Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. febrúar 2025 09:51 Katrín Þorsteinsdóttir er ein þeirra sem mætti á stefnumót í gær. Hún segir vanta samkomustaði fyrir eldra fólk. Vísir Fjölmargir eldri borgarar komu saman á hraðstefnumóti í Bíó paradís síðdegis í gær. Þeir segja vanta staði fyrir eldri borgara til að hittast og dansa og kynnast nýju fólki. Katrín Þorsteinsdóttir er ein þeirra sem mætti í Bíó Paradís. „Mér fannst þetta sniðug hugmynd og svo finnst mér gaman að fara í bíó þannig að ég sameinaði tvennt í einu,“ segir Katrín. „Það er eiginlega ekki út af efninu eða innihaldinu heldur út af forminu. Ég hef áður farið á svona hraðstefnumót um allt annað efni. Mér fannst það svo skemmtilegt og forvitnilegt að mig langaði að koma aftur í það. En það væri alveg bónus að hitta einhvern,“ segir Björg Árnadóttir, sem var mætt með vinkonu sinni. Margir þjáist af eigin fordómum Tilefnið er frumsýning írönsku kvikmyndarinnar Eftirætis kakan mín, sem fjallar um ekkju á áttræðisaldri sem finnur ástina á ný eftir að hafa glímt við mikinn einmanaleika. Félagsráðgjafarnir Sigrún Júlíusdóttir, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, og Halldór S. Guðmundsson dósent við HÍ segja umræðu um þetta hafa verið litla á Íslandi og ljóst að það vanti staði fyrir eldra fólk til að hittast. „Það eru engir staðir fyrir fullorðið fólk til að hittast og dansa og mingla. Ég held að þetta geti verið ákveðin byrjun,“ segir Sigrún. „Fyrir þá sem vilja er þetta markhópur. Bara drífa í því,“ bætir Halldór við. Þau segja að margt eldra fólk þjáist fyrir eigin fordóma. „Það er þessi ótti við að vera óviðeigandi sem fylgir svo oft: „Þetta passar ekki fyrir þennan aldur,“ og „maður má ekki vera svona af því að maður er sjötugur eða áttræður.“ Þetta kemur allt hérna innan frá.“ Vantar samkomustaði fyrir eldri borgara Katrín tekur undir að það vanti samkomustaði fyrir eldra fólk. „Það vantar dansstað. Ég frétti það hérna í dag að það er staður upp í Stangarhyl en það vantar hljómsveit. Þannig ef það er einhver hljómsveit þarna úti sem vill spila tónlist fyrir eldri borgara þá væri það vel þegið. Eins væri gaman ef það opnaði einhver stað niðri í bæ sem væri fyrir allan aldur þess vegna,“ segir Katrín. Hún hvetur fólk til að vera hugrakkt. Það sé nóg af tækifærum þarna úti. „Ég skellti mér í vetur á tangónámskeið og hafði engan til að dansa við. Það er hægt að auglýsa inni á Facebook eftir dansfélaga og þar var maður sem óskaði eftir dansfélaga. Ég svaraði honum og við erum búin að vera að dansa saman í allan vetur.“ Ertu að vonast til að finna ástina hérna í dag? „Ég veit það ekki en þetta er mjög gott framtak og það verður vonandi framhald. Ég held að það séu allir mjög ánægðir.“ Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Reykjavík Kvikmyndahús Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Úr rugli í reglu hjá Heilsuborg Lífið kynningar Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Katrín Þorsteinsdóttir er ein þeirra sem mætti í Bíó Paradís. „Mér fannst þetta sniðug hugmynd og svo finnst mér gaman að fara í bíó þannig að ég sameinaði tvennt í einu,“ segir Katrín. „Það er eiginlega ekki út af efninu eða innihaldinu heldur út af forminu. Ég hef áður farið á svona hraðstefnumót um allt annað efni. Mér fannst það svo skemmtilegt og forvitnilegt að mig langaði að koma aftur í það. En það væri alveg bónus að hitta einhvern,“ segir Björg Árnadóttir, sem var mætt með vinkonu sinni. Margir þjáist af eigin fordómum Tilefnið er frumsýning írönsku kvikmyndarinnar Eftirætis kakan mín, sem fjallar um ekkju á áttræðisaldri sem finnur ástina á ný eftir að hafa glímt við mikinn einmanaleika. Félagsráðgjafarnir Sigrún Júlíusdóttir, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, og Halldór S. Guðmundsson dósent við HÍ segja umræðu um þetta hafa verið litla á Íslandi og ljóst að það vanti staði fyrir eldra fólk til að hittast. „Það eru engir staðir fyrir fullorðið fólk til að hittast og dansa og mingla. Ég held að þetta geti verið ákveðin byrjun,“ segir Sigrún. „Fyrir þá sem vilja er þetta markhópur. Bara drífa í því,“ bætir Halldór við. Þau segja að margt eldra fólk þjáist fyrir eigin fordóma. „Það er þessi ótti við að vera óviðeigandi sem fylgir svo oft: „Þetta passar ekki fyrir þennan aldur,“ og „maður má ekki vera svona af því að maður er sjötugur eða áttræður.“ Þetta kemur allt hérna innan frá.“ Vantar samkomustaði fyrir eldri borgara Katrín tekur undir að það vanti samkomustaði fyrir eldra fólk. „Það vantar dansstað. Ég frétti það hérna í dag að það er staður upp í Stangarhyl en það vantar hljómsveit. Þannig ef það er einhver hljómsveit þarna úti sem vill spila tónlist fyrir eldri borgara þá væri það vel þegið. Eins væri gaman ef það opnaði einhver stað niðri í bæ sem væri fyrir allan aldur þess vegna,“ segir Katrín. Hún hvetur fólk til að vera hugrakkt. Það sé nóg af tækifærum þarna úti. „Ég skellti mér í vetur á tangónámskeið og hafði engan til að dansa við. Það er hægt að auglýsa inni á Facebook eftir dansfélaga og þar var maður sem óskaði eftir dansfélaga. Ég svaraði honum og við erum búin að vera að dansa saman í allan vetur.“ Ertu að vonast til að finna ástina hérna í dag? „Ég veit það ekki en þetta er mjög gott framtak og það verður vonandi framhald. Ég held að það séu allir mjög ánægðir.“
Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Reykjavík Kvikmyndahús Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Úr rugli í reglu hjá Heilsuborg Lífið kynningar Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira