Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar 15. febrúar 2025 07:01 Árið 2023 skipaði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tíu manna nefnd til að móta lagalegan grunn fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar í Danmörku. Nefndin kallaðist Udvalget for en mere værdig død eða Nefnd um virðulegra andlát. Hún var skipuð samkvæmt eftirfarandi viðmiðum: Fagfólk með sérfræðiþekkingu á lífslokameðferð Sérfræðingar með þekkingu á öldrunarmálum Aðilar með reynslu af lífslokum út frá andlegu, heimspekilegu eða félagslegu sjónarhorni Fulltrúar sem endurspegla danskt samfélag, svo sem aðstandendur eða aðrir með persónulega reynslu af lífslokum Samkvæmt erindisbréfi nefndarinnar var markmið hennar að hefja samtal við Dani um virðulegra andlát og styðja við áform ríkisstjórnarinnar um að móta danska fyrirmynd að slíkri framkvæmd. Nálgunin byggist á þeim hefðum sem þegar eru fyrir hendi í Danmörku varðandi umönnun og meðferð sjúklinga í líknarmeðferð. Tveir nefndarmenn sögðu sig frá starfi nefndarinnar eftir nokkurn tíma, þar sem þeir töldu nefndina ekki nægilega sveigjanlega við mótun tillagna um dánaraðstoð. Formaður nefndarinnar var Kathrine Lilleør, prestur. Niðurstaða nefndarinnar Í lok janúar 2025 skilaði nefndin niðurstöðum sínum, byggðum á svokallaðri Oregon-leið. Samkvæmt þeirri leið ávísar læknir lyfjum sem einstaklingurinn sækir sjálfur í apótek og innbyrðir. Nefndin lagði fram eftirfarandi skilyrði fyrir því að einstaklingur geti óskað eftir dánaraðstoð: 1.Viðkomandi þarf að hafa tjáð ósk sína skýrt og ótvírætt og sýnt fram á að hún sé sett fram af fúsum og frjálsum vilja. 2.Viðkomandi þarf að vera lögráða og hafa fullt ákvörðunarvald. 3.Allir mögulegir valkostir til að lina þjáningar þurfa að hafa verið kannaðir. 4. Læknisfræðilegt mat skal staðfesta að viðkomandi eigi að hámarki sex mánuði ólifaða. 5.Einstaklingurinn verður sjálfur að innbyrða lyfin sem þarf til dánaraðstoðar en heilbrigðisstarfsfólk skal veita lyfja- og læknisfræðilega ráðgjöf. 6. Í undantekningartilfellum getur heilbrigðisstarfsfólk aðstoðað við lyfjainntöku ef einstaklingurinn er ekki fær um að innbyrða lyfið sjálfur, að því gefnu að sá sem aðstoðar gerir það af fúsum og frjálsum vilja. Í öllum tilvikum þar sem lyfjum til dánaraðstoðar er ávísað skal framkvæmdin skráð og tilkynnt viðeigandi yfirvöldum. Af átta nefndarmönnum studdu tveir fyrstu fimm skilyrðin, en fimm samþykktu öll sex. Afstaða Siðfræðiráðs og Danska læknafélagsins Siðfræðiráð Danmerkur (Det Etiske Råd) lagðist gegn lögleiðingu dánaraðstoðar og gagnrýndi nefndina fyrir að fjalla ekki nægilega um siðferðisleg álitaefni. Ráðið telur að ekki sé hægt að tryggja að einstaklingar óski eftir dánaraðstoð af fúsum og frjálsum vilja og að erfitt sé að ganga úr skugga um að þeir upplifi sig ekki sem byrði á sínum nánustu. Í áliti Siðfræðiráðsins frá 2023 var lögð áhersla á fimm spurningar sem ráðið taldi mikilvægt að svara. Hér fyrir neðan eru spurningarnar ásamt svörum Nefndar um virðulegra andlát. 1. Hver ætti að veita dánaraðstoð? Nefndin leggur til Oregon-leiðina þar sem einstaklingur innbyrðir lyfið sjálfur og læknar hafa ekki beina aðkomu að verknaðinum. Hins vegar er nefndin sammála um að í undantekningar-tilfellum eigi að vera hægt að óska eftir aðstoð við lyfjainntöku. Samkvæmt þessu yrðu læknar ekki settir í þá stöðu að framkvæma dánaraðstoð nema í undantekningartilfellum, líkt og tíðkast til dæmis í Viktoríufylki í Ástralíu. 2. Hverjir eiga að hafa aðgang að dánaraðstoð? Nefndin leggur til að aðeins deyjandi einstaklingar með staðfesta lífslokagreiningu (innan sex mánaða) geti fengið dánaraðstoð. Læknar hafa þó bent á að erfitt sé að spá fyrir um lífslíkur einstaklings með fullri vissu auk þess sem þetta skilyrði útilokar einstaklinga með langvinna, lífshamlandi sjúkdóma eins og MND og Parkinson. Þannig yrði þessi hópur áfram sviptur möguleikanum á dánaraðstoð þrátt fyrir mikla þjáningu. 3. Á dánaraðstoð aðeins að vera fyrir fólk með líkamlega sjúkdóma? Nefndin svarar þessu ekki beint, en með því að takmarka aðgang við dánaraðstoð við sex mánaða lífslokagreiningu útilokar hún einstaklinga með geðsjúkdóma. 4. Krefst dánaraðstoð aðkomu heilbrigðisstarfsfólks? Nefndin mælir með Oregon-leiðinni þar sem læknar ávísa lyfjum sem einstaklingurinn innbyrðir sjálfur en hafa ekki beina aðkomu að verknaðinum nema í undantekningartilfellum. 5. Hvernig er lagt mat á lífsgæði einstaklingsins? Hvenær eru lífsgæði einstaklings það skert að dánaraðstoð sé réttlætanleg? Nefndin telur að samfélagið hafi þegar viðurkennt rétt einstaklingsins til að taka ákvarðanir um eigið líf, t.d. í tengslum við þungunarrof og höfnun lífslengjandi meðferðar. Að sama skapi ætti dánaraðstoð að byggjast á rétti einstaklingsins til sjálfræðis yfir eigin lífslokum. Þrátt fyrir að nefndin hafi svarað þessum fimm spurningum skilmerkilega telur Siðfræðiráð að svörin séu ekki fullnægjandi og leggst því gegn niðurstöðum hennar. Danska læknafélagið (Lægeforeningen) er einnig eindregið andvígt dánaraðstoð. Í könnun frá 2017 kom fram að 80% danskra lækna voru á móti lögleiðingu hennar. Viðhorf dönsku þjóðarinnar Rannsóknir hafa sýnt að meirihluti Dana styður lögleiðingu dánaraðstoðar. Könnun sem Jyllandsposten lét framkvæma leiddi í ljós að 80% Dana styðja dánaraðstoð. 68% telja að heilbrigðisstarfsmenn eigi að hafa aðkomu að framkvæmd hennar. Önnur könnun, sem var framkvæmd að frumkvæði Danmarks Radio, sýndi að 72% Dana eru hlynntir dánaraðstoð en aðeins 10% sögðust andvíg henni. Framtíð dánaraðstoðar í Danmörku Í erindisbréfi nefndarinnar segir: „Ríkisstjórnin vill hefja samtal við Dani um virðulegri dauðdaga. Virðulegur dauðdagi snýst ekki aðeins um hvernig við yfirgefum þennan heim, heldur einnig um umhyggju á lokastigi lífsins. Þetta verður ekki auðvelt samtal, en þetta er samtal sem þarf að eiga með hliðsjón af sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins.“ Thomas Søbirk Petersen, prófessor í lífsiðfræði og réttarheimspeki og einn nefndarmanna, telur að málið snúast fyrst og fremst um rétt einstaklingsins til að ákveða eigin örlög. Hann styður dánaraðstoð og segir: “Sjálfræði er mikilvægt gildi í samfélagi okkar, sem við þegar virðum innan heilbrigðiskerfisins. Við virðum rétt einstaklinga til þungunarrofs og til að hafna lífslengjandi meðferð. Að auki teljum við að með lögleiðingu dánaraðstoðar megi koma í veg fyrir ákveðnar tegundir þjáningar hjá fólki sem er dauðvona.” Allir nefndarmenn eru sammála um að bæta þurfi líknarmeðferð, faglega verkjastillingu og umönnun og stuðning fyrir deyjandi einstaklinga. Þeir telja jafnframt að lögleiðing dánaraðstoðar gæti ýtt undir öflugra stuðningskerfi fyrir deyjandi einstaklinga, til dæmis með auknum fjölda líknarrýma og markvissari þjálfun heilbrigðisstarfsfólks í líknarmeðferð. Þrátt fyrir andstöðu lækna og Siðfræðiráðs bendir margt til þess að dánaraðstoð verði lögleidd í Danmörku í náinni framtíð. Greinarhöfundur er stjórnarmaður í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dánaraðstoð Bjarni Jónsson Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2023 skipaði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tíu manna nefnd til að móta lagalegan grunn fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar í Danmörku. Nefndin kallaðist Udvalget for en mere værdig død eða Nefnd um virðulegra andlát. Hún var skipuð samkvæmt eftirfarandi viðmiðum: Fagfólk með sérfræðiþekkingu á lífslokameðferð Sérfræðingar með þekkingu á öldrunarmálum Aðilar með reynslu af lífslokum út frá andlegu, heimspekilegu eða félagslegu sjónarhorni Fulltrúar sem endurspegla danskt samfélag, svo sem aðstandendur eða aðrir með persónulega reynslu af lífslokum Samkvæmt erindisbréfi nefndarinnar var markmið hennar að hefja samtal við Dani um virðulegra andlát og styðja við áform ríkisstjórnarinnar um að móta danska fyrirmynd að slíkri framkvæmd. Nálgunin byggist á þeim hefðum sem þegar eru fyrir hendi í Danmörku varðandi umönnun og meðferð sjúklinga í líknarmeðferð. Tveir nefndarmenn sögðu sig frá starfi nefndarinnar eftir nokkurn tíma, þar sem þeir töldu nefndina ekki nægilega sveigjanlega við mótun tillagna um dánaraðstoð. Formaður nefndarinnar var Kathrine Lilleør, prestur. Niðurstaða nefndarinnar Í lok janúar 2025 skilaði nefndin niðurstöðum sínum, byggðum á svokallaðri Oregon-leið. Samkvæmt þeirri leið ávísar læknir lyfjum sem einstaklingurinn sækir sjálfur í apótek og innbyrðir. Nefndin lagði fram eftirfarandi skilyrði fyrir því að einstaklingur geti óskað eftir dánaraðstoð: 1.Viðkomandi þarf að hafa tjáð ósk sína skýrt og ótvírætt og sýnt fram á að hún sé sett fram af fúsum og frjálsum vilja. 2.Viðkomandi þarf að vera lögráða og hafa fullt ákvörðunarvald. 3.Allir mögulegir valkostir til að lina þjáningar þurfa að hafa verið kannaðir. 4. Læknisfræðilegt mat skal staðfesta að viðkomandi eigi að hámarki sex mánuði ólifaða. 5.Einstaklingurinn verður sjálfur að innbyrða lyfin sem þarf til dánaraðstoðar en heilbrigðisstarfsfólk skal veita lyfja- og læknisfræðilega ráðgjöf. 6. Í undantekningartilfellum getur heilbrigðisstarfsfólk aðstoðað við lyfjainntöku ef einstaklingurinn er ekki fær um að innbyrða lyfið sjálfur, að því gefnu að sá sem aðstoðar gerir það af fúsum og frjálsum vilja. Í öllum tilvikum þar sem lyfjum til dánaraðstoðar er ávísað skal framkvæmdin skráð og tilkynnt viðeigandi yfirvöldum. Af átta nefndarmönnum studdu tveir fyrstu fimm skilyrðin, en fimm samþykktu öll sex. Afstaða Siðfræðiráðs og Danska læknafélagsins Siðfræðiráð Danmerkur (Det Etiske Råd) lagðist gegn lögleiðingu dánaraðstoðar og gagnrýndi nefndina fyrir að fjalla ekki nægilega um siðferðisleg álitaefni. Ráðið telur að ekki sé hægt að tryggja að einstaklingar óski eftir dánaraðstoð af fúsum og frjálsum vilja og að erfitt sé að ganga úr skugga um að þeir upplifi sig ekki sem byrði á sínum nánustu. Í áliti Siðfræðiráðsins frá 2023 var lögð áhersla á fimm spurningar sem ráðið taldi mikilvægt að svara. Hér fyrir neðan eru spurningarnar ásamt svörum Nefndar um virðulegra andlát. 1. Hver ætti að veita dánaraðstoð? Nefndin leggur til Oregon-leiðina þar sem einstaklingur innbyrðir lyfið sjálfur og læknar hafa ekki beina aðkomu að verknaðinum. Hins vegar er nefndin sammála um að í undantekningar-tilfellum eigi að vera hægt að óska eftir aðstoð við lyfjainntöku. Samkvæmt þessu yrðu læknar ekki settir í þá stöðu að framkvæma dánaraðstoð nema í undantekningartilfellum, líkt og tíðkast til dæmis í Viktoríufylki í Ástralíu. 2. Hverjir eiga að hafa aðgang að dánaraðstoð? Nefndin leggur til að aðeins deyjandi einstaklingar með staðfesta lífslokagreiningu (innan sex mánaða) geti fengið dánaraðstoð. Læknar hafa þó bent á að erfitt sé að spá fyrir um lífslíkur einstaklings með fullri vissu auk þess sem þetta skilyrði útilokar einstaklinga með langvinna, lífshamlandi sjúkdóma eins og MND og Parkinson. Þannig yrði þessi hópur áfram sviptur möguleikanum á dánaraðstoð þrátt fyrir mikla þjáningu. 3. Á dánaraðstoð aðeins að vera fyrir fólk með líkamlega sjúkdóma? Nefndin svarar þessu ekki beint, en með því að takmarka aðgang við dánaraðstoð við sex mánaða lífslokagreiningu útilokar hún einstaklinga með geðsjúkdóma. 4. Krefst dánaraðstoð aðkomu heilbrigðisstarfsfólks? Nefndin mælir með Oregon-leiðinni þar sem læknar ávísa lyfjum sem einstaklingurinn innbyrðir sjálfur en hafa ekki beina aðkomu að verknaðinum nema í undantekningartilfellum. 5. Hvernig er lagt mat á lífsgæði einstaklingsins? Hvenær eru lífsgæði einstaklings það skert að dánaraðstoð sé réttlætanleg? Nefndin telur að samfélagið hafi þegar viðurkennt rétt einstaklingsins til að taka ákvarðanir um eigið líf, t.d. í tengslum við þungunarrof og höfnun lífslengjandi meðferðar. Að sama skapi ætti dánaraðstoð að byggjast á rétti einstaklingsins til sjálfræðis yfir eigin lífslokum. Þrátt fyrir að nefndin hafi svarað þessum fimm spurningum skilmerkilega telur Siðfræðiráð að svörin séu ekki fullnægjandi og leggst því gegn niðurstöðum hennar. Danska læknafélagið (Lægeforeningen) er einnig eindregið andvígt dánaraðstoð. Í könnun frá 2017 kom fram að 80% danskra lækna voru á móti lögleiðingu hennar. Viðhorf dönsku þjóðarinnar Rannsóknir hafa sýnt að meirihluti Dana styður lögleiðingu dánaraðstoðar. Könnun sem Jyllandsposten lét framkvæma leiddi í ljós að 80% Dana styðja dánaraðstoð. 68% telja að heilbrigðisstarfsmenn eigi að hafa aðkomu að framkvæmd hennar. Önnur könnun, sem var framkvæmd að frumkvæði Danmarks Radio, sýndi að 72% Dana eru hlynntir dánaraðstoð en aðeins 10% sögðust andvíg henni. Framtíð dánaraðstoðar í Danmörku Í erindisbréfi nefndarinnar segir: „Ríkisstjórnin vill hefja samtal við Dani um virðulegri dauðdaga. Virðulegur dauðdagi snýst ekki aðeins um hvernig við yfirgefum þennan heim, heldur einnig um umhyggju á lokastigi lífsins. Þetta verður ekki auðvelt samtal, en þetta er samtal sem þarf að eiga með hliðsjón af sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins.“ Thomas Søbirk Petersen, prófessor í lífsiðfræði og réttarheimspeki og einn nefndarmanna, telur að málið snúast fyrst og fremst um rétt einstaklingsins til að ákveða eigin örlög. Hann styður dánaraðstoð og segir: “Sjálfræði er mikilvægt gildi í samfélagi okkar, sem við þegar virðum innan heilbrigðiskerfisins. Við virðum rétt einstaklinga til þungunarrofs og til að hafna lífslengjandi meðferð. Að auki teljum við að með lögleiðingu dánaraðstoðar megi koma í veg fyrir ákveðnar tegundir þjáningar hjá fólki sem er dauðvona.” Allir nefndarmenn eru sammála um að bæta þurfi líknarmeðferð, faglega verkjastillingu og umönnun og stuðning fyrir deyjandi einstaklinga. Þeir telja jafnframt að lögleiðing dánaraðstoðar gæti ýtt undir öflugra stuðningskerfi fyrir deyjandi einstaklinga, til dæmis með auknum fjölda líknarrýma og markvissari þjálfun heilbrigðisstarfsfólks í líknarmeðferð. Þrátt fyrir andstöðu lækna og Siðfræðiráðs bendir margt til þess að dánaraðstoð verði lögleidd í Danmörku í náinni framtíð. Greinarhöfundur er stjórnarmaður í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun