Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir, Þorgerður María Þorbjarnardóttir, Árni Finnsson, Snæbjörn Guðmundsson, Elvar Örn Friðriksso, Friðleifur E. Guðmundsson, Snorri Hallgrímsson og Sigþrúður Jónsdóttir skrifa 14. febrúar 2025 09:31 Íslensk náttúruverndarsamtök vara við lagasetningu sem ætlað er að hleypa áformum um Hvammsvirkjun í gegn. Nýtt frumvarp umhverfisráðherra setur varhugavert fordæmi fyrir ágangi gagnvart vatnsauðlindum Íslendinga og vegur að rétti almennings til þátttöku í lýðræðislegri umræðu um stórframkvæmdir og nýtingu vatns. Strax að lokinni stefnuræðu forsætisráðherra á mánudagskvöldið var frumvarp um breytingar á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála sett inn á vef Alþingis. Af lestri frumvarpsins sést að lögunum er sérstaklega ætlað að hleypa áformum um Hvammsvirkjun í gegn með miklum flýti og í greinargerð er skýrt tekið fram að frumvarpið sé sérstakt viðbragð við dómi héraðsdóms sem felldi nýlega virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi, að kröfu landeigenda við Þjórsá. Tilgangur lagafrumvarpsins er að breyta lögum svo Landsvirkjun geti, þrátt fyrir niðurstöður dómstóla, haldið ótrauð áfram virkjanaáformum sínum í laxgengum hluta Þjórsár sem er í hæsta máta ámælisvert. Frumvarpið er líkt og blaut tuska framan í þau sem láta sig náttúru landsins, samfélag og lýðræðislega þátttöku almennings varða. Með frumvarpinu er lífríki Þjórsár sett í stórfellda hættu og gengur það gegn hagsmunum, vilja og eignarrétti íbúa og landeigenda við ána. Framlagningu frumvarpsins má líkja við að breyta leikreglunum í miðjum leik og er lagt fram til að tryggja hagsmuni þeirra sem ekki geta unað niðurstöðu dómstóla. Neðangreind náttúruverndarsamtök benda á að ekki stendur til að breyta einvörðungu þeirri málsgrein laga sem steytti á fyrir héraðsdómi heldur hefur hugtakinu almannaheill verið snúið á haus í frumvarpinu. Verði frumvarpið samþykkt munu virkjanakostir í nýtingarflokki rammaáætlunar sjálfkrafa uppfylla skilyrði um að teljast til almannaheilla, sem rutt geti úr vegi tilgangi þess að vernda vatnsauðlindina. Allar virkjanir í virkjunarflokki rynnu vandræðalaust framhjá mikilvægum öryggisventli vatnalaganna sem kveða á um að ekki megi raska vatnsauðlindum nema vegna almannaheilla. Þetta þýðir að það verður alfarið í höndum alþingismanna, sem geta með hrossakaupum við afgreiðslu rammaáætlunar, ákveðið hvaða virkjanir sleppa framhjá lögum. Þetta gæti reynst hættulegt fordæmi fyrir ýmsar annars konar framkvæmdir sem raska vatnsauðlindinni. Náttúruverndarsamtök lýsa yfir þungum áhyggjum af þessari meðferð á löggjöf um vernd vatns. Þó lagabreytingin sé sett í búning flýtimeðferðar fyrir Hvammsvirkjun er hætt við því að hún muni á endanum reynast upphafið að aðför gegn þeim lögum sem vernda vatn, hvort sem um er að ræða rennandi straumvatn, stöðuvötn, grunnvatn eða strandsjó. Vatnsauðlindir Íslands eru ein allra mikilvægasta sameign þjóðarinnar og lögum sem verja þær á ekki að breyta í þágu einstakra verkefna, hvað þá fyrir stærsta orkufyrirtæki landsins sem er alfarið í eigu þjóðarinnar og á sem slíkt fyrst og fremst að gæta auðlinda landsins, hagsmuna almennings og náttúrunnar. Með frumvarpinu sem lagt var fram á mánudag er einnig vegið gróflega að rétti almennings til að hafa áhrif á meðferð á vatnsauðlindum Íslendinga þar sem umsagnarfrestur um viðamikil mál verður styttur með svokallaðri flýtimeðferð úr fjórum í eina viku. Engin rök réttlæta þessa lagabreytingu enda er undirbúningstími stórframkvæmda mældur í árum svo fáeinar vikur skipta þar engu. Augljóst er að þessari breytingu er einvörðungu ætlað að takmarka tækifæri almennings til að koma á framfæri skoðunum sínum á framkvæmdum sem varða almannahagsmuni og umhverfi, og hætt er við að flýtimeðferðarúrræðinu verði beitt í tíma og ótíma. Aðgerðir eins og þessar brjóta gegn alþjóðaskuldbindingum Íslands, meðal annars skuldbindingum er varða líffræðilegan fjölbreytileika. Verði frumvarpið að lögum er réttur almennings fótum troðinn og fordæmi skapast fyrir því að hagsmunir stórfyrirtækja verði með lögum teknir fram fyrir rétt almennings til þátttöku í málum sem snúa að umhverfi og náttúru. Höfundar greinarinnar eru: Björg Eva Erlendsdóttir og Þorgerður María Þorbjarnardóttir – Landvernd Árni Finnsson – Náttúruverndarsamtök ÍslandsSnæbjörn Guðmundsson – Náttúrugrið Elvar Örn Friðriksson og Friðleifur E. Guðmundsson – Verndarsjóður Villtra Laxastofna Snorri Hallgrímsson – Ungir Umhverfissinnar Sigþrúður Jónsdóttir – Vinir Þjórsárvera Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Íslensk náttúruverndarsamtök vara við lagasetningu sem ætlað er að hleypa áformum um Hvammsvirkjun í gegn. Nýtt frumvarp umhverfisráðherra setur varhugavert fordæmi fyrir ágangi gagnvart vatnsauðlindum Íslendinga og vegur að rétti almennings til þátttöku í lýðræðislegri umræðu um stórframkvæmdir og nýtingu vatns. Strax að lokinni stefnuræðu forsætisráðherra á mánudagskvöldið var frumvarp um breytingar á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála sett inn á vef Alþingis. Af lestri frumvarpsins sést að lögunum er sérstaklega ætlað að hleypa áformum um Hvammsvirkjun í gegn með miklum flýti og í greinargerð er skýrt tekið fram að frumvarpið sé sérstakt viðbragð við dómi héraðsdóms sem felldi nýlega virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi, að kröfu landeigenda við Þjórsá. Tilgangur lagafrumvarpsins er að breyta lögum svo Landsvirkjun geti, þrátt fyrir niðurstöður dómstóla, haldið ótrauð áfram virkjanaáformum sínum í laxgengum hluta Þjórsár sem er í hæsta máta ámælisvert. Frumvarpið er líkt og blaut tuska framan í þau sem láta sig náttúru landsins, samfélag og lýðræðislega þátttöku almennings varða. Með frumvarpinu er lífríki Þjórsár sett í stórfellda hættu og gengur það gegn hagsmunum, vilja og eignarrétti íbúa og landeigenda við ána. Framlagningu frumvarpsins má líkja við að breyta leikreglunum í miðjum leik og er lagt fram til að tryggja hagsmuni þeirra sem ekki geta unað niðurstöðu dómstóla. Neðangreind náttúruverndarsamtök benda á að ekki stendur til að breyta einvörðungu þeirri málsgrein laga sem steytti á fyrir héraðsdómi heldur hefur hugtakinu almannaheill verið snúið á haus í frumvarpinu. Verði frumvarpið samþykkt munu virkjanakostir í nýtingarflokki rammaáætlunar sjálfkrafa uppfylla skilyrði um að teljast til almannaheilla, sem rutt geti úr vegi tilgangi þess að vernda vatnsauðlindina. Allar virkjanir í virkjunarflokki rynnu vandræðalaust framhjá mikilvægum öryggisventli vatnalaganna sem kveða á um að ekki megi raska vatnsauðlindum nema vegna almannaheilla. Þetta þýðir að það verður alfarið í höndum alþingismanna, sem geta með hrossakaupum við afgreiðslu rammaáætlunar, ákveðið hvaða virkjanir sleppa framhjá lögum. Þetta gæti reynst hættulegt fordæmi fyrir ýmsar annars konar framkvæmdir sem raska vatnsauðlindinni. Náttúruverndarsamtök lýsa yfir þungum áhyggjum af þessari meðferð á löggjöf um vernd vatns. Þó lagabreytingin sé sett í búning flýtimeðferðar fyrir Hvammsvirkjun er hætt við því að hún muni á endanum reynast upphafið að aðför gegn þeim lögum sem vernda vatn, hvort sem um er að ræða rennandi straumvatn, stöðuvötn, grunnvatn eða strandsjó. Vatnsauðlindir Íslands eru ein allra mikilvægasta sameign þjóðarinnar og lögum sem verja þær á ekki að breyta í þágu einstakra verkefna, hvað þá fyrir stærsta orkufyrirtæki landsins sem er alfarið í eigu þjóðarinnar og á sem slíkt fyrst og fremst að gæta auðlinda landsins, hagsmuna almennings og náttúrunnar. Með frumvarpinu sem lagt var fram á mánudag er einnig vegið gróflega að rétti almennings til að hafa áhrif á meðferð á vatnsauðlindum Íslendinga þar sem umsagnarfrestur um viðamikil mál verður styttur með svokallaðri flýtimeðferð úr fjórum í eina viku. Engin rök réttlæta þessa lagabreytingu enda er undirbúningstími stórframkvæmda mældur í árum svo fáeinar vikur skipta þar engu. Augljóst er að þessari breytingu er einvörðungu ætlað að takmarka tækifæri almennings til að koma á framfæri skoðunum sínum á framkvæmdum sem varða almannahagsmuni og umhverfi, og hætt er við að flýtimeðferðarúrræðinu verði beitt í tíma og ótíma. Aðgerðir eins og þessar brjóta gegn alþjóðaskuldbindingum Íslands, meðal annars skuldbindingum er varða líffræðilegan fjölbreytileika. Verði frumvarpið að lögum er réttur almennings fótum troðinn og fordæmi skapast fyrir því að hagsmunir stórfyrirtækja verði með lögum teknir fram fyrir rétt almennings til þátttöku í málum sem snúa að umhverfi og náttúru. Höfundar greinarinnar eru: Björg Eva Erlendsdóttir og Þorgerður María Þorbjarnardóttir – Landvernd Árni Finnsson – Náttúruverndarsamtök ÍslandsSnæbjörn Guðmundsson – Náttúrugrið Elvar Örn Friðriksson og Friðleifur E. Guðmundsson – Verndarsjóður Villtra Laxastofna Snorri Hallgrímsson – Ungir Umhverfissinnar Sigþrúður Jónsdóttir – Vinir Þjórsárvera
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun