Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2025 13:30 Frá minningarathöfn í Örebro í gær. EPA/JESSICA GOW Lögreglan í Svíþjóð segir líklegt að Rickard Andersson, sem skaut tíu til bana í Örebro í síðustu viku, hafi valið skotmörk sín af handahófi. Nokkur fórnarlambanna voru af erlendu bergi brotin en lögreglan segir ekkert benda til þess að Andersson hafi reynt sérstaklega að myrða útlendinga. Árásin átti sér stað um hádegi á þriðjudaginn 4. febrúar í Campus Risbergska-skólanum í Örebro. Í skólanum fer fram fullorðinsfræðsla en hann var áður framhaldsskóli. Andersson hafði verið atvinnulaus um langt skeið og á þeim tíma mun hann hafa sótt nám í skólanum tvisvar sinnum. Rannsakendur hafa reynt að ná utan um tilefni árásarinnar og er talið að hann hafi valið skólann vegna þess að hann hafi sótt hann áður. SVT hefur eftir Niclas Hallgren, einum yfirmanna lögreglunnar á svæðinu, að það sé eina tengingin sem hafi fundist milli skólans og árásarmannsins. Þó er Andersson talinn hafa undirbúið árásina um nokkuð skeið. Hann hafði keypt mikið magn skotfæra og sömuleiðis reyksprengjur sem hann notaði við árásina. Það þykir benda til þess að hann hafi skipulagt árásina með fyrirvara. Sjá einnig: Myrti sjö konur og þrjá karla Lögreglan hefur einnig veitt frekari upplýsingar um byssurnar sem fundust í skólanum og eina sem fannst heima hjá Andersson. Hann átti tvær haglabyssur og tvo riffla en hann er sagður hafa skotið fleiri en fimmtíu skotum í skólanum. Auk þess fannst mikið magn ónotaðra skotfæra á líki hans, eftir að hann svipti sig lífi. Hvert tilefni árásarinnar var liggur þó ekki enn fyrir. SVT hefur eftir Hallgren að mikilvægt sé að varpa ljósi á tilefnið. Sérstaklega fyrir ættingja þeirra sem létu lífið í árásinni. „Við munum reyna að verða við því eins og við getum.“ Svíþjóð Skotárás í Örebro Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Árásin átti sér stað um hádegi á þriðjudaginn 4. febrúar í Campus Risbergska-skólanum í Örebro. Í skólanum fer fram fullorðinsfræðsla en hann var áður framhaldsskóli. Andersson hafði verið atvinnulaus um langt skeið og á þeim tíma mun hann hafa sótt nám í skólanum tvisvar sinnum. Rannsakendur hafa reynt að ná utan um tilefni árásarinnar og er talið að hann hafi valið skólann vegna þess að hann hafi sótt hann áður. SVT hefur eftir Niclas Hallgren, einum yfirmanna lögreglunnar á svæðinu, að það sé eina tengingin sem hafi fundist milli skólans og árásarmannsins. Þó er Andersson talinn hafa undirbúið árásina um nokkuð skeið. Hann hafði keypt mikið magn skotfæra og sömuleiðis reyksprengjur sem hann notaði við árásina. Það þykir benda til þess að hann hafi skipulagt árásina með fyrirvara. Sjá einnig: Myrti sjö konur og þrjá karla Lögreglan hefur einnig veitt frekari upplýsingar um byssurnar sem fundust í skólanum og eina sem fannst heima hjá Andersson. Hann átti tvær haglabyssur og tvo riffla en hann er sagður hafa skotið fleiri en fimmtíu skotum í skólanum. Auk þess fannst mikið magn ónotaðra skotfæra á líki hans, eftir að hann svipti sig lífi. Hvert tilefni árásarinnar var liggur þó ekki enn fyrir. SVT hefur eftir Hallgren að mikilvægt sé að varpa ljósi á tilefnið. Sérstaklega fyrir ættingja þeirra sem létu lífið í árásinni. „Við munum reyna að verða við því eins og við getum.“
Svíþjóð Skotárás í Örebro Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira