Lífið

Maríanna og Dommi trú­lofuð

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Maríanna og Guðmundur Ingi hafa verið saman í þrjú ár.
Maríanna og Guðmundur Ingi hafa verið saman í þrjú ár. Maríanna Pálsdóttir

Maríanna Pálsdóttir, eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur, og Guðmundur Ingi Hjartarson eru trúlofuð. Guðmundur, eða Dommi, hefur unnið hörðum höndum að uppbyggingu við Laxár á Keldum, er eigandi Netheima og job.is og starfar sem ráðgjafi.

„Ástin er falleg og við búin að vera saman í 3 ár, við erum tilbúin að stíga næstu skref, þetta var auðvelt já,“ sagði Maríanna í færslu á Facebook.

https://www.facebook.com/marianna.palsdottir/posts/pfbid04Si1a1HXFFftCMXMJBJDgGDwjJgi6Zz2tmrT9CxCHajeoKNNo5pap9Zf6B8hmB1Gl

Maríanna og Dommi fóru að stinga saman nefjum fyrir tveimur árum síðan, en þau kynntust þegar Maríanna starfaði á Fréttablaðinu. Samstarfskona hennar sagði henni að Mr. Handsome væri á lausu og þá var ekki aftur snúið.

Maríanna segir sambandið þeirra einkennast af samstöðu, heiðarleika og sterkri fjölskyldu.


Tengdar fréttir

Léttist um sjö kíló og fegin að hafa tekist það án megrunarlyfja

Maríanna Pálsdóttir eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur segir líðan sína aldrei hafa verið betri síðan hún vatt kvæði sínu í kross í janúar og breytti algerlega um lífsstíl. Úr því að vera viðskiptavinur ársins í bakaríum landsins þá hætti hún að borða allan sykur og kolvetni og segir líkamlega og andlega heilsu sína aldrei hafa verið betri.

Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna

Maríanna Pálsdóttir eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur segir árið sem er að líða hafa kennt henni að lífið sé stutt og að foreldrar hennar séu ekki eins ódauðleg og hún hélt. Bæði mamma hennar og pabbi börðust fyrir lífi sínu á Landspítalanum í lok árs en eru nú á batavegi.

„Margoft verið haldið framhjá mér“

Maríanna Pálsdóttir eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur segir gríðarlega mikilvægt að pör ræði eins fljótt og hægt er sín á milli um framhjáhald í upphafi sambandsins. Mikilvægt sé að gildin séu á hreinu en Maríanna segist sjálf hafa velt því fyrir sér um tíma hvort hún væri með mastersgráðu í að láta halda framhjá sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.