GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Sindri Sverrisson skrifar 13. febrúar 2025 10:00 Helgi Már Magnússon segir að Sigurður Ingimundarson sé best til þess fallinn að blása lífi í Keflavíkurliðið. Stöð 2 Sport GAZ-mennirnir Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon höfðu ýmislegt að segja í upphitun fyrir leik Hauka og Keflavíkur. Þeir munu lýsa leiknum með sínum einstaka hætti á Stöð 2 BD klukkan 19:15 í kvöld. Mikil athygli er á Keflavíkurliðinu sem er nú mætt með nýjan þjálfara í lokatilraun til að rétta af gengi þessa rándýra liðs sem situr aðeins í 10. sæti Bónus-deildarinnar, með 14 stig. Haukar eru í botnsætinu með átta stig en geta með sigri í kvöld skapað sér von um að halda sér uppi. „Fyrir fram heldur maður að Haukarnir séu að tapa en við erum búnir að læra það að þeir gefa alltaf leik,“ sagði Pavel og Helgi tók undir: „Þeir hafa sýnt það í vetur. Þrátt fyrir að vera í hálfvonlausum stöðum oft á tíðum, þar sem væri auðvelt að leggjast niður og gefast upp, þá býr eitthvað stolt í þessu liði og þjálfarateyminu. Þeir gefa allt sitt í leikina og svo annað hvort dettur þetta eða ekki.“ Talið barst þá að Keflavík sem fróðlegt verður að sjá hvernig mætir til leiks í kvöld, eftir fjögur töp í röð og umtalsverðar breytingar: „Aðalatriðið fyrir okkur er að fylgjast með Keflvíkingum. Það eru breytingar þarna. Nýr þjálfari, Siggi Ingimundar, sem þjálfaði okkur báða í landsliðinu. Við erum búnir að eyða öllum vetrinum í að tala um að það vanti ákveðna hluti í Keflavík. Að það vanti orku, ábyrgð, harðneskju, kraft og baráttu. Allt mjög keflvískir hlutir í grunninn. Og ef það er einhver maður sem getur barið þessa hluti í þá, þá er það Siggi Ingimundar,“ sagði Pavel. „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður Ingimundarson. Þeir hafa verið dálítið flatir og í síðasta leik voru þeir bara ragir. Þetta var mjög ó-keflvískt. Ég ímynda mér að þar hafi menn fengið nóg. Þeir ætla ekki að loka tímabilinu svona,“ sagði Helgi en alla upphitunina má sjá hér að ofan. Leikur Hauka og Keflavíkur er á Stöð 2 BD klukkan 19:15 í kvöld, í beinni útsendingu GAZ-manna. Leikur Tindastóls og Þórs Þ. er á Stöð 2 Sport og leikur Hattar og Stjörnunnar á Stöð 2 BD2. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15. Bónus-deild karla Haukar Keflavík ÍF Tengdar fréttir Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Margfaldi Íslands- og bikarmeistarinn í körfubolta, Sigurður Ingimundarson, segist enn vera sami þjálfarinn og rúmlega það frá því að hann var síðast í starfi árið 2016. Honum rann blóðið til skyldunnar þegar að kallið kom frá félaginu hans, Keflavík á dögunum. 13. febrúar 2025 09:00 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira
Mikil athygli er á Keflavíkurliðinu sem er nú mætt með nýjan þjálfara í lokatilraun til að rétta af gengi þessa rándýra liðs sem situr aðeins í 10. sæti Bónus-deildarinnar, með 14 stig. Haukar eru í botnsætinu með átta stig en geta með sigri í kvöld skapað sér von um að halda sér uppi. „Fyrir fram heldur maður að Haukarnir séu að tapa en við erum búnir að læra það að þeir gefa alltaf leik,“ sagði Pavel og Helgi tók undir: „Þeir hafa sýnt það í vetur. Þrátt fyrir að vera í hálfvonlausum stöðum oft á tíðum, þar sem væri auðvelt að leggjast niður og gefast upp, þá býr eitthvað stolt í þessu liði og þjálfarateyminu. Þeir gefa allt sitt í leikina og svo annað hvort dettur þetta eða ekki.“ Talið barst þá að Keflavík sem fróðlegt verður að sjá hvernig mætir til leiks í kvöld, eftir fjögur töp í röð og umtalsverðar breytingar: „Aðalatriðið fyrir okkur er að fylgjast með Keflvíkingum. Það eru breytingar þarna. Nýr þjálfari, Siggi Ingimundar, sem þjálfaði okkur báða í landsliðinu. Við erum búnir að eyða öllum vetrinum í að tala um að það vanti ákveðna hluti í Keflavík. Að það vanti orku, ábyrgð, harðneskju, kraft og baráttu. Allt mjög keflvískir hlutir í grunninn. Og ef það er einhver maður sem getur barið þessa hluti í þá, þá er það Siggi Ingimundar,“ sagði Pavel. „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður Ingimundarson. Þeir hafa verið dálítið flatir og í síðasta leik voru þeir bara ragir. Þetta var mjög ó-keflvískt. Ég ímynda mér að þar hafi menn fengið nóg. Þeir ætla ekki að loka tímabilinu svona,“ sagði Helgi en alla upphitunina má sjá hér að ofan. Leikur Hauka og Keflavíkur er á Stöð 2 BD klukkan 19:15 í kvöld, í beinni útsendingu GAZ-manna. Leikur Tindastóls og Þórs Þ. er á Stöð 2 Sport og leikur Hattar og Stjörnunnar á Stöð 2 BD2. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15.
Bónus-deild karla Haukar Keflavík ÍF Tengdar fréttir Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Margfaldi Íslands- og bikarmeistarinn í körfubolta, Sigurður Ingimundarson, segist enn vera sami þjálfarinn og rúmlega það frá því að hann var síðast í starfi árið 2016. Honum rann blóðið til skyldunnar þegar að kallið kom frá félaginu hans, Keflavík á dögunum. 13. febrúar 2025 09:00 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira
Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Margfaldi Íslands- og bikarmeistarinn í körfubolta, Sigurður Ingimundarson, segist enn vera sami þjálfarinn og rúmlega það frá því að hann var síðast í starfi árið 2016. Honum rann blóðið til skyldunnar þegar að kallið kom frá félaginu hans, Keflavík á dögunum. 13. febrúar 2025 09:00