Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. febrúar 2025 10:02 PNC Championship - Round Two ORLANDO, FLORIDA - DECEMBER 22: Tiger Woods of the United States reacts to his shot from the 17th tee during the second round of the PNC Championship at Ritz-Carlton Golf Club on December 22, 2024 in Orlando, Florida. (Photo by Douglas P. DeFelice/Getty Images) Tiger Woods, einn besti kylfingur sögunnar, ætlar sér að snúa aftur á PGA-mótaröðina í golfi þegar Genesis Invitational mótið fer fram um næstu helgi. Mótshaldarar Genesis Invitational staðfestu í gær að Tiger, sem hefur fagnað sigri á fimmtán risamótum á ferlinum, yrði einn af þeim sem myndi taka þátt á mótinu. Tiger hefur þurft að spila mun minna golf en hann gerði áður fyrr eftir að hann hlaut alvarleg meiðsli í kjölfar bílslyss sem hann lenti í árið 2021. Genesis Invitational verður hans fyrsta mót á PGA-mótaröðinni síðan hann keppti á The Open í júlí á síðasta ári. Þá komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn og þurfti svo að fara í enn eina aðgerðina í september. Þrátt fyrir að hafa ekki tekið þátt á PGA-mótaröðinni í um sjö mánuði er ekki þar með sagt að Tiger hafi ekki spilað neitt golf síðan þá. Hann tók þátt í 36-holu móti með syni sínum, Charlie, í desember og þá hefur hann einnig verið þáttakandi á TGL-mótaröðinni (Tomorrows Golf League), sem hann stofnaði. Genesis Invitational hefst næstkomandi fimmtudag og fer fram á Torrey Pines vellinum í San Diego. Golf Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Handbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Mótshaldarar Genesis Invitational staðfestu í gær að Tiger, sem hefur fagnað sigri á fimmtán risamótum á ferlinum, yrði einn af þeim sem myndi taka þátt á mótinu. Tiger hefur þurft að spila mun minna golf en hann gerði áður fyrr eftir að hann hlaut alvarleg meiðsli í kjölfar bílslyss sem hann lenti í árið 2021. Genesis Invitational verður hans fyrsta mót á PGA-mótaröðinni síðan hann keppti á The Open í júlí á síðasta ári. Þá komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn og þurfti svo að fara í enn eina aðgerðina í september. Þrátt fyrir að hafa ekki tekið þátt á PGA-mótaröðinni í um sjö mánuði er ekki þar með sagt að Tiger hafi ekki spilað neitt golf síðan þá. Hann tók þátt í 36-holu móti með syni sínum, Charlie, í desember og þá hefur hann einnig verið þáttakandi á TGL-mótaröðinni (Tomorrows Golf League), sem hann stofnaði. Genesis Invitational hefst næstkomandi fimmtudag og fer fram á Torrey Pines vellinum í San Diego.
Golf Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Handbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira