Fótbolti

Fá að heyra það eftir tap gegn Víkingum: „Óásættan­legt og óaf­sakan­legt“

Aron Guðmundsson skrifar
Víkingar stóðu sig frábærlega gegn Panathinaikos í gær og unnu sögulegan sigur
Víkingar stóðu sig frábærlega gegn Panathinaikos í gær og unnu sögulegan sigur Vísir/Samsett mynd

Víkingur Reykja­vík vann sögu­legan 2-1 sigur á Pan­at­hinai­kos í fyrri leik liðanna í um­spilum um laust sæti í 16-liða úr­slitum Sam­bands­deildarinnar í Helsinki í gær. Sögu­legur sigur Víkinga sem fer ekki vel í Grikkina, leikmenn Panathinaikos fá að heyra það heima fyrir.

Grískir miðlar fara ekki mjúkum höndum um lið Pan­at­hinai­kos í kjölfar tapsins. Nikos At­hanasiou, blaðamaður Gazettunnar í Grikk­landi segir frammistöðu liðsins og tapið óásættan­legt og óaf­sakan­legt með öllu.

„Leik­menn Pan­at­hinai­kos voru von­lausir gegn leik­mönnum Víkings sem spiluðu þennan leik eins og hann væri þeirra síðasti, þeir sýndu dug og hjarta, hug­rekki og höfðu skýrt plan. Þeir gerðu lítið úr hátt launuðum kollegum sínum.“

Hann vill að þeir 150 stuðnings­menn Pan­at­hinai­kos sem gerðu sér ferð til Helsinki fái miðann sinn endur­greiddan.

„Þeir eyddu miklum fjár­hæðum til að geta komist til Helsinki, studdu við bakið á liðinu í heimskautskulda og snúa nú aftur sorg­mæddir til Aþenu. Þeir horfðu á þessa hör­mungar frammistöðu á með eigin augum á staðnum. Mér finnst það lág­marks krafa að Pan­at­hinai­kos sýni þeim þá virðingu að endur­greiða þeim miðann sinn og bjóða þeim frítt á næsta leik.“

Það var Davíð Örn Atla­son sem kom Víkingum yfir í gær með sínu fyrsta Evrópu­marki. 

Matt­hías Vil­hjálms­son tvöfaldaði svo for­ystu Víkinga á 56.mínútu áður en gestirnir minnkuðu muninn af víta­punktinum undir blá­lokin.

Leftera Bakoli­as, blaðamaður SDNA tekur í svipaðan streng og kollegi sinn hjá Gazettunni. Úr­slitin í gær séu niður­lægjandi fyrir Pan­at­hinai­kos.

„Þetta tap er skammar­legt. Kvöld niður­lægingar í sögu Pan­at­hinai­kos. Hver sá sem klæðist treyju félagsins hefur engan rétt á því að smána félagið svona.“

Pan­at­hinai­kos sé núna aðhláturs­efni.

Seinni leikur Pan­at­hinai­kos og Víkings Reykja­víkur, sem verður sýndur í beinni á Voda­fone Sport, fer fram í Aþenu eftir tæpa viku. Víkingur leiðir ein­vígið 2-1 en saman­lögð úr­slit úr leikjunum tveimur skera úr um það hvort liðið kemst í 16-liða úr­slit Sam­bands­deildar Evrópu.


Tengdar fréttir

Sölvi sáttur en svekktur með vítadóminn: „Hefði verið betra en eins marks forskot“

Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum til 2-1 sigurs gegn Panathinaikos í sínum fyrsta alvöru leik sem aðalþjálfari liðsins. Hann var ánægður með, nánast, fullkomna byrjun í starfi en ósáttur við vítaspyrnudóminn. Upplegg hans skilaði sér inn á völlinn, leikmenn sýndu ákefð á öllum sviðum leiksins og Sölvi er bjartsýnn á góð úrslit í seinni leiknum.

„Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna“

Davíð Örn Atlason skoraði fyrra mark Víkinga í kvöld í frábærum 2-1 sigri á gríska félaginu Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu. Leikurinn fór fram í Helsinki í Finnlandi en var heimaaleikur Víkinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×