Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2025 20:02 Sampo Kojo, majór í finnska flughernum, sem stýrir loftrýmisgæslunni á Íslandi. Vísir/Einar Flugsveit finnska hersins hefur verið við loftrýmisgæslu á Íslandi síðustu tvær vikur. Majór segir þetta stóra stund fyrir Finna og lærdómsríkt. Þeir sinna nú loftrýmisgæslu á Íslandi í fyrsta sinn eftir að þeir gengu í Atlantshafsbandalagið. Um fimmtíu liðsmenn flugsveitarinnar eru staddir hér á landi og fjórar F/A-18 Hornet orrustuþotur, sem notaðar eru í loftrýmisgæsluna. Flugsveitin hóf gæsluna fyrir um tveimur vikum og verður hér þar til í lok febrúar, þegar hún snýr aftur til Finnlands. Eins og gefur að skilja hefur veðrið sett nokkuð strik í reikninginn. „Veðrið hefur sett strik í reikninginn hjá okkur. Stormurinn kom í veg fyrir að við gætum flogið æfingaflug en hafði ekki áhrif á NATO-loftrýmisgæslu okkar,“ segir Sampo Kojo, majór, sem stýrir gæslunni. Flugmaðurinn Lasse Louhela segir mikilfenglegt að fljúga yfir Ísland.Vísir/Einar „Landslagið og útsýnið á Íslandi er algerlega einstakt. Útsýni sem þetta sér maður hvergi annars staðar. Þegar við byrjuðum var veðrið ekki svo gott en við gátum flogið í morgun og veðrið var gott að mestu leyti,“ bætir Lasse Louhela flugmaður við. Finnar tóku þátt í varnaræfingu á Íslandi árið 2014 en þetta er í fyrsta sinn sem þeir sinna hér loftrýmisgæslu. Finnski flugherinn notast við fjórar K/A-18 Hornet orrustuþotur við loftrýmisgæsluna.Vísir/Einar „Þetta er fyrsta loftrýmisgæsla okkar sem NATO-þjóð. Við vorum hér í fyrsta sinn árið 2014 en það var einungis í þjálfunarskyni. Í þetta sinn sýnum við fram á staðfestu Finnlands hvað varðar sameiginlegar varnir og viðfangsefni NATO auk þess auðvitað að tryggja lofthelgi Íslands í fyrsta sinn,“ segir Louhela. Finnar verða á Íslandi í um tvær vikur til viðbótar.Vísir/Einar Þeir segja tímana víðsjárverða og með því að sinna loftrýmisgæslu hér á Íslandi tryggi Finnar aukið öryggi fyrir öll aðildarríki NATO. „Það eru tímamót fyrir okkur að koma hingað í fyrsta sinn og sinna löggæslu á Íslandi. Það er okkur mikils virði að stuðla að öryggi og vernd lofthelgi Íslands og NATO hér á landi. Það er líka liður í okkar vörnum að vera hér á Ísland og tryggja loftrými landsins,“ segir Kojo. NATO Öryggis- og varnarmál Finnland Landhelgisgæslan Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Um fimmtíu liðsmenn flugsveitarinnar eru staddir hér á landi og fjórar F/A-18 Hornet orrustuþotur, sem notaðar eru í loftrýmisgæsluna. Flugsveitin hóf gæsluna fyrir um tveimur vikum og verður hér þar til í lok febrúar, þegar hún snýr aftur til Finnlands. Eins og gefur að skilja hefur veðrið sett nokkuð strik í reikninginn. „Veðrið hefur sett strik í reikninginn hjá okkur. Stormurinn kom í veg fyrir að við gætum flogið æfingaflug en hafði ekki áhrif á NATO-loftrýmisgæslu okkar,“ segir Sampo Kojo, majór, sem stýrir gæslunni. Flugmaðurinn Lasse Louhela segir mikilfenglegt að fljúga yfir Ísland.Vísir/Einar „Landslagið og útsýnið á Íslandi er algerlega einstakt. Útsýni sem þetta sér maður hvergi annars staðar. Þegar við byrjuðum var veðrið ekki svo gott en við gátum flogið í morgun og veðrið var gott að mestu leyti,“ bætir Lasse Louhela flugmaður við. Finnar tóku þátt í varnaræfingu á Íslandi árið 2014 en þetta er í fyrsta sinn sem þeir sinna hér loftrýmisgæslu. Finnski flugherinn notast við fjórar K/A-18 Hornet orrustuþotur við loftrýmisgæsluna.Vísir/Einar „Þetta er fyrsta loftrýmisgæsla okkar sem NATO-þjóð. Við vorum hér í fyrsta sinn árið 2014 en það var einungis í þjálfunarskyni. Í þetta sinn sýnum við fram á staðfestu Finnlands hvað varðar sameiginlegar varnir og viðfangsefni NATO auk þess auðvitað að tryggja lofthelgi Íslands í fyrsta sinn,“ segir Louhela. Finnar verða á Íslandi í um tvær vikur til viðbótar.Vísir/Einar Þeir segja tímana víðsjárverða og með því að sinna loftrýmisgæslu hér á Íslandi tryggi Finnar aukið öryggi fyrir öll aðildarríki NATO. „Það eru tímamót fyrir okkur að koma hingað í fyrsta sinn og sinna löggæslu á Íslandi. Það er okkur mikils virði að stuðla að öryggi og vernd lofthelgi Íslands og NATO hér á landi. Það er líka liður í okkar vörnum að vera hér á Ísland og tryggja loftrými landsins,“ segir Kojo.
NATO Öryggis- og varnarmál Finnland Landhelgisgæslan Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira