Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Aron Guðmundsson skrifar 12. febrúar 2025 09:32 Haukur Guðberg Einarsson er formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur. Hann sagði það á ábyrgð sinni á sínum tíma að koma deildinni í var. Nú sé það hans ábyrgð að koma deildinni aftur heim til Grindavíkur Vísir/Stefán „Við erum Grindvíkingar og eigum að spila heima,“ segir formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur sem hefur tekið fyrsta skrefið í átt að heimkomu í ár. Félagið hefur skráð Stakkavíkurvöll í Grindavík sem heimavöll sinn fyrir komandi tímabil. Lið Grindavíkur léku heimaleiki sína á síðasta tímabili í Safamýrinni í Reykjavík. Grindavík og Njarðvík tefla fram sameiginlegu liði í Lengjudeild kvenna á komandi tímabili og munu leika heimaleiki sína í Njarðvík en glöggir hafa tekið eftir því á KSÍ að heimaleikir karlaliðsins eru skráðir á Stakkavíkurvöll í Grindavík. Haukur Guðberg Einarsson er formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur sem hefur, ásamt bæjaryfirvöldum í Grindavík, komið því áleiðis til KSÍ að Stakkavíkurvöllur verði heimavöllur karlaliðsins. „Við erum búnir að vera í góðu sambandi við bæjarstjórnina og UMFG sem er yfir knattspyrnudeildinni. Það eru bara allir sammála um að gera allt sem í sínu valdi stendur til þessa að koma okkur aftur heim, láta boltann rúlla á Stakkavíkurvelli. Við erum Grindvíkingar. Eigum að spila heima. Eins og ég hef sagt oft áður var ábyrgð mín að koma liðinu í var, nú er ábyrgð mín að koma liðinu heim.“ Veltur mikið á móðir náttúru Og þið trúið því fullum fetum að það verði raunin, að liðið geti spilað í Grindavík á komandi tímabili? „Já allan daginn. Það fer náttúrulega eftir móðir náttúru. Við erum enn í atburði, vitum ekki hvað gerist næst en við höfum sloppið vel hingað til. Völlurinn er heill, stúkan heil. Völlurinn er iða grænn þessa stundina. Hann bíður eftir því að við komumst heim.“ Nú þurfa Grindvíkingar annars vegar að fá grænt ljós frá KSÍ varðandi leikhæfi vallarins. Staðan á vellinum er góð að sögn Hauks. „Ég er búinn að skoða þetta vel. Gula húsið, búningsherbergin, þetta er allt í toppmálum. Getur ekki verið betra. Ég sé enga fyrirstöðu. Það er allt í toppmálum þarna í kring.“ Lið Grindavíkur í körfubolta hafa spilað heimaleiki sína í Smáranum í KópavogiVísir Hvað þarf að gerast svo þið getið spilað heima? „Númer eitt þarf guð að vera góður við okkur. Náttúran. Númer tvö, og ég beini því hér með, þurfum við fullt af sjálfboðaliðum heim til þess að hjálpa okkur. Þetta verður bara ævintýri, karlaliðið okkar er að spila á frekar ungum leikmönnum í sumar og það hefur margt breyst síðan árið 2023.“ Eru í treyju Grindavíkur og spila þá í Grindavík Er búið að bera þetta undir leikmenn og þjálfara liðsins, og ef svo er hvernig bregðast þeir við þessu? „Já það er búið að bera þetta undir þjálfarana og leikmenn vita af þessu. Menn tala saman. Þeir eru í Grindavíkur treyjunni, þá verða þeir bara að spila í Grindavík.“ En nú mætti ætla að leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn annarra liða veigri sér við að spila í Grindavík sökum jarðhræringanna þar. „Það er búið að búa til smá hræðslu í fréttunum varðandi Grindavík. Það eru holrými í Hafnarfirði, holrými í Garðabæ. Sprungur hér og þar. Ekkert bara í Grindavík. En það er verið að spila fótbolta þar. Af hverju ekki í Grindavík?“ Ekki alveg búinn að átta sig á þessu Er fullkomlega hættulaust að spila þar? „Já, það er það. Ég er ekkert að segja að fólk eigi að flytja með fjölskyldurnar sínar heim. Það á eftir að laga bæinn aðeins til, það tekur einhvern smá tíma. Ég fer til Grindavíkur þrisvar til fjórum sinnum í viku út af minni vinnu. Það er bara allt í topplagi. Það eru fleiri hundruð manns að vinna þarna, borða saman á sjómannastofunni og Papas, bara stemmari þarna.“ En hvernig hefur verið fyrir þig og ykkur í knattspyrnudeild Grindavíkur að halda starfinu áfram í þessum aðstæðum. Það hlýtur að vera ansi breytt umhverfi? „Ég held að maður verði að láta tímann aðeins líða. Maður er að kyngja þessu sjálfur núna og ekki alveg búinn að átta sig á þessu. Þetta er búið að vera mikill rússíbani hjá okkur í stjórn og ráðum. Maður á eftir að fara yfir þetta kannski seinna.“ Í upphaflegu fréttinni hér fyrir neðan sem flutt var í Sportpakkanum þann 11.febrúar síðastliðinn var því haldið fram að Almannavarnir þyrftu að gefa leyfi fyrir því að spilað yrði á Stakkavíkurvelli. Það er ekki rétt og er slíkt leyfi þeim ekki viðkomandi og fréttin því hér með leiðrétt. UMF Grindavík Grindavík Íslenski boltinn Lengjudeild karla Lengjudeild kvenna Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Lið Grindavíkur léku heimaleiki sína á síðasta tímabili í Safamýrinni í Reykjavík. Grindavík og Njarðvík tefla fram sameiginlegu liði í Lengjudeild kvenna á komandi tímabili og munu leika heimaleiki sína í Njarðvík en glöggir hafa tekið eftir því á KSÍ að heimaleikir karlaliðsins eru skráðir á Stakkavíkurvöll í Grindavík. Haukur Guðberg Einarsson er formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur sem hefur, ásamt bæjaryfirvöldum í Grindavík, komið því áleiðis til KSÍ að Stakkavíkurvöllur verði heimavöllur karlaliðsins. „Við erum búnir að vera í góðu sambandi við bæjarstjórnina og UMFG sem er yfir knattspyrnudeildinni. Það eru bara allir sammála um að gera allt sem í sínu valdi stendur til þessa að koma okkur aftur heim, láta boltann rúlla á Stakkavíkurvelli. Við erum Grindvíkingar. Eigum að spila heima. Eins og ég hef sagt oft áður var ábyrgð mín að koma liðinu í var, nú er ábyrgð mín að koma liðinu heim.“ Veltur mikið á móðir náttúru Og þið trúið því fullum fetum að það verði raunin, að liðið geti spilað í Grindavík á komandi tímabili? „Já allan daginn. Það fer náttúrulega eftir móðir náttúru. Við erum enn í atburði, vitum ekki hvað gerist næst en við höfum sloppið vel hingað til. Völlurinn er heill, stúkan heil. Völlurinn er iða grænn þessa stundina. Hann bíður eftir því að við komumst heim.“ Nú þurfa Grindvíkingar annars vegar að fá grænt ljós frá KSÍ varðandi leikhæfi vallarins. Staðan á vellinum er góð að sögn Hauks. „Ég er búinn að skoða þetta vel. Gula húsið, búningsherbergin, þetta er allt í toppmálum. Getur ekki verið betra. Ég sé enga fyrirstöðu. Það er allt í toppmálum þarna í kring.“ Lið Grindavíkur í körfubolta hafa spilað heimaleiki sína í Smáranum í KópavogiVísir Hvað þarf að gerast svo þið getið spilað heima? „Númer eitt þarf guð að vera góður við okkur. Náttúran. Númer tvö, og ég beini því hér með, þurfum við fullt af sjálfboðaliðum heim til þess að hjálpa okkur. Þetta verður bara ævintýri, karlaliðið okkar er að spila á frekar ungum leikmönnum í sumar og það hefur margt breyst síðan árið 2023.“ Eru í treyju Grindavíkur og spila þá í Grindavík Er búið að bera þetta undir leikmenn og þjálfara liðsins, og ef svo er hvernig bregðast þeir við þessu? „Já það er búið að bera þetta undir þjálfarana og leikmenn vita af þessu. Menn tala saman. Þeir eru í Grindavíkur treyjunni, þá verða þeir bara að spila í Grindavík.“ En nú mætti ætla að leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn annarra liða veigri sér við að spila í Grindavík sökum jarðhræringanna þar. „Það er búið að búa til smá hræðslu í fréttunum varðandi Grindavík. Það eru holrými í Hafnarfirði, holrými í Garðabæ. Sprungur hér og þar. Ekkert bara í Grindavík. En það er verið að spila fótbolta þar. Af hverju ekki í Grindavík?“ Ekki alveg búinn að átta sig á þessu Er fullkomlega hættulaust að spila þar? „Já, það er það. Ég er ekkert að segja að fólk eigi að flytja með fjölskyldurnar sínar heim. Það á eftir að laga bæinn aðeins til, það tekur einhvern smá tíma. Ég fer til Grindavíkur þrisvar til fjórum sinnum í viku út af minni vinnu. Það er bara allt í topplagi. Það eru fleiri hundruð manns að vinna þarna, borða saman á sjómannastofunni og Papas, bara stemmari þarna.“ En hvernig hefur verið fyrir þig og ykkur í knattspyrnudeild Grindavíkur að halda starfinu áfram í þessum aðstæðum. Það hlýtur að vera ansi breytt umhverfi? „Ég held að maður verði að láta tímann aðeins líða. Maður er að kyngja þessu sjálfur núna og ekki alveg búinn að átta sig á þessu. Þetta er búið að vera mikill rússíbani hjá okkur í stjórn og ráðum. Maður á eftir að fara yfir þetta kannski seinna.“ Í upphaflegu fréttinni hér fyrir neðan sem flutt var í Sportpakkanum þann 11.febrúar síðastliðinn var því haldið fram að Almannavarnir þyrftu að gefa leyfi fyrir því að spilað yrði á Stakkavíkurvelli. Það er ekki rétt og er slíkt leyfi þeim ekki viðkomandi og fréttin því hér með leiðrétt.
UMF Grindavík Grindavík Íslenski boltinn Lengjudeild karla Lengjudeild kvenna Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira