Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. febrúar 2025 10:02 PNC Championship - Round Two ORLANDO, FLORIDA - DECEMBER 22: Tiger Woods of the United States reacts to his shot from the 17th tee during the second round of the PNC Championship at Ritz-Carlton Golf Club on December 22, 2024 in Orlando, Florida. (Photo by Douglas P. DeFelice/Getty Images) Tiger Woods, einn besti kylfingur sögunnar, ætlar sér að snúa aftur á PGA-mótaröðina í golfi þegar Genesis Invitational mótið fer fram um næstu helgi. Mótshaldarar Genesis Invitational staðfestu í gær að Tiger, sem hefur fagnað sigri á fimmtán risamótum á ferlinum, yrði einn af þeim sem myndi taka þátt á mótinu. Tiger hefur þurft að spila mun minna golf en hann gerði áður fyrr eftir að hann hlaut alvarleg meiðsli í kjölfar bílslyss sem hann lenti í árið 2021. Genesis Invitational verður hans fyrsta mót á PGA-mótaröðinni síðan hann keppti á The Open í júlí á síðasta ári. Þá komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn og þurfti svo að fara í enn eina aðgerðina í september. Þrátt fyrir að hafa ekki tekið þátt á PGA-mótaröðinni í um sjö mánuði er ekki þar með sagt að Tiger hafi ekki spilað neitt golf síðan þá. Hann tók þátt í 36-holu móti með syni sínum, Charlie, í desember og þá hefur hann einnig verið þáttakandi á TGL-mótaröðinni (Tomorrows Golf League), sem hann stofnaði. Genesis Invitational hefst næstkomandi fimmtudag og fer fram á Torrey Pines vellinum í San Diego. Golf Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti Í beinni: Leyton Orient - Man. City | Stríðir C-deildarliðið City? Enski boltinn Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Golf Fleiri fréttir Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Mótshaldarar Genesis Invitational staðfestu í gær að Tiger, sem hefur fagnað sigri á fimmtán risamótum á ferlinum, yrði einn af þeim sem myndi taka þátt á mótinu. Tiger hefur þurft að spila mun minna golf en hann gerði áður fyrr eftir að hann hlaut alvarleg meiðsli í kjölfar bílslyss sem hann lenti í árið 2021. Genesis Invitational verður hans fyrsta mót á PGA-mótaröðinni síðan hann keppti á The Open í júlí á síðasta ári. Þá komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn og þurfti svo að fara í enn eina aðgerðina í september. Þrátt fyrir að hafa ekki tekið þátt á PGA-mótaröðinni í um sjö mánuði er ekki þar með sagt að Tiger hafi ekki spilað neitt golf síðan þá. Hann tók þátt í 36-holu móti með syni sínum, Charlie, í desember og þá hefur hann einnig verið þáttakandi á TGL-mótaröðinni (Tomorrows Golf League), sem hann stofnaði. Genesis Invitational hefst næstkomandi fimmtudag og fer fram á Torrey Pines vellinum í San Diego.
Golf Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti Í beinni: Leyton Orient - Man. City | Stríðir C-deildarliðið City? Enski boltinn Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Golf Fleiri fréttir Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira