„Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. febrúar 2025 13:02 Sölvi Geir Ottesen stýrir Víkingum í stórum leik í kvöld. Jafnvel þeim stærsta sem íslenskt fótboltalið hefur spilað. vísir/Aron Öll áhersla Víkinga síðustu vikur og mánuði hefur verið á leik dagsins við Panathinaikos í umspili Sambandsdeildar Evrópu. Allar æfingar og leikir hafa tekið mið af leikstíl gríska liðsins. Sölvi Geir Ottesen tók við keflinu af Arnari Gunnlaugssyni í vetur en eftir að Víkingar tryggðu sæti sitt í umspilinu hefur ekkert annað komist að en þessir leikir. Víkingur átti lengsta tímabil íslensks liðs í sögunni á síðasta ári og því tímabili í raun ekki enn lokið. Öll nálgun hafi tekið mið af andstæðingi dagsins. „Við ákváðum það eftir að við komum til baka úr þessu stutta fríi okkar, sem var sirka þrjár vikur, að við skildum setja allan fókusinn okkar á þennan leik. Allir æfingaleikirnir sem við spiluðum voru út frá þessum leik. Kerfin sem við vorum að prófa eru þau sem okkur þótti hentugast á móti þeim,“ segir Sölvi Geir. Aðallið félagsins fékk téð vetrarfrí og þeir sem yngri eru spiluðu fyrstu leiki Víkings í Reykjavíkurmótinu á meðan aðrir kláruðu fríið. Haft margar vikur til að stúdera Grikkina Á meðal þeirra leikmanna sem spiluðu þar var Stígur Diljan Þórðarson, sem gekk í raðir Víkings fyrir áramót, en fékk þó ekki leikheimild fyrr en eftir Reykjavíkurmótið. Umtalaðar voru sektir sem Víkingur tók á kassann til að Stígur gæti komist inn í hlutina, öðlast leikform og spilað með í Reykjavíkurmótinu. „Það er líka kannski ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann í Reykjavíkurmótinu til að undirbúa okkur fyrir þetta verkefni. Við höfum haft góðan tíma til að fara yfir þetta. Það er kannski það jákvæða við okkar einvígi á móti Panathinaikos að við höfum haft margar vikur til að stúdera þá og gera okkur klára fyrir þennan leik. Kannski vegur upp á móti að við erum ekki í besta leikforminu,“ segir Sölvi Geir. Ekkert kvartað í erfiðum janúar Víkingar séu sannarlega ekki á sama stað og þegar síðustu Evrópuleikir fóru fram. Margir leikirnir í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar voru í miðri viku á milli mikilvægra leikja hér heima og þá gafst andrými á milli þeirra þegar leið á. Þó engin pása í líkingu við þá sem þeir hafa fengið síðustu vikur, á meðan Panathinaikos er á miðju tímabili. „Við erum ekki á sama stað og við vorum þegar við vorum að spila á móti LASK og Djugarden þessa síðustu leiki í Sambandsdeildinni en teljum okkur samt sem áður verið í góðu formi. Við höfum lent í hindrunum með veður og svoleiðis heima, það hefur ekki verið besta verðið í janúar, En ég verð að hrósa leikmönnum fyrir það hversu einbeittir þeir voru í gegnum allt þetta ferli að koma sér í gang. Þeir kvörtuðu ekki einu sinni yfir því sem bjátaði á og mér líður rosalega vel með hvar liðið er statt núna. Við erum bara fullir tilhlökkunar,“ segir Sölvi Geir. Víkingur og Panathinaikos mætast klukkan 17:45 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Sport Fleiri fréttir „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Sölvi Geir Ottesen tók við keflinu af Arnari Gunnlaugssyni í vetur en eftir að Víkingar tryggðu sæti sitt í umspilinu hefur ekkert annað komist að en þessir leikir. Víkingur átti lengsta tímabil íslensks liðs í sögunni á síðasta ári og því tímabili í raun ekki enn lokið. Öll nálgun hafi tekið mið af andstæðingi dagsins. „Við ákváðum það eftir að við komum til baka úr þessu stutta fríi okkar, sem var sirka þrjár vikur, að við skildum setja allan fókusinn okkar á þennan leik. Allir æfingaleikirnir sem við spiluðum voru út frá þessum leik. Kerfin sem við vorum að prófa eru þau sem okkur þótti hentugast á móti þeim,“ segir Sölvi Geir. Aðallið félagsins fékk téð vetrarfrí og þeir sem yngri eru spiluðu fyrstu leiki Víkings í Reykjavíkurmótinu á meðan aðrir kláruðu fríið. Haft margar vikur til að stúdera Grikkina Á meðal þeirra leikmanna sem spiluðu þar var Stígur Diljan Þórðarson, sem gekk í raðir Víkings fyrir áramót, en fékk þó ekki leikheimild fyrr en eftir Reykjavíkurmótið. Umtalaðar voru sektir sem Víkingur tók á kassann til að Stígur gæti komist inn í hlutina, öðlast leikform og spilað með í Reykjavíkurmótinu. „Það er líka kannski ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann í Reykjavíkurmótinu til að undirbúa okkur fyrir þetta verkefni. Við höfum haft góðan tíma til að fara yfir þetta. Það er kannski það jákvæða við okkar einvígi á móti Panathinaikos að við höfum haft margar vikur til að stúdera þá og gera okkur klára fyrir þennan leik. Kannski vegur upp á móti að við erum ekki í besta leikforminu,“ segir Sölvi Geir. Ekkert kvartað í erfiðum janúar Víkingar séu sannarlega ekki á sama stað og þegar síðustu Evrópuleikir fóru fram. Margir leikirnir í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar voru í miðri viku á milli mikilvægra leikja hér heima og þá gafst andrými á milli þeirra þegar leið á. Þó engin pása í líkingu við þá sem þeir hafa fengið síðustu vikur, á meðan Panathinaikos er á miðju tímabili. „Við erum ekki á sama stað og við vorum þegar við vorum að spila á móti LASK og Djugarden þessa síðustu leiki í Sambandsdeildinni en teljum okkur samt sem áður verið í góðu formi. Við höfum lent í hindrunum með veður og svoleiðis heima, það hefur ekki verið besta verðið í janúar, En ég verð að hrósa leikmönnum fyrir það hversu einbeittir þeir voru í gegnum allt þetta ferli að koma sér í gang. Þeir kvörtuðu ekki einu sinni yfir því sem bjátaði á og mér líður rosalega vel með hvar liðið er statt núna. Við erum bara fullir tilhlökkunar,“ segir Sölvi Geir. Víkingur og Panathinaikos mætast klukkan 17:45 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Sport Fleiri fréttir „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó