaikos og Víkings Reykjavíkur, sem verður sýndur í beinni á Vodafone Sport, fer fram í Aþenu eftir tæpa viku. Víkingur leiðir einvígið 2-1 en samanlögð úrslit úr leikjunum tveimur skera úr um það hvort liðið kemst í 16-liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu.
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Tengdar fréttir Dómarinn sem dæmdi víti á Víkinga fór í rangan skjá Víkingar fengu á sig umdeilt víti í kvöld í 2-1 sigri á Panathinaikos í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. 13. febrúar 2025 23:05 Sölvi sáttur en svekktur með vítadóminn: „Hefði verið betra en eins marks forskot“ Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum til 2-1 sigurs gegn Panathinaikos í sínum fyrsta alvöru leik sem aðalþjálfari liðsins. Hann var ánægður með, nánast, fullkomna byrjun í starfi en ósáttur við vítaspyrnudóminn. Upplegg hans skilaði sér inn á völlinn, leikmenn sýndu ákefð á öllum sviðum leiksins og Sölvi er bjartsýnn á góð úrslit í seinni leiknum. 13. febrúar 2025 20:41 „Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna“ Davíð Örn Atlason skoraði fyrra mark Víkinga í kvöld í frábærum 2-1 sigri á gríska félaginu Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu. Leikurinn fór fram í Helsinki í Finnlandi en var heimaaleikur Víkinga. 13. febrúar 2025 20:39 Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - FH | Toppslagur í Laugardalnum „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Sjá meira
Dómarinn sem dæmdi víti á Víkinga fór í rangan skjá Víkingar fengu á sig umdeilt víti í kvöld í 2-1 sigri á Panathinaikos í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. 13. febrúar 2025 23:05
Sölvi sáttur en svekktur með vítadóminn: „Hefði verið betra en eins marks forskot“ Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum til 2-1 sigurs gegn Panathinaikos í sínum fyrsta alvöru leik sem aðalþjálfari liðsins. Hann var ánægður með, nánast, fullkomna byrjun í starfi en ósáttur við vítaspyrnudóminn. Upplegg hans skilaði sér inn á völlinn, leikmenn sýndu ákefð á öllum sviðum leiksins og Sölvi er bjartsýnn á góð úrslit í seinni leiknum. 13. febrúar 2025 20:41
„Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna“ Davíð Örn Atlason skoraði fyrra mark Víkinga í kvöld í frábærum 2-1 sigri á gríska félaginu Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu. Leikurinn fór fram í Helsinki í Finnlandi en var heimaaleikur Víkinga. 13. febrúar 2025 20:39
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó