Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar Sindri Sverrisson skrifar 13. febrúar 2025 09:30 John Eustace er hættur hjá Blackburn til að taka við Derby. Getty/Rob Newell Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Blackburn lýsa yfir vonbrigðum með þá ákvörðun knattspyrnustjórans John Eustace að yfirgefa félagið. Hann tók tilboði Derby sem er sextán sætum neðar en Blackburn í ensku B-deildinni. Eustace, sem er 45 ára, lék með Derby árið 2009 og einnig á síðustu árum ferils síns, 2013-15. Í tilkynningu Blackburn um brotthvarf stjórans segir að félagið sýni því skilning að Eustace vilji flytja nær fjölskyldu sinni og taka við liði sem hann hafi áður verið hjá. Félagið er engu að síður vonsvikið: „Félagið hafði vonast til að John myndi klára tímabilið og halda áfram sínu frábæra starfi, sérstaklega eftir að hafa styrkt leikmannahópinn í janúar og komið okkur í sterka stöðu í deildinni,“ segir í tilkynningunni. Blackburn er í 5. sæti B-deildarinnar en tvö lið fara beint upp og liðin í 3.-6. sæti fara í umspil um þriðja og síðasta lausa sætið í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Derby er tveimur stigum frá botni deildarinnar, í fjórða neðsta sæti, og hefur leikið leik meira en liðin þrjú sem sitja í fallsætunum. Eins og segir í tilkynningu Blackburn þá sótti félagið nýja leikmenn í janúarglugganum en það hafði jafnframt í för með sér að íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson, sem glímt hefur við meiðsli og veikindi á tímabilinu, var tekinn af lista yfir löglega leikmenn liðsins það sem eftir lifir leiktíðar. Arnór fór ekki leynt með vonbrigði sín yfir vinnubrögðum Blackburn-manna sem með því að skýra ekki stöðuna fyrr gerðu Arnóri mun erfiðara fyrir að finna sér nýtt og spennandi félag. Eustace sagði í viðtali við Lancashire Telegraph að Blackburn hefði neyðst til að taka Arnór af leikmannalista sínum eftir að hafa landað leikmönnum á lokadegi félagaskiptagluggans. „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Við tókum inn leikmenn og þar með var talan kominn yfir þann fjölda sem við máttum hafa skráða í hópnum. Með Siggy og meiðslastöðu hans þá var þetta mjög erfið ákvörðun. Hann er með frábært hugarfar. Hann tryggði okkur sigur í byrjun tímabils gegn Oxford og ég er búinn að bíða spenntur eftir að endurheimta hann í von um að hann myndi vinna fleiri leiki fyrir okkur. Í ljósi þess hvernig hann er staddur núna þá er glugginn enn opinn víða í Evrópu og í Bandaríkjunum. Þetta gefur honum tækifæri til að fá leiki annars staðar og þá meiri tíma en við hefðum líklega getað boðið honum,“ sagði Eustace og óskaði Arnóri alls hins besta. Enski boltinn Tengdar fréttir Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum John Eustace, knattspyrnustjóri Blackburn, segir það hafa verið afar erfiða ákvörðun að taka Arnór Sigurðsson út úr leikmannahópnum og útiloka þannig að hann gæti spilað meira fyrir liðið það sem eftir lifir leiktíðar. 10. febrúar 2025 12:32 Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Fleiri fréttir Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Sjá meira
Eustace, sem er 45 ára, lék með Derby árið 2009 og einnig á síðustu árum ferils síns, 2013-15. Í tilkynningu Blackburn um brotthvarf stjórans segir að félagið sýni því skilning að Eustace vilji flytja nær fjölskyldu sinni og taka við liði sem hann hafi áður verið hjá. Félagið er engu að síður vonsvikið: „Félagið hafði vonast til að John myndi klára tímabilið og halda áfram sínu frábæra starfi, sérstaklega eftir að hafa styrkt leikmannahópinn í janúar og komið okkur í sterka stöðu í deildinni,“ segir í tilkynningunni. Blackburn er í 5. sæti B-deildarinnar en tvö lið fara beint upp og liðin í 3.-6. sæti fara í umspil um þriðja og síðasta lausa sætið í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Derby er tveimur stigum frá botni deildarinnar, í fjórða neðsta sæti, og hefur leikið leik meira en liðin þrjú sem sitja í fallsætunum. Eins og segir í tilkynningu Blackburn þá sótti félagið nýja leikmenn í janúarglugganum en það hafði jafnframt í för með sér að íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson, sem glímt hefur við meiðsli og veikindi á tímabilinu, var tekinn af lista yfir löglega leikmenn liðsins það sem eftir lifir leiktíðar. Arnór fór ekki leynt með vonbrigði sín yfir vinnubrögðum Blackburn-manna sem með því að skýra ekki stöðuna fyrr gerðu Arnóri mun erfiðara fyrir að finna sér nýtt og spennandi félag. Eustace sagði í viðtali við Lancashire Telegraph að Blackburn hefði neyðst til að taka Arnór af leikmannalista sínum eftir að hafa landað leikmönnum á lokadegi félagaskiptagluggans. „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Við tókum inn leikmenn og þar með var talan kominn yfir þann fjölda sem við máttum hafa skráða í hópnum. Með Siggy og meiðslastöðu hans þá var þetta mjög erfið ákvörðun. Hann er með frábært hugarfar. Hann tryggði okkur sigur í byrjun tímabils gegn Oxford og ég er búinn að bíða spenntur eftir að endurheimta hann í von um að hann myndi vinna fleiri leiki fyrir okkur. Í ljósi þess hvernig hann er staddur núna þá er glugginn enn opinn víða í Evrópu og í Bandaríkjunum. Þetta gefur honum tækifæri til að fá leiki annars staðar og þá meiri tíma en við hefðum líklega getað boðið honum,“ sagði Eustace og óskaði Arnóri alls hins besta.
Enski boltinn Tengdar fréttir Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum John Eustace, knattspyrnustjóri Blackburn, segir það hafa verið afar erfiða ákvörðun að taka Arnór Sigurðsson út úr leikmannahópnum og útiloka þannig að hann gæti spilað meira fyrir liðið það sem eftir lifir leiktíðar. 10. febrúar 2025 12:32 Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Fleiri fréttir Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Sjá meira
Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum John Eustace, knattspyrnustjóri Blackburn, segir það hafa verið afar erfiða ákvörðun að taka Arnór Sigurðsson út úr leikmannahópnum og útiloka þannig að hann gæti spilað meira fyrir liðið það sem eftir lifir leiktíðar. 10. febrúar 2025 12:32