Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2025 16:19 Davíð Smári Lamude er þjálfari Vestra sem undirbýr sig nú fyrir annað tímabil liðsins meðal þeirra bestu. Vísir/Viktor Freyr Arnarson Gjaldþrot Davíðs Smára Lamude, þjálfara Vestra í Bestu deild karla í knattspyrnu, nam 79 milljónum króna. Skatturinn sektaði Davíð Smára um tugi milljóna króna að lokinni rannsókn skattrannsóknarstjóra á þjálfaranum. Hann horfir björtum augum fram á veginn og segist hafa lagt á sig mikla vinnu til að snúa lífi sínu til betri vegar. Í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að Davíð Smári hafi með úrskurði Héraðsdóms Vestfjarða þann 7. nóvember síðastliðinn verið úrskurðaður gjaldþrota. Skiptastjóri var skipaður yfir búinu sem lauk störfum innan við tólf vikum síðar. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom krafan um gjaldþrotaskipti frá Skattinum og var á grundvelli rannsóknar skattrannsóknarstjóra á skilum Davíðs Smára á opinberum gjöldum. Í slíkum rannsóknum krefst skattrannsóknarstjóri yfirleitt kyrrsetningar á eignum en þær virðast ekki hafa verið fyrir hendi. Skatturinn sektaði Davíð Smára og þegar hún fékkst ekki greidd krafðist Skatturinn gjaldþrots. Davíð Smári sneri sér að knattspyrnuþjálfun fyrir nokkrum árum og fór með lið Kórdrengja upp um þrjár deildar á jafnmörgum árum, upp í næstefstu deild. Félagið heyrir í dag sögunni til. Davíð Smári var ráðinn til Vestra á Ísafirði og kom liðinu strax upp í efstu deild árið 2023. Liðið hélt sæti sínu í deildinni á síðasta tímabili. Davíð segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að hann hvorki feli þá staðreynd né neiti að bú hans hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta. „Ég hef hins vegar átt í góðum samskiptum við skiptastjóra bús míns. Gert hefur verið grein fyrir málum öllum og spurningum hans svarað. Lengi skal manninn reyna. Undanfarin ár hef ég lagt á mig mikla vinnu til að snúa lífi mínu til betri vegar og er stoltur af því sem ég hef áorkað. Ég lít því spenntur til framtíðar,“ segir Davíð. Vestri Ísafjarðarbær Skattar og tollar Gjaldþrot Tengdar fréttir Formaðurinn og þjálfarinn handskafa völlinn fyrir stórleikinn á morgun Vestramenn sitja ekki auðum höndum þessar klukkustundirnar. Fjölmennur hópur vaskra manna er mættur á Kerecisvöllinn til þess að handskafa völlinn eftir snjókomu síðustu tveggja sólarhringa. Á morgun taka Vestramenn á móti Fylki í lokaumferð Bestu deildarinnar. Leikur sem að sker úr um hvort heimamenn haldi sæti sínu í deildinni. 25. október 2024 13:47 „Ef Andri hefði náð að haldast heill þá værum við ekki að berjast fyrir lífi okkar“ Vestri vann 2-4 útisigur gegn Fram. Þetta var annar sigur Vestra í röð og Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra var ánægður með sigurinn og þá staðreynd að þetta var hans fyrsti sigur gegn Fram. 5. október 2024 16:41 Davíð Smári um dómarana: „Menn sem vilja fá að vera í sviðsljósinu“ Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra var sáttur þrátt fyrir tap gegn Val í Bestu deildinni í dag. Vestri komst yfir eftir tíu mínútna leik en náðu ekki að halda út. 25. ágúst 2024 19:02 Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Viðskipti erlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Samstarf Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Sjá meira
Í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að Davíð Smári hafi með úrskurði Héraðsdóms Vestfjarða þann 7. nóvember síðastliðinn verið úrskurðaður gjaldþrota. Skiptastjóri var skipaður yfir búinu sem lauk störfum innan við tólf vikum síðar. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom krafan um gjaldþrotaskipti frá Skattinum og var á grundvelli rannsóknar skattrannsóknarstjóra á skilum Davíðs Smára á opinberum gjöldum. Í slíkum rannsóknum krefst skattrannsóknarstjóri yfirleitt kyrrsetningar á eignum en þær virðast ekki hafa verið fyrir hendi. Skatturinn sektaði Davíð Smára og þegar hún fékkst ekki greidd krafðist Skatturinn gjaldþrots. Davíð Smári sneri sér að knattspyrnuþjálfun fyrir nokkrum árum og fór með lið Kórdrengja upp um þrjár deildar á jafnmörgum árum, upp í næstefstu deild. Félagið heyrir í dag sögunni til. Davíð Smári var ráðinn til Vestra á Ísafirði og kom liðinu strax upp í efstu deild árið 2023. Liðið hélt sæti sínu í deildinni á síðasta tímabili. Davíð segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að hann hvorki feli þá staðreynd né neiti að bú hans hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta. „Ég hef hins vegar átt í góðum samskiptum við skiptastjóra bús míns. Gert hefur verið grein fyrir málum öllum og spurningum hans svarað. Lengi skal manninn reyna. Undanfarin ár hef ég lagt á mig mikla vinnu til að snúa lífi mínu til betri vegar og er stoltur af því sem ég hef áorkað. Ég lít því spenntur til framtíðar,“ segir Davíð.
Vestri Ísafjarðarbær Skattar og tollar Gjaldþrot Tengdar fréttir Formaðurinn og þjálfarinn handskafa völlinn fyrir stórleikinn á morgun Vestramenn sitja ekki auðum höndum þessar klukkustundirnar. Fjölmennur hópur vaskra manna er mættur á Kerecisvöllinn til þess að handskafa völlinn eftir snjókomu síðustu tveggja sólarhringa. Á morgun taka Vestramenn á móti Fylki í lokaumferð Bestu deildarinnar. Leikur sem að sker úr um hvort heimamenn haldi sæti sínu í deildinni. 25. október 2024 13:47 „Ef Andri hefði náð að haldast heill þá værum við ekki að berjast fyrir lífi okkar“ Vestri vann 2-4 útisigur gegn Fram. Þetta var annar sigur Vestra í röð og Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra var ánægður með sigurinn og þá staðreynd að þetta var hans fyrsti sigur gegn Fram. 5. október 2024 16:41 Davíð Smári um dómarana: „Menn sem vilja fá að vera í sviðsljósinu“ Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra var sáttur þrátt fyrir tap gegn Val í Bestu deildinni í dag. Vestri komst yfir eftir tíu mínútna leik en náðu ekki að halda út. 25. ágúst 2024 19:02 Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Viðskipti erlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Samstarf Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Sjá meira
Formaðurinn og þjálfarinn handskafa völlinn fyrir stórleikinn á morgun Vestramenn sitja ekki auðum höndum þessar klukkustundirnar. Fjölmennur hópur vaskra manna er mættur á Kerecisvöllinn til þess að handskafa völlinn eftir snjókomu síðustu tveggja sólarhringa. Á morgun taka Vestramenn á móti Fylki í lokaumferð Bestu deildarinnar. Leikur sem að sker úr um hvort heimamenn haldi sæti sínu í deildinni. 25. október 2024 13:47
„Ef Andri hefði náð að haldast heill þá værum við ekki að berjast fyrir lífi okkar“ Vestri vann 2-4 útisigur gegn Fram. Þetta var annar sigur Vestra í röð og Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra var ánægður með sigurinn og þá staðreynd að þetta var hans fyrsti sigur gegn Fram. 5. október 2024 16:41
Davíð Smári um dómarana: „Menn sem vilja fá að vera í sviðsljósinu“ Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra var sáttur þrátt fyrir tap gegn Val í Bestu deildinni í dag. Vestri komst yfir eftir tíu mínútna leik en náðu ekki að halda út. 25. ágúst 2024 19:02
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf