Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2025 21:02 Bryson DeChambeau vann opna bandaríska risamótið í golfi í annað skiptið í fyrra. Hann vann mótið líka árið 2020 og hafði því þátttökurétt sumarið 2024 þrátt fyrir að hafa samið við LIV mótaröðina árið 2022. Getty/Jared C. Tilton Opna bandaríska risamótið í golfi mun taka inn kylfinga af LIV mótaröðinni þegar mótið fer fram í ár. Bandaríska golfsambandið tilkynnti það í dag að efsti kylfingurinn á sádi-arabísku mótaröðinni vinni sér sæti á mótinu. Að auki fá tíu efstu kylfingar á styrkleikalista LIV þann 7. apríl næstkomandi þátttökurétt í seinni hluta undankeppninnar þar sem barist er um laus sæti á risamótinu. Opna bandaríska meistaramótið fer fram hjá Oakmont golfklúbbnum í Pennsylvania fylki frá 12. til 15. júní næstkomandi. „Allir golfáhugamenn í heiminum vilja sjá bestu kylfinga heims keppa á stærstu sviðum golfsins sem eru risamótin. LIV Golf leggur sig fram við að vinna með forráðamönnum golfsins til að auka hróður íþróttarinnar út um allan heim,“ sagði Scott O'Neil, framkvæmdastjóri LIV Golf. Forráðamenn PGA mótaraðarinnar og LIV mótaraðarinnar hafa staðið í lokuðum viðræðum um að leysa deilurnar þeirra á milli og stuðla að sameiningu í tvískiptum golfheimi. Þessar fréttir eru gott dæmi að þar séu málin að þokast í rétt átt. Click to read the categories that are in effect for this year's championship at Oakmont ⬇️— U.S. Open (@usopengolf) February 5, 2025 LIV-mótaröðin Opna bandaríska Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Bandaríska golfsambandið tilkynnti það í dag að efsti kylfingurinn á sádi-arabísku mótaröðinni vinni sér sæti á mótinu. Að auki fá tíu efstu kylfingar á styrkleikalista LIV þann 7. apríl næstkomandi þátttökurétt í seinni hluta undankeppninnar þar sem barist er um laus sæti á risamótinu. Opna bandaríska meistaramótið fer fram hjá Oakmont golfklúbbnum í Pennsylvania fylki frá 12. til 15. júní næstkomandi. „Allir golfáhugamenn í heiminum vilja sjá bestu kylfinga heims keppa á stærstu sviðum golfsins sem eru risamótin. LIV Golf leggur sig fram við að vinna með forráðamönnum golfsins til að auka hróður íþróttarinnar út um allan heim,“ sagði Scott O'Neil, framkvæmdastjóri LIV Golf. Forráðamenn PGA mótaraðarinnar og LIV mótaraðarinnar hafa staðið í lokuðum viðræðum um að leysa deilurnar þeirra á milli og stuðla að sameiningu í tvískiptum golfheimi. Þessar fréttir eru gott dæmi að þar séu málin að þokast í rétt átt. Click to read the categories that are in effect for this year's championship at Oakmont ⬇️— U.S. Open (@usopengolf) February 5, 2025
LIV-mótaröðin Opna bandaríska Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira