Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2025 15:08 Að minnsta kosti eitt barn er meðal þeirra sem árásarmaðurinn ók á. AP/Matthias Balk Maðurinn sem ók inn í hóp fólks í München í Þýskalandi í morgun sótti um hæli í Þýskalandi árið 2016. Umsókninni var hafnað en hann fékk þrátt fyrir það undanþágu frá brottvísun. Maðurinn sem er 24 ára gamall og frá Afganistan, særði að minnsta kosti 28 sem voru á mótmælafundi verkalýðsfélags í morgun. Nokkrir eru sagðir í alvarlegu ástandi Lögreglan hefur nefnt árásarmanninn sem Farhad N, en hann er sagður hafa búið í München og var þekktur af lögregluþjónum vegna smáglæpa. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segir að árásarmanninum verði að refsa og vísa úr landi, eins fljótt og auðið er, samkvæmt fréttum DW. „Þetta er hræðilegt,“ sagði Scholz við blaðamenn í dag. „Frá mínum sjónarhóli er það skýrt, að árásarmaðurinn getur ekki reitt sig á nokkurskonar miskunn. Það verður að refsa honum og hann verður að yfirgefa landið.“ Sjá einnig: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Nancy Faeser, innanríkisráðherra, hefur slegið á svipaða strengi og hefur heitið harðri refsingu. Hún benti á að „enn einu sinni“ hefði ungur maður frá Afganistan framið árás sem þessa og sagði lög um brottvísanir glæpamanna hafa verið hertar verulega. Nú þyrfti að framfylgja þeim. Stutt er í kosningar í Þýskalandi og eru málefni farand- og flóttafólks mjög umfangsmikil í umræðunni fyrir kosningarnar. Horfur eru á því að öfgahægriflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) verði næststærsti flokkurinn á þinginu eftir kosningarnar. Hinir flokkarnir á þingi hafa fram að þessu hafnað öllu samstarfi við flokkinn. Markus Söder, forsætisráðherra Bæjarlands, sagði í morgun að árásin í München í morgun sýndi fram á að þörf væri á grundvallarbreytingum í Þýskalandi. „Þetta er ekki fyrsta árásin af þessu dagi. Samkennd og það að sætta sig við fortíðina er mikilvægt en grundvallarbreytingar þurf að eiga sér stað í Þýskalandi,“ sagði Söder. Es ist einfach furchtbar und schmerzt so sehr. In #München hat sich ein schwerer Anschlag ereignet. Ein afghanischer Staatsbürger fuhr mit einem Auto in eine Menschenmenge und verletzte viele Menschen teils sehr schwer. Wir fühlen mit allen Opfern und beten für die Verletzten und… pic.twitter.com/G19cnFMwqk— Markus Söder (@Markus_Soeder) February 13, 2025 Þýskaland Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Sjá meira
Maðurinn sem er 24 ára gamall og frá Afganistan, særði að minnsta kosti 28 sem voru á mótmælafundi verkalýðsfélags í morgun. Nokkrir eru sagðir í alvarlegu ástandi Lögreglan hefur nefnt árásarmanninn sem Farhad N, en hann er sagður hafa búið í München og var þekktur af lögregluþjónum vegna smáglæpa. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segir að árásarmanninum verði að refsa og vísa úr landi, eins fljótt og auðið er, samkvæmt fréttum DW. „Þetta er hræðilegt,“ sagði Scholz við blaðamenn í dag. „Frá mínum sjónarhóli er það skýrt, að árásarmaðurinn getur ekki reitt sig á nokkurskonar miskunn. Það verður að refsa honum og hann verður að yfirgefa landið.“ Sjá einnig: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Nancy Faeser, innanríkisráðherra, hefur slegið á svipaða strengi og hefur heitið harðri refsingu. Hún benti á að „enn einu sinni“ hefði ungur maður frá Afganistan framið árás sem þessa og sagði lög um brottvísanir glæpamanna hafa verið hertar verulega. Nú þyrfti að framfylgja þeim. Stutt er í kosningar í Þýskalandi og eru málefni farand- og flóttafólks mjög umfangsmikil í umræðunni fyrir kosningarnar. Horfur eru á því að öfgahægriflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) verði næststærsti flokkurinn á þinginu eftir kosningarnar. Hinir flokkarnir á þingi hafa fram að þessu hafnað öllu samstarfi við flokkinn. Markus Söder, forsætisráðherra Bæjarlands, sagði í morgun að árásin í München í morgun sýndi fram á að þörf væri á grundvallarbreytingum í Þýskalandi. „Þetta er ekki fyrsta árásin af þessu dagi. Samkennd og það að sætta sig við fortíðina er mikilvægt en grundvallarbreytingar þurf að eiga sér stað í Þýskalandi,“ sagði Söder. Es ist einfach furchtbar und schmerzt so sehr. In #München hat sich ein schwerer Anschlag ereignet. Ein afghanischer Staatsbürger fuhr mit einem Auto in eine Menschenmenge und verletzte viele Menschen teils sehr schwer. Wir fühlen mit allen Opfern und beten für die Verletzten und… pic.twitter.com/G19cnFMwqk— Markus Söder (@Markus_Soeder) February 13, 2025
Þýskaland Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Sjá meira