Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Sindri Sverrisson skrifar 11. febrúar 2025 12:02 Þorri Mar Þórisson lék með KA áður en hann var seldur til Svíþjóðar. vísir/Diego Dalvíkingurinn Þorri Mar Þórisson, fyrrverandi leikmaður KA, hefur kvatt Öster og er sagður á leið aftur heim í Bestu deildina í fótbolta eftir veru sína í Svíþjóð. KA seldi Þorra til sænska félagsins Öster í ágúst 2023 en hann hafði þá spilað 66 leiki fyrir liðið í efstu deild og skorað í þeim þrjú mörk. Tvíburabróðir hans, sóknarmaðurinn Nökkvi Þeyr, hafði verið seldur frá KA til belgíska félagsins Beerschot tæpu ári áður. Þorri lék aðeins 11 deildarleiki í fyrra með Öster, þar af einn í byrjunarliði, þegar liðið vann sig upp í sænsku úrvalsdeildina með því að lenda í 2. sæti næstefstu deildar. Staðarmiðillinn Smålandsposten greindi frá því í gær að Þorri, sem er 25 ára bakvörður, væri nú á förum frá Öster og það heim til Íslands. Bæði 433.is og Fótbolti.net segja Þorra hafa einhverja kosti erlendis en sennilegast virðist að hann komi til Íslands og ljóst að mörg félög hafa áhuga á að krækja í hann. Kveðst þakklátur fyrir tímann í Öster Þorri hefur nú verið kvaddur á heimasíðu Öster en samningur hans við félagið, sem nú hefur verið rift, átti að gilda til ársins 2026. Í kveðju til félagsins segir Þorri: „Þegar ég kom til Öster var stóra markmiðið að komast upp í Allsvenskan, og það gerðum við. Tíminn minn hérna hefur verið frábær upplifun og eitthvað sem ég mun verða mjög þakklátur fyrir alla ævina. Ég hefði auðvitað viljað ná að gefa meira af mér sjálfur en stundum gerast hlutir sem maður hefur ekki stjórn á. Ég hef alltaf gert mitt besta til að leggja allt mitt að mörkum hérna. Ég óska Öster og öllum hjá félaginu gæfu í framtíðinni og vonandi sjáumst við aftur!“ Besta deild karla Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
KA seldi Þorra til sænska félagsins Öster í ágúst 2023 en hann hafði þá spilað 66 leiki fyrir liðið í efstu deild og skorað í þeim þrjú mörk. Tvíburabróðir hans, sóknarmaðurinn Nökkvi Þeyr, hafði verið seldur frá KA til belgíska félagsins Beerschot tæpu ári áður. Þorri lék aðeins 11 deildarleiki í fyrra með Öster, þar af einn í byrjunarliði, þegar liðið vann sig upp í sænsku úrvalsdeildina með því að lenda í 2. sæti næstefstu deildar. Staðarmiðillinn Smålandsposten greindi frá því í gær að Þorri, sem er 25 ára bakvörður, væri nú á förum frá Öster og það heim til Íslands. Bæði 433.is og Fótbolti.net segja Þorra hafa einhverja kosti erlendis en sennilegast virðist að hann komi til Íslands og ljóst að mörg félög hafa áhuga á að krækja í hann. Kveðst þakklátur fyrir tímann í Öster Þorri hefur nú verið kvaddur á heimasíðu Öster en samningur hans við félagið, sem nú hefur verið rift, átti að gilda til ársins 2026. Í kveðju til félagsins segir Þorri: „Þegar ég kom til Öster var stóra markmiðið að komast upp í Allsvenskan, og það gerðum við. Tíminn minn hérna hefur verið frábær upplifun og eitthvað sem ég mun verða mjög þakklátur fyrir alla ævina. Ég hefði auðvitað viljað ná að gefa meira af mér sjálfur en stundum gerast hlutir sem maður hefur ekki stjórn á. Ég hef alltaf gert mitt besta til að leggja allt mitt að mörkum hérna. Ég óska Öster og öllum hjá félaginu gæfu í framtíðinni og vonandi sjáumst við aftur!“
Besta deild karla Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð