Þrjú hlaup, þrír sigrar og þrjú Íslandsmet: „Get ekki kvartað yfir neinu“ Aron Guðmundsson skrifar 10. febrúar 2025 11:45 Baldvin Þór hefur farið afar vel af stað á nýju ári og raðað inn Íslandsmetum Vísir/Einar Baldvin Þór Magnússon hljóp á nýju Íslandsmeti þegar að hann tryggði sér Norðurlandameistaratitilinn í 3000 metra hlaupi innanhúss í Finnlandi í gær. Hlaupið tryggir Baldvini sæti á EM eftir innan við mánuð en þetta er þriðja Íslandsmet hans í fyrstu þremur keppnum ársins sem hann hefur í þokkabót unnið. Hann stefnir á medalíu á EM. Baldvin Þór hljóp 3000 metra hlaupið á 7:39,94 í gær. Það er nýtt Íslandsmet en Baldvin átti einnig fyrra metið í greininni sem hann setti fyrr á árinu á tímanum 7:45,13 og er þetta nýja Íslandsmet Baldvins því bæting hjá honum um rúmar fimm sekúndur. Í þokkabót sigraði Baldvin hlaupið og er því Norðurlandameistari í 3000 metra hlaupi innanhúss og hafði hann þar meðal annars betur gegn Norðmanninum Filip Mangen Ingebrigtsen. Tíminn sem Baldvin setti tryggir honum þátttökurétt á EM innanhúss. „Ég bjóst kannski alveg við svona miklu en vissi að ég gæti alveg hlaupið eitthvað hraðar en þegar að ég hljóp á 7:45, það var ekki alveg hið fullkomna hlaup og var einnig í fyrstu keppni ársins,“ segir Baldvin í samtali við Vísi. „ Ég var klárlega í betra formi núna heldur en þegar að ég setti það. Ég var kannski að búast við því að hlaupa nær 7:41 en það er bara frábært að hlaupa tveimur sekúndum hraðar en það, komast undir 7:40 og vinna. Ég er alveg í skýjunum með þetta.“ Mjög gott skref í rétta átt Aðalmarkmiðið fyrir hlaup var að hlaupa sig inn á EM. „Ég vildi tryggja mér það sæti, langaði mjög mikið að komast á það mót. Síðasta haust ræddu ég og þjálfarinn minn markmiðin, hvað við vildum gera, og ætlunin var að stilla okkur vel upp til þess að hlaupa EM innanhúss. Að hafa náð því er alveg frábær tilfinning.“ Er hægt að segja að þetta hafi verið hið fullkomna hlaup? „Fullkomið hlaup miðað við allt sem var gefið. Ég hugsa alveg að ég hefði geta farið hraðar ef það hefði verið einhver annar að leiða hlaupið. Ég tók allan seinni helminginn, Ingebrigtsen kom aðeins nálægt mér síðustu fimmtíu metrana en það hefði verið gaman hvernig hefði farið ef einhver annar hefði verið að stýra pace-inu, hversu hratt hann hefði farið. Maður kvartar þó ekkert, þetta er mjög gott skref í rétta átt.“ Baldvin er að upplifa frábæra byrjun á árinu en á þessum fyrstu tveimur mánuðum ársins hefur hann slegið þrjú Íslandsmet. „Árið hefur byrjað mjög vel. Þrjú hlaup, þrír sigrar og þrjú Íslandsmet. Ég get ekki kvartað yfir neinu.“ Árangur Baldvins á árinu til þessa: - 1. sæti og Íslandsmet í 3000 metra hlaupi þann 19. janúar síðastliðinn þegar hann hljóp á 7:45,11 mínútum á móti í Sheffield. - 1.sæti og Íslandsmet í 1500 metra hlaupi þann 27. janúar á Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöll þegar að hann kom í mark á tímanum 3:39,67. - 1. sæti og Íslandsmet í 3000 metra hlaupi þann 9. febrúar á Norðurlandamótinu í Espoo, Finnlandi þegar að hann hljóp á tímanum 7:39,94 og sló þar með Íslandsmet sitt í hlaupinu frá því 19. Janúar í Sheffield. Innan við mánuður er til stefnu þar til að Evrópumeistaramótið innanhúss hefst og Baldvin er í góðri stöðu. „Ég held ég þurfi aðeins að fara aðeins í grunnæfingarnar aftur núna, er búinn að keppa svolítið mikið. Ég er búinn að keppa þrisvar sinnum á síðustu þremur vikum og hef ekki verið að sinna grunnæfingunum á milli. Ég ætla aftur í grunninn núna og undirbúa mig svo fyrir EM. Ég er klárlega með smá forskot á suma keppendur á EM þar sem að það eru aðeins þrír frá hverju landi gjaldgengir í hverja grein. Lönd eins og Þýskaland, Bretland og Holland eru með fleiri en þrjá hlaupara sem hafa tryggt sér keppnisrétt en þeir þurfa að keppa á sínu landsmóti, keppa um þessi þrjú sæti. Ég er hins vegar öruggur inn og get því farið að einbeita mér að fullu að EM.“ Og Baldvin er með markmiðin á hreinu fyrir mótið. „Fyrst og fremst ætla ég mér í úrslit og svo keppa um medalíu þar. Það verður gaman að sjá hverjir mæta til leiks. En það væri frábært að næla sér í medalíu.“ Frjálsar íþróttir Íslendingar erlendis Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fleiri fréttir Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Sjá meira
Baldvin Þór hljóp 3000 metra hlaupið á 7:39,94 í gær. Það er nýtt Íslandsmet en Baldvin átti einnig fyrra metið í greininni sem hann setti fyrr á árinu á tímanum 7:45,13 og er þetta nýja Íslandsmet Baldvins því bæting hjá honum um rúmar fimm sekúndur. Í þokkabót sigraði Baldvin hlaupið og er því Norðurlandameistari í 3000 metra hlaupi innanhúss og hafði hann þar meðal annars betur gegn Norðmanninum Filip Mangen Ingebrigtsen. Tíminn sem Baldvin setti tryggir honum þátttökurétt á EM innanhúss. „Ég bjóst kannski alveg við svona miklu en vissi að ég gæti alveg hlaupið eitthvað hraðar en þegar að ég hljóp á 7:45, það var ekki alveg hið fullkomna hlaup og var einnig í fyrstu keppni ársins,“ segir Baldvin í samtali við Vísi. „ Ég var klárlega í betra formi núna heldur en þegar að ég setti það. Ég var kannski að búast við því að hlaupa nær 7:41 en það er bara frábært að hlaupa tveimur sekúndum hraðar en það, komast undir 7:40 og vinna. Ég er alveg í skýjunum með þetta.“ Mjög gott skref í rétta átt Aðalmarkmiðið fyrir hlaup var að hlaupa sig inn á EM. „Ég vildi tryggja mér það sæti, langaði mjög mikið að komast á það mót. Síðasta haust ræddu ég og þjálfarinn minn markmiðin, hvað við vildum gera, og ætlunin var að stilla okkur vel upp til þess að hlaupa EM innanhúss. Að hafa náð því er alveg frábær tilfinning.“ Er hægt að segja að þetta hafi verið hið fullkomna hlaup? „Fullkomið hlaup miðað við allt sem var gefið. Ég hugsa alveg að ég hefði geta farið hraðar ef það hefði verið einhver annar að leiða hlaupið. Ég tók allan seinni helminginn, Ingebrigtsen kom aðeins nálægt mér síðustu fimmtíu metrana en það hefði verið gaman hvernig hefði farið ef einhver annar hefði verið að stýra pace-inu, hversu hratt hann hefði farið. Maður kvartar þó ekkert, þetta er mjög gott skref í rétta átt.“ Baldvin er að upplifa frábæra byrjun á árinu en á þessum fyrstu tveimur mánuðum ársins hefur hann slegið þrjú Íslandsmet. „Árið hefur byrjað mjög vel. Þrjú hlaup, þrír sigrar og þrjú Íslandsmet. Ég get ekki kvartað yfir neinu.“ Árangur Baldvins á árinu til þessa: - 1. sæti og Íslandsmet í 3000 metra hlaupi þann 19. janúar síðastliðinn þegar hann hljóp á 7:45,11 mínútum á móti í Sheffield. - 1.sæti og Íslandsmet í 1500 metra hlaupi þann 27. janúar á Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöll þegar að hann kom í mark á tímanum 3:39,67. - 1. sæti og Íslandsmet í 3000 metra hlaupi þann 9. febrúar á Norðurlandamótinu í Espoo, Finnlandi þegar að hann hljóp á tímanum 7:39,94 og sló þar með Íslandsmet sitt í hlaupinu frá því 19. Janúar í Sheffield. Innan við mánuður er til stefnu þar til að Evrópumeistaramótið innanhúss hefst og Baldvin er í góðri stöðu. „Ég held ég þurfi aðeins að fara aðeins í grunnæfingarnar aftur núna, er búinn að keppa svolítið mikið. Ég er búinn að keppa þrisvar sinnum á síðustu þremur vikum og hef ekki verið að sinna grunnæfingunum á milli. Ég ætla aftur í grunninn núna og undirbúa mig svo fyrir EM. Ég er klárlega með smá forskot á suma keppendur á EM þar sem að það eru aðeins þrír frá hverju landi gjaldgengir í hverja grein. Lönd eins og Þýskaland, Bretland og Holland eru með fleiri en þrjá hlaupara sem hafa tryggt sér keppnisrétt en þeir þurfa að keppa á sínu landsmóti, keppa um þessi þrjú sæti. Ég er hins vegar öruggur inn og get því farið að einbeita mér að fullu að EM.“ Og Baldvin er með markmiðin á hreinu fyrir mótið. „Fyrst og fremst ætla ég mér í úrslit og svo keppa um medalíu þar. Það verður gaman að sjá hverjir mæta til leiks. En það væri frábært að næla sér í medalíu.“
Árangur Baldvins á árinu til þessa: - 1. sæti og Íslandsmet í 3000 metra hlaupi þann 19. janúar síðastliðinn þegar hann hljóp á 7:45,11 mínútum á móti í Sheffield. - 1.sæti og Íslandsmet í 1500 metra hlaupi þann 27. janúar á Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöll þegar að hann kom í mark á tímanum 3:39,67. - 1. sæti og Íslandsmet í 3000 metra hlaupi þann 9. febrúar á Norðurlandamótinu í Espoo, Finnlandi þegar að hann hljóp á tímanum 7:39,94 og sló þar með Íslandsmet sitt í hlaupinu frá því 19. Janúar í Sheffield.
Frjálsar íþróttir Íslendingar erlendis Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fleiri fréttir Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Sjá meira