Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. febrúar 2025 10:55 Sigurður Kári Kristjánsson er formaður stjórnar Mannréttindastofnunar Íslands. llg.is Stjórn Mannréttindastofnunar Íslands á eftir að taka afstöðu til þess hvort upplýst verður um umsækjendur um embætti framkvæmdastjóra stofnunarinnar. Þetta segir formaðurinn, Sigurður Kári Kristjánsson, í samtali við fréttastofu. Ekki hafi staðið til að birta lista yfir umsækjendur að fyrra bragði heldur skoða málið ef óskað yrði eftir því. Fréttastofa hefur því sent formlega beiðni og óskað eftir því að fá listann afhentan. Sigurður Kári vísar til þess að þrátt fyrir að um sé að ræða opinbera stofnun og að viðkomandi verði skipaður embættismaður sé þess getið í greinargerð um frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands að þar sem stofnunin heyri undir Alþingi taki upplýsingalögin ekki beint til hennar. Þess ber hins vegar að geta að umrædd málsgrein hljóðar þannig í heild: „Þar sem stofnunin heyrir undir Alþingi taka upplýsingalögin ekki beint til stofnunarinnar. Engu að síður skal stofnunin leitast við að tryggja gagnsæi í sínum störfum og fylgja almennt sambærilegum reglum og fram koma í upplýsingalögum.“ Listar birtir yfir aðra umsækjendur Sigurður Kári sagðist ekki heldur vilja gefa upp fjölda umsækjenda, að svo stöddu, en ef stjórnin ákvæði að birta listann yrði fyrst haft samband við umsækjendur og borið undir þá hvort þeir vildu halda áfram eða draga umsókn sína til baka í ljósi nafnbirtingarinnar. Hvað nafnbirtinguna varðar má geta þess að í frumvarpinu um Mannréttindastofnun Íslands er gert ráð fyrir breytingu á upplýsingalögum þess efnis að stofnunin bætist við upptalningu yfir stofnanir sem heyra undir Alþingi og upplýsingalög taka ekki til. Hinar eru umboðsmaður Alþingis og Ríkisendurskoðun. Listar yfir umsækjendur um þessi embætti, umboðsmann og ríkisendurskoðanda, hafa jafnan verið birtir. Umsóknarfrestur um embætti framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar rann út 15. janúar síðastliðinn en skipað verður í það frá 1. apríl 2025. Það er stjórn Mannréttindastofnunar sem skipar í embættið en sérstök hæfisnefnd, skipuð þremur einstaklingum, verður stjórninni innan handar til ráðgjafar um hæfni og almennt hæfi umsækjenda. Í lögum eru gerðar þær kröfur að framkvæmdastjóri hafi lokið háskólaprófi og búi yfir þekkingu og reynslu á sviði mannréttinda. Mannréttindi Alþingi Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Sjá meira
Þetta segir formaðurinn, Sigurður Kári Kristjánsson, í samtali við fréttastofu. Ekki hafi staðið til að birta lista yfir umsækjendur að fyrra bragði heldur skoða málið ef óskað yrði eftir því. Fréttastofa hefur því sent formlega beiðni og óskað eftir því að fá listann afhentan. Sigurður Kári vísar til þess að þrátt fyrir að um sé að ræða opinbera stofnun og að viðkomandi verði skipaður embættismaður sé þess getið í greinargerð um frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands að þar sem stofnunin heyri undir Alþingi taki upplýsingalögin ekki beint til hennar. Þess ber hins vegar að geta að umrædd málsgrein hljóðar þannig í heild: „Þar sem stofnunin heyrir undir Alþingi taka upplýsingalögin ekki beint til stofnunarinnar. Engu að síður skal stofnunin leitast við að tryggja gagnsæi í sínum störfum og fylgja almennt sambærilegum reglum og fram koma í upplýsingalögum.“ Listar birtir yfir aðra umsækjendur Sigurður Kári sagðist ekki heldur vilja gefa upp fjölda umsækjenda, að svo stöddu, en ef stjórnin ákvæði að birta listann yrði fyrst haft samband við umsækjendur og borið undir þá hvort þeir vildu halda áfram eða draga umsókn sína til baka í ljósi nafnbirtingarinnar. Hvað nafnbirtinguna varðar má geta þess að í frumvarpinu um Mannréttindastofnun Íslands er gert ráð fyrir breytingu á upplýsingalögum þess efnis að stofnunin bætist við upptalningu yfir stofnanir sem heyra undir Alþingi og upplýsingalög taka ekki til. Hinar eru umboðsmaður Alþingis og Ríkisendurskoðun. Listar yfir umsækjendur um þessi embætti, umboðsmann og ríkisendurskoðanda, hafa jafnan verið birtir. Umsóknarfrestur um embætti framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar rann út 15. janúar síðastliðinn en skipað verður í það frá 1. apríl 2025. Það er stjórn Mannréttindastofnunar sem skipar í embættið en sérstök hæfisnefnd, skipuð þremur einstaklingum, verður stjórninni innan handar til ráðgjafar um hæfni og almennt hæfi umsækjenda. Í lögum eru gerðar þær kröfur að framkvæmdastjóri hafi lokið háskólaprófi og búi yfir þekkingu og reynslu á sviði mannréttinda.
Mannréttindi Alþingi Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Sjá meira