Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar Sindri Sverrisson skrifar 13. febrúar 2025 09:30 John Eustace er hættur hjá Blackburn til að taka við Derby. Getty/Rob Newell Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Blackburn lýsa yfir vonbrigðum með þá ákvörðun knattspyrnustjórans John Eustace að yfirgefa félagið. Hann tók tilboði Derby sem er sextán sætum neðar en Blackburn í ensku B-deildinni. Eustace, sem er 45 ára, lék með Derby árið 2009 og einnig á síðustu árum ferils síns, 2013-15. Í tilkynningu Blackburn um brotthvarf stjórans segir að félagið sýni því skilning að Eustace vilji flytja nær fjölskyldu sinni og taka við liði sem hann hafi áður verið hjá. Félagið er engu að síður vonsvikið: „Félagið hafði vonast til að John myndi klára tímabilið og halda áfram sínu frábæra starfi, sérstaklega eftir að hafa styrkt leikmannahópinn í janúar og komið okkur í sterka stöðu í deildinni,“ segir í tilkynningunni. Blackburn er í 5. sæti B-deildarinnar en tvö lið fara beint upp og liðin í 3.-6. sæti fara í umspil um þriðja og síðasta lausa sætið í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Derby er tveimur stigum frá botni deildarinnar, í fjórða neðsta sæti, og hefur leikið leik meira en liðin þrjú sem sitja í fallsætunum. Eins og segir í tilkynningu Blackburn þá sótti félagið nýja leikmenn í janúarglugganum en það hafði jafnframt í för með sér að íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson, sem glímt hefur við meiðsli og veikindi á tímabilinu, var tekinn af lista yfir löglega leikmenn liðsins það sem eftir lifir leiktíðar. Arnór fór ekki leynt með vonbrigði sín yfir vinnubrögðum Blackburn-manna sem með því að skýra ekki stöðuna fyrr gerðu Arnóri mun erfiðara fyrir að finna sér nýtt og spennandi félag. Eustace sagði í viðtali við Lancashire Telegraph að Blackburn hefði neyðst til að taka Arnór af leikmannalista sínum eftir að hafa landað leikmönnum á lokadegi félagaskiptagluggans. „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Við tókum inn leikmenn og þar með var talan kominn yfir þann fjölda sem við máttum hafa skráða í hópnum. Með Siggy og meiðslastöðu hans þá var þetta mjög erfið ákvörðun. Hann er með frábært hugarfar. Hann tryggði okkur sigur í byrjun tímabils gegn Oxford og ég er búinn að bíða spenntur eftir að endurheimta hann í von um að hann myndi vinna fleiri leiki fyrir okkur. Í ljósi þess hvernig hann er staddur núna þá er glugginn enn opinn víða í Evrópu og í Bandaríkjunum. Þetta gefur honum tækifæri til að fá leiki annars staðar og þá meiri tíma en við hefðum líklega getað boðið honum,“ sagði Eustace og óskaði Arnóri alls hins besta. Enski boltinn Tengdar fréttir Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum John Eustace, knattspyrnustjóri Blackburn, segir það hafa verið afar erfiða ákvörðun að taka Arnór Sigurðsson út úr leikmannahópnum og útiloka þannig að hann gæti spilað meira fyrir liðið það sem eftir lifir leiktíðar. 10. febrúar 2025 12:32 Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Eustace, sem er 45 ára, lék með Derby árið 2009 og einnig á síðustu árum ferils síns, 2013-15. Í tilkynningu Blackburn um brotthvarf stjórans segir að félagið sýni því skilning að Eustace vilji flytja nær fjölskyldu sinni og taka við liði sem hann hafi áður verið hjá. Félagið er engu að síður vonsvikið: „Félagið hafði vonast til að John myndi klára tímabilið og halda áfram sínu frábæra starfi, sérstaklega eftir að hafa styrkt leikmannahópinn í janúar og komið okkur í sterka stöðu í deildinni,“ segir í tilkynningunni. Blackburn er í 5. sæti B-deildarinnar en tvö lið fara beint upp og liðin í 3.-6. sæti fara í umspil um þriðja og síðasta lausa sætið í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Derby er tveimur stigum frá botni deildarinnar, í fjórða neðsta sæti, og hefur leikið leik meira en liðin þrjú sem sitja í fallsætunum. Eins og segir í tilkynningu Blackburn þá sótti félagið nýja leikmenn í janúarglugganum en það hafði jafnframt í för með sér að íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson, sem glímt hefur við meiðsli og veikindi á tímabilinu, var tekinn af lista yfir löglega leikmenn liðsins það sem eftir lifir leiktíðar. Arnór fór ekki leynt með vonbrigði sín yfir vinnubrögðum Blackburn-manna sem með því að skýra ekki stöðuna fyrr gerðu Arnóri mun erfiðara fyrir að finna sér nýtt og spennandi félag. Eustace sagði í viðtali við Lancashire Telegraph að Blackburn hefði neyðst til að taka Arnór af leikmannalista sínum eftir að hafa landað leikmönnum á lokadegi félagaskiptagluggans. „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Við tókum inn leikmenn og þar með var talan kominn yfir þann fjölda sem við máttum hafa skráða í hópnum. Með Siggy og meiðslastöðu hans þá var þetta mjög erfið ákvörðun. Hann er með frábært hugarfar. Hann tryggði okkur sigur í byrjun tímabils gegn Oxford og ég er búinn að bíða spenntur eftir að endurheimta hann í von um að hann myndi vinna fleiri leiki fyrir okkur. Í ljósi þess hvernig hann er staddur núna þá er glugginn enn opinn víða í Evrópu og í Bandaríkjunum. Þetta gefur honum tækifæri til að fá leiki annars staðar og þá meiri tíma en við hefðum líklega getað boðið honum,“ sagði Eustace og óskaði Arnóri alls hins besta.
Enski boltinn Tengdar fréttir Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum John Eustace, knattspyrnustjóri Blackburn, segir það hafa verið afar erfiða ákvörðun að taka Arnór Sigurðsson út úr leikmannahópnum og útiloka þannig að hann gæti spilað meira fyrir liðið það sem eftir lifir leiktíðar. 10. febrúar 2025 12:32 Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum John Eustace, knattspyrnustjóri Blackburn, segir það hafa verið afar erfiða ákvörðun að taka Arnór Sigurðsson út úr leikmannahópnum og útiloka þannig að hann gæti spilað meira fyrir liðið það sem eftir lifir leiktíðar. 10. febrúar 2025 12:32